Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018FÓLK
SPROTAR
Íslenskt atvinnulíf er tiltölulega
skammt á veg komið með að nýta
möguleika drónatækninnar.
Tryggvi Stefánsson segir að með
drónum megi t.d. skima eftir bil-
unum í orkukerfinu, gera rann-
sóknir á gróðri og lífríki, vakta
urðunarsvæði og mæla nýtingu á
námum.
Tryggvi er stofnandi og fram-
kvæmdastjóri Svarma ehf.: „Við
búum til nákvæm landlíkön sem
geta verið bæði þrívíð líkön og
hæðarlíkön, loftmyndir, hitamynd-
ir og gróðurfarskort, svo eitthvað
sé nefnt. Við notum sérhæfða
dróna til að afla þessara gagna og
samhliða eigin myndum nýtum við
gervitunglamyndir,“ útskýrir
Tryggvi en Svarmi hlaut á síðasta
ári styrk frá Tækniþróunarsjóði.
„Á drónunum erum við að nota
myndavélar sem mynda sýnilegt
ljós, hitamyndavélar, fjölsviðs-
myndavélar og erum núna að taka
í gagnið svokallaðan LIDAR
skanna sem er sá fyrsti á Íslandi.
Okkar hlutverk er að afla
gagnanna, vinna úr þeim, og skila
til viðskiptavina okkar á skýran
og skiljanlegan máta svo þeir geti
tekið betur upplýstar ákvarðanir.“
Fljótari og nákvæmari
Drónatæknin getur komið í stað
þeirra mæliaðferða sem fyrirtæki
hafa reitt sig á til þessa. „Gott dæmi
er uppmæling á námum, til dæmis
þegar meta á efnismagn sem eftir
er eða sem tekið hefur verið. Hing-
að til hefur það verið gert með því
að senda mann á staðinn með GPS-
staf sem hann notar til að mæla til-
tekna punkta og út frá þeim vinna
þrívítt líkan. Áætla má að uppmæl-
ing með dróna taki a.m.k. helmingi
skemmri tíma en hefðbundnar mæl-
ingar en helsti ávinningurinn er
fólginn í margfalt nákvæmara þrí-
víðu landlíkani, með allt að milljón
sinnum fleiri punktum, og þar með
mikið betri gögnum til að vinna
með. Þessu til viðbótar er hægt að
gera ýmsa úrvinnslu á þessum
gögnum svo sem greina í sundur
mismunandi jarðveg eða gróður og
fá þannig nákvæmar tölur á flat-
armáli og rúmmáli en til þess hefur
Svarmi þróað aðferðir með vél-
rænum lærdómi,“ segir Tryggvi.
„Með því að bera saman þau gögn
sem dróninn safnar, hvort sem það
er daglega, vikulega eða mánaðar-
lega, er hægt að sjá af mikilli ná-
kvæmni hvar efni hefur verið tekið
úr námunni, reikna út hversu mikið
hefur verið tekið, og gæta að því að
námavinnslan fari fram á réttu
svæði.“
Tryggvi nefnir húsbyggingar sem
annað dæmi um hvernig nota má
þrívíð líkön sem gerð eru með því
að láta dróna mynda framkvæmda-
svæðið: „Þar er núna farin svipuð
leið við að mæla framvindu verkefn-
isins: starfsmaður sendur af stað
með mæliprik til að finna nokkra
GPS punkta. Með þrívíðu líkani frá
Svarma er hægt að fá mun betri
yfirsýn yfir framkvæmdirnar og t.d.
reikna út hversu mörg prósent af
byggingunni er búið að steypa.“
Kortleggja þara og
skoða lagnir
Hafrannsóknastofnun hefur notað
tækni Svarma til að mæla út-
breiðslu klóþangs í Breiðafirði.
„Stofnunin þarf að gefa ráðgjöf um
nýtingu á þanginu og verður þess
vegna að hafa sem gleggsta mynd
af ástandi þeirra svæða þar sem
þangið er slegið. Um er að ræða
mjög langa strandlengju sem erfitt
er að skoða öðruvísi en úr lofti,“ út-
skýrir Tryggvi. Svarmi fór nýstár-
lega leið við rannsóknina og tvinn-
aði gögnum úr gervitunglamyndum
saman við gögn úr lágflugsmyndum
sem teknar voru með dróna.
„Gervitunglamyndirnar hafa þann
kost að ná yfir stórt svæði en upp-
lausn myndanna er minni. Drón-
arnir taka myndir í mun betri upp-
lausn, en geta ekki með góðu móti
myndað jafn stórt svæði og gervi-
hnöttur. Við notuðum gervigreind-
artækni til að tengja saman upplýs-
ingarnar á háskerpumyndum
drónanna af tilteknum svæðum og
lágskerpumyndum úr gervihnetti af
firðinum til að geta greint af tölu-
verðri nákvæmni hvern myndpunkt
á gervihnattamyndunum og áætlað
útbreiðslu klóþangsins á svæðinu án
þess að þurfa háskerpumynd af öllu
svæðinu.“
HS Orka nýtir líka þjónustu
Svarma og lætur mynda lagnir með
reglulegu millibili. „Þá notum við
hitamyndavélar til að koma auga á
leka í hitaveitu- og gufulögnum og
finna svæði þar sem bilun kann að
vera að koma fram. Dróninn getur
flogið yfir þessi mannvirki á
skömmum tíma og komið hratt og
vel auga á mögulega vandræðastaði,
en hinn valkosturinn væri að láta
starfsmann ganga eftir endilöngum
leiðslunum og gera mælingar með
reglulegu millibili. Gefur auga leið
að mun hagkvæmara er að nota
dróna og hjálpar tæknin orkuveit-
unni að fyrirbyggja kostnaðarsamar
bilanir,“ segir Tryggvi.
Samræmdar reglur
auðvelda útrás
Svarmi stefnir að því að bjóða
upp á sams konar þjónustu erlend-
is, en fyrirtækið hefur þróað og
smíðað eigin dróna samhliða því að
nota tilbúna dróna með mynda-
vélum og mælitækjum. Hefur
Svarmi m.a. þróað dróna sem er að
fullu sjálfvirkur og þarfnast ekki
stjórnanda. „Dróninn getur tekið af
stað, lent, hlaðið rafhlöður og hlaðið
gögnum inn á skýið algjörlega sjálf-
virkt. Með þessu móti má draga
stórlega úr kostnaði við gagnasöfn-
un með drónum og yrði þetta algjör
bylting,“ upplýsir Tryggvi.
Í fyrirhugaðri útrás þarf Svarmi
m.a. að glíma við það vandamál að
reglur um notkun dróna geta verið
breytilegar eftir löndum. „Bæði eru
reglurnar mismunandi á milli landa
og þær breytast ört. Það jákvæða
er að Evrópusambandið vinnur
núna að því að innleiða nýja reglu-
gerð sem samræmir notkun dróna
en leyfir þó áfram að yfirvöld á
hverjum stað fyrir sig setji sér-
reglur.“
Einnig þarf að opna augu sér-
fræðinga og stjórnenda fyrir nota-
gildi drónatækninnar. „Eitt af því
sem við höfum rekið okkur á er að
verkfræðingar, arkitektar og land-
fræðingar eru ekki alltaf áhuga-
samir um að nota drónamælingar í
stað hefðbundinna mæliaðferða og
gagna. Reynslan hefur samt sýnt
okkur að þegar fólk prófar það einu
sinni að nota gögn úr dróna, þá fer
það ekki aftur til baka í gömlu að-
ferðirnar.“
Loks segir Tryggvi að fyrirtæki
eins og Svarmi þurfi að koma við-
skiptavinum í skilning um að best
sé að nota þjónustu sérhæfðra aðila
þegar kemur að drónamyndatöku.
„Margir reikna dæmið þannig að
það geti verið jafngott fyrir fyrir-
tækið eða stofnunina að kaupa ein-
faldlega dróna og annast gagnaöfl-
unina sjálft. En drónamyndataka
kallar á sérhæfingu og þjálfun, og
tækjakaupin eru minnstur hluti af
kostnaðinum. Þá er myndatakan
eitt, og úrvinnsla gagnanna annað.
Um mikil gögn er að ræða og kallar
á öfluga tölvu að vinna úr þeim
ásamt því að mikilvægt er að
þekkja vel til þannig að nákvæmni
og gæði gagna sé eins mikil og
kostur sé. Hjá Svarma höfum við
farið þá leið að þróa framenda-
viðmót, n.k. gagnaskoðara, þar sem
viðskiptavinir geta nálgast gögnin í
vafra og skoðað og unnið með þau
án þess að þurfa á sérhæfðum
tölvubúnaði að halda. Með þessu
móti geta allir skoðað gögnin, ekki
bara sérfræðingarnir í hverju fyr-
irtæki fyrir sig.“
Morgunblaðið/Valli
Svarmi hefur notað gervigreindartækni til að tengja saman upplýsingarnar á háskerpumyndum dróna við lág-
skerpumyndir úr gervihnetti til að geta greint betur hvern myndpunkt. Tryggvi Stefánsson með hluta flotans.
Geta blandað saman gögnum
úr drónum og gervihnöttum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Drónar með radarmælum,
hitaskynjurum og öflugum
myndavélum geta komið í
góðar þarfir í alls kyns at-
vinnurekstri. Svarmi hefur
m.a. þróað dróna sem get-
ur flogið og aflað gagna án
stjórnanda, hlaðið sig sjálf-
ur og sent gögn í skýið.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri