Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 9

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 9VIÐTAL kvæmastan og þægilegastan hátt og þjappa þessu á þá fermetra sem við erum með og auka söluna þar. Það gildir það sama um fatamerki, við viljum gera þetta þegar við erum tilbúnir, því það mun að öllum líkindum skila taprekstri í ein- hvern tíma. Það er erfitt að búa til föt, þú þarft mikið magn, það eru framleiðslulágmörk í verk- smiðjum og mikið þarf að borga fyrirfram,“ held- ur Sindri áfram. Auglýsingar í lófum landsmanna Aðspurðir hver þeirra helsti styrkleiki sé í verslunarrekstri, segir Sindri að það sé bæði auga fyrir smáatriðum en einna helst markaðs- málin, sem þeir séu ákveðnir frumkvöðlar í hér á landi. „Það má segja að Húrra Reykjavík hafi verið algjör frumkvöðull í markaðssetningu á sam- félagsmiðlum, ég held að það sé óhætt að segja það. Við erum alveg örugglega með stærsta fylgj- endahópinn á Instagram af öllum fataverslunum á Íslandi og sennilega eina stærstu Facebook- síðuna líka. Frá degi eitt hefur það verið okkar markmið að nota samfélagsmiðla til þess að miðla upplýsingum til bæði núverandi og tilvonandi viðskiptavina. Með því gefum við innsýn í rekst- urinn, okkar hugarheim og vörumerkið sem við erum með. Við erum stanslaust að segja frá. Það er breytt landslag í markaðsmálum, sama hvort fólki líkar það betur eða verr. Hvort viljum við vera með auglýsingu í lófanum hjá fólki eða uppi á einhverjum bíóskjá í Laugarásbíói? Fólk horfir á símann sinn þegar það eru auglýsingahlé, ekki á bíóskjáinn. Þetta er ný öld sem við erum að upp- lifa sem hefur orðið til á fáránlegum hraða, bara á nokkrum árum.“ Aðspurðir hvernig hugmyndin um að einblína á samfélagsmiðlana hafi komið til, segir Jón Davíð að sú þróun hafi verið að ryðja sér til rúms erlend- is og að þetta hafi orðið raunhæfur kostur til þess að að koma sér á framfæri. „Það getur hver sem er stofnað Instagram- reikning. Svo snýst þetta um að vera nógu hug- myndaríkur til að finna leiðir til þess að fá fólk til að fylgjast með sér. Þetta hefur gengið vel hjá okkur og við erum komnir með mjög stóran og dyggan fylgjendahóp.“ Sindri bætir við að það endurspeglist í því hve mikil áhersla sé lögð á samfélagsmiðla, að þeir eru með rúmlega eitt stöðugildi sem sinnir ein- ungis því starfi. „Ég held að mörg fyrirtæki flaski á þessu. Það er ekkert mál að stofna Instagram- eða Facebook-reikning, en hvað þú gerir eftir það, er ekki auðvelt. Þetta er mikil vinna sem þarf að sinna á hverjum degi. Endalaust þarf að byggja ofan á það sem þú hefur þegar gert á samfélagsmiðlunum.“ Öðruvísi neyslumynstur kynjanna Þegar talið berst að kvenfataverslun Húrra Reykjavík og hvernig rekstur hennar er með öðru sniði en herrabúðarinnar, segir Jón að þeir standi ekki á gólfinu í þeirri verslun en séu þess í stað með hæft starfsfólk sem sinni rekstrinum. „Við stöndum mikið vaktina í herrabúðinni, en eftir því sem þetta varð umsvifameira, þá er meiri vinna sem á sér stað bak við tjöldin. Þegar við erum ekki í samskiptum við birgja, að sinna fjármálum og starfsmannamálum, þá erum við í búðinni. Á sínum tíma réðum við Andreu Röfn, þekktan bloggara, til þess að opna kvenfatabúð- ina og reka hana sem verslunarstjóri. Svo fann hún ástina og flutti utan og Irena, aðstoðarversl- unarstjóri hennar, tók við. Við erum minna inni í því nákvæmlega hvað er að gerast dags daglega á gólfinu í kvenfatabúðinni en við höfum fengið frá- bærar stelpur til þess að sjá um það.“ Sindri bætir því við að það sé ákveðinn munur á verslununum. „Það er meira tekið frá í dömu- búðinni. Stelpur vilja velta hlutum fyrir sér og kíkja á fleiri staði. Strákar fara hins vegar bara í eina búð og vilja helst bara kaupa af einhverjum einum sérstökum starfsmanni sem þeir þekkja. Þeir vilja hafa sinn gaur. Sölurnar eru einnig fleiri, en smærri í kvennabúðinni á meðan strák- ar kaupa yfirleitt meira í einu. Við seljum meira í herrabúðinni en stelpurnar eru ekki langt undan. Samkeppni á kvennamarkaðnum er mun meiri. Þessar stóru keðjur, HM, Zara, Lindex og hvað sem þetta heitir, eru meiri samkeppni fyrir kven- kyns kúnnann heldur en nokkurn tímann strák- ana. Þeir eru ekki að spá í þetta, heldur finna bara búð sem þeir fíla og fara í hana.“ Vinskapur fram yfir viðskipti Þegar strákarnir eru spurðir út í það hvort þeir fái ekki nóg af hvor öðrum, segja þeir að það komi fyrir en þá kúpli þeir sig út í nokkra daga og komi endurnærðir til baka. „Það hafa komið dagar þar sem okkur lendir saman og menn hafa látið ýmis orð falla. Ég held að það sé gott og heilbrigt. Við höfum það sterka tengingu, alveg aftur í æsku og ég finn að við treystum hvor öðrum það vel að engin orð eða neitt sem við gerum gæti spillt því á nokkurn hátt,“ segir Sindri. „Við vegum hvor annan rosalega vel upp. Við erum góðir í að stappa stálinu hvor í annan og mana hvor annan upp í að láta verða af hlut- unum. Við erum náttúrlega saman á hverjum degi, en mörg okkar bestu augnablik eru þegar við sitjum til dæmis í flugvél saman og engin ut- anaðkomandi truflun er. Þá fáum við lausan tauminn til þess að kasta hugmyndum á milli. Fullt af góðum hugmyndum hefur sprottið upp þar sem gætu orðið að veruleika í náinni fram- tíð,“ segir Jón Davíð að lokum. Morgunblaðið/Valli ip á miðbæ Reykjavíkur ” „Það getur hver sem er stofnað Instagram-reikning. Svo snýst þetta um að vera nógu hugmyndaríkur til að finna leiðir til þess að fá fólk til að fylgjast með sér.“ mörg ár og vorum ágætlega langt komnir í að Gestsson og Brynjar Guðjónsson, komu til m þessar pítsur, Neopolitan pítsur, sem er hin i er vernduð af sérstöku sambandi sem segir svæði, deigið úr ákveðnum hráefnum og hef- m var að einhverju leyti staðnaður,“ heldur meiri skyndibiti og það er amerískur kúltúr í einhverju leyti. Við komum síðan með þessa agar okkar eru algjörir pítsunördar. Þeir elska ma fyrir öðrum tegundum. Þegar við fórum í r einu sinni í viku saman, þá var magnað að sjá ví að við náðum að sprengja bakarofninn heima m hita, því þessar napólsku pítsur eru bakaðar n heima upp í þrjá tíma og náðum honum upp í ar svakalegt augnablik,“ segir Sindri og hlær. hinni fullkomnu pítsu Strigaskór geta verið stöðutákn Aðspurðir hvort það komi þeim á óvart þegar ungdómur landsins tjaldi fyrir utan búðina hjá þeim til þess að komast yfir nýjustu skó úr línu Kanye West og Adidas, segja þeir að það sé ekkert skrýtið. „Þetta er spurning um framboð og eftir- spurn,“ segir Jón Davíð. „Adidas og Kanye hafa búið til frábæra vöru og sinntu góðu markaðsstarfi í kringum það. Þeir halda fram- boðinu mjög takmörkuðu og það er erfitt að eignast þessa skó. Þeir sem ná að kaupa þá út í búð á 20 til 30 þúsund krónur, geta selt þá á 100 þúsund eða meira á endursölumarkaði. Síðan hefur það gerst á undanförnum árum að skór eru að verða eins konar stöðutákn, alveg eins og bílar, húsgögn eða hvað sem er. Það er virði í því að vera í skóm sem enginn getur fengið, það sýnir ákveðna stöðu. Þetta er bara eins og hver önnur söfnun, fólk getur haft áhuga á því að safna úrum eða frímerkj- um á árum áður. Þetta er í raun alveg eins.“ Húrra Reykjavík er viðurkenndur sam- starfsaðili Adidas og Nike hér á landi, sem gerir þeim kleift að selja skótegundir sem framleiddar eru í afar takmörkuðu upplagi. „Já við erum samþykktir á ákveðið stig hjá bæði Adidas og Nike, ásamt fleiri merkjum,“ segir Sindri. „Við sóttumst eftir því frá fyrsta degi. Við þurftum að fylla út mjög ítarlegar skýrslur um okkar hugarheim og heildarhugmynd. Svo sendum við þeim vörumerkjalista, sem er eitt það mikilvægasta fyrir svona verslun eins og okkar. Þú mátt ekki vera með nein slök vöru- merki eða eitthvað sem þykir ekki nógu gott í samanburði við þessar vörur. Þeir setja þess- ar vörur ekki í hendurnar á hverjum sem er. Þetta er einstakt fyrir okkur að búa að þessu. Þetta gerir það að verkum að við getum sóst eftir að komast á enn hærra stig, sem er að gerast núna. Við erum að taka inn vörumerki eins og Heron Preston og Palm Angels, sem margir sem vel þekkja til innan bransans hefðu talið að væri ómögulegt fyrir nokkrum árum á Íslandi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.