Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 16

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Veitingamarkaður mettur Birna Ósk kaupir í Icelandair Primera hættir öllu í Birmingham ... Sænskar orkustöðvar um land allt Björgólfur og Heiðrún bæta við sig ... Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Matarvagninn The Wingman er einn af fjölmörgum matarvögnum sem hafa sést rúllandi úti um allt land í sumar en slíkum matarvögnum hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. Birgir Rúnar Halldórsson er fram- kvæmdastjóri The Wingman og segir hann reksturinn ganga vel en að ýmsu þurfi að huga. Á meðal verkefna sem the Wingman hefur tekið að sér er tónlistarhátíðin Secret Solstice en þar seldu Birgir og félagar sem dæmi tonn af kjúklingavængjum og frönsk- um. „Við erum að fara inn á markað sem er mjög ungur hérna heima þó að Búllan sé búin að vera lengi í þessu. Við erum eingöngu veisluþjónusta. Við erum ekki með veitingastað líka. En við erum í raun bara nýr veitinga- staður þótt við séum á hjólum. Það er skemmtilegt að gera þetta þannig og þetta opnar ýmsa möguleika. Þá get- ur þú þjónustað í heimahúsum, á fyr- irtækjafögnuðum og á stórhátíðum,“ segir Birgir sem hyggst ásamt við- skiptafélögum skipta vagninum út fyrir bíl á næstunni. Kostnaðurinn nokkrar milljónir „Við erum að skipta til þess að geta verið ennþá hreyfanlegri og vera ekki háðir því að vera með bíl til að draga,“ segir Birgir. Spurður hvort mikið mál sé að koma upp svona vagni segir Birgir það geta verið og að kostn- aðurinn geti hlaupið á nokkrum millj- ónum. Það fari þó eftir stærð vagnins og hversu miklu þurfi að breyta til þess að standast kröfur. „Þetta er mikil pappírsvinna en þú gætir þess vegna fengið þér tveggja hæða strætó og látið fólk sitja á efri hæð- inni.“ Boðið er upp á kjúklingavængi og franskar í the Wingman. Tonn af mat á fjórum dögum Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Matarvagninn the Wing- man skiptir vagninum út fyrir bíl. Hreyfanleikinn býð- ur upp á ýmsa möguleika. Vagninn afgreiddi tonn af kjúklingavængjum og frönskum í tengslum við Secret Solstice. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þær voru ánægjulegar fréttirnarsem bárust nú í vikunni af því að íslenska netverslunin AHA hefði fyrst fyrirtækja í heiminum fengið leyfi til að senda vörur með drónum innan- bæjar. Rök forsvarsmanna fyrir- tækisins fyrir drónafluginu, og út- skýringar, gáfu manni ágæta mynd af því sem búast mætti við hér á landi í þessum efnum, og trú á verkefnið. Ísland er misviðrasamt, og því erekki skrýtið að efasemdarraddir heyrist þegar tal berst að slíkri fram- tíðarmúsík, en eins og sjá mátti á myndbandi frá fyrirtækinu þá er dróninn enginn smásmíði, og ætti að ráða við eitthvert mótlæti í veðri. Fyrirtækið hefur aukinheldur skoðað veðurfar tíu ár aftur í tímann, og telur sig geta sent vörur heim með drónum flesta daga ársins. Netverslun eykst nú hröðumskrefum, og fyrir marga er af- hendingin helsti þröskuldurinn. Verð- ur maður heima þegar sendingin kemur? Er kannski fljótlegra að skjótast bara út í búð? Margir hafa talað um að í framtíðinni verði „þyrlu ( dróna ) pallur“ við hvert hús. Þá má ímynda sér að hægt sé að vera þar með læsta geymslu eða kæli sem dróninn getur látið vörur síga niður í. Með snjallvæðingu, GPS tækni,og sítengingu allra, þá er framtíðin löngu komin að þessu leyti. Þeir sem notað hafa Uber leigubílana erlendis, þekkja hagræðið af sam- tvinnun upplýsingatækninnar og af- hendingar á fólki og vörum. Pakkinn er í loftinu Eftir langt tímabil grósku oguppgangs í veitingarekstri hér á landi virðist sem veislan sé nú senn á enda og jafnvægi að nást sé mark tekið á þeim veit- ingamönnum í Reykjavík sem tjáðu sig í samtali við Morgun- blaðið fyrr í vikunni. Að þessu hlaut að koma eneðlilegt var þegar eftir- spurn jókst ár frá ári, með til- komu sífellt fleiri ferðamanna til landsins, að athafnamenn sæju sér leik á borði, sýndu hugvits- semi og kepptust við að opna nýja staði, til að metta svanga munna. Eins og veitingamennirnir semMorgunblaðið ræddi við sögðu þá virðist nú komið að ákveðinni mettun á markaðnum, sem þýðir að ekki er lengur hægt að bjóða viðskiptavinum upp á hvað sem er. Valdið er nú við- skiptavinarins og veitingamenn þurfa að vanda sig til að lifa af eins og veitingamennirnir orðuðu það. Þar má horfa til alls þess er snýr að veitingasölunni og við- mótinu gagnvart viðskiptavin- inum. Verðlag þarf að vera hóf- legt, maturinn bragðgóður, hráefni gott, upplifunin eftir- minnileg og þjónustan til fyrir- myndar. Þeir veitingastaðir sem ná að framfylgja þessum gullnu reglum lifa af en hinir ekki. Landsmenn hafa notið góðs afauknum ferðamannastraumi og búa nú við meira úrval veit- ingastaða en nokkru sinni fyrr. Við erum orðin góðu vön og von- andi er flóran komin til að vera. Því má ítreka aftur varnaðarorð veitingamannanna frá því fyrr í vikunni um að veitingastaðirnir vandi sig. Jafnvægi náð og nú þarf fólk virkilega að vanda sig Umsóknir um há- skólanám við Há- skólann á Bifröst eru um 25% fleiri en á síð- asta ári. 25% fleiri ný- nemar á Bifröst 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.