Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 13

Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 13SJÓNARHÓLL Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700 BÓKIN Öll vitum við hve mikilvægt það er að hafa góðar vírusvarnir og sterka eldveggi á heimilis- eða vinnutölv- unni. Ef óværa bær- ist í tækið þá væru dýrmæt gögn í húfi og skaðinn gæti hreinlega verið óbætanlegur. Færri leiða hug- ann að því hvort verja þurfi fleiri hluti fyrir vírusum og tölvuárásum. Hlutanetið (e. int- ernet of things) stækkar á ógnar- hraða og er áætlað að á bilinu 20-75 milljarðar raftækja af öllum mögu- legum toga verði nettengd árið 2020. Ef tölvuþrjótar ráðast á þessi tæki geta þeir valdið miklu tjóni. Bandaríski tölvuöryggissérfræð- ingurinn Bruce Schneier, fræðimað- ur við Harvard-háskóla, hefur skrif- að bók um þetta mál: Click Here to Kill Everybody: Security and Survi- val in a Hyper-connected World. Hann bendir á að tæknin sem hlutanetið byggist á verði sífellt ódýrari, en nettengd tæki séu oft ekki vandlega varin gegn árásum. Yfirleitt er ekki hægt að uppfæra hugbúnaðinn sem þau nota og alls ekki snúið fyrir hakk- ara að brjóta sér leið inn í tækin. Og hvað getur gerst ef tölvuþrjótum dettur t.d. í hug að gera árás á allar bif- reiðir tiltekins bíla- framleiðanda? Hvað ef þeir finna leið til að fikta í stillingum net- tengdra insúlíndæla? Raunin er sú að slík- ar árásir gætu ekki bara valdið fyrir- tækjum og atvinnulífi miklu tjóni, heldur hreinlega kostað mannslíf. Schneier segir tímabært að stjórnvöld gefi þessu gaum og að kannski þurfi að gera strangari öryggiskröfur. Hann leggur t.d. til að það gæti verið ráð að láta mennt- aða forritara taka ábyrgð á öryggi forrita rétt eins og arkitektar bera ábyrgð á að byggingar hrynji ekki til grunna. ai@mbl.is Allt er nettengt svo að allt er í hættu Hinn 14. júní 2017 samþykkti Alþingi lög nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu ogjafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Lögin fela það m.a. í sér að fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn muni þurfa skriflega yfirlýsinga vottunaraðila sem veitt er með vott- unarskírteini, að undangenginni úttekt hans á jafnlauna- kerfi fyrirtækis eða stofnunar, um að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85, sbr. 1. gr. c staðalsins. Markmið laganna er að tryggja að konum og körlum sé greidd sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Lagasetning þessi er áhugaverð að ýmsu leyti og vek- ur margar áleitnar lögfræðilegar spurningar sem snúa flestar að því hvort nægjanlega vel hafi verið vandað til verka þegar lögin voru sett. Fyrir það fyrsta fela lögin í sér ákveðið framsal lagasetning- arvalds þar sem þau skilyrði sem jafnlaunakerfi fyrirtækja þurfa að uppfylla koma hvergi fram í lög- um. Þess í stað er vísað í staðal sem útgefinn er af Staðlaráði Íslands en honum er heimilt að breyta eða taka hann til endur- skoðunar af ráðinu. Þar með er Staðalaráði Íslands í raun falið óheflað vald til þess að ákvarða efnisinntak laganna. Tilvísun laganna til staðals frá Staðlaráði Íslands vek- ur jafnframt spurningar varðandi höfundarrétt að staðl- inum enda er hann eign Staðalráðsins. Ekkert er fjallað um þetta í lögunum eða þá hvernig greiðslu fyrir stað- alinn skuli háttað. Almennt er krafist greiðslu fyrir staðla Staðlaráðs Íslands enda um félagasamtök að ræða sem byggja tekjuöflun sína á sölu staðla af þessu tagi. Jafnframt er athyglisvert að löggjafinn skuli mæla fyrir um það að einungis einn staðall frá íslenskum aðila skuli verða nýttur til jafnlaunavottunar þrátt fyrir að fleiri sambærilegir staðlar séu til staðar innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Samkvæmt 4. gr. EES samningsins, sbr. lög nr. 2/1993, er hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs bönnuð á gildissviði samningsins nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans. Er EES ríkjum því óheimilt að setja lög þar sem aðilar frá einu ríki hljóta forgang yfir aðila frá öðrum EES ríkjum. Lögin um jafnlaunavottun öðluðust gildi hinn 1. janúar sl. en krafa er gerð um að stærstu fyrirtækin (sem hafa að jafnaði 250 eða fleiri starfsmenn á ársgrundvelli) hafi öðlast vottun fyrir árslok. Til þess að hafa öðlast vottun þarf fyrirtæki sem sagt að hafa fengið staðfestingu frá vottunaraðila um að jafnlaunakerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur ÍST 85 staðalsins. Hins vegar getur komið upp ákveðinn ómöguleiki í framkvæmd þessa ákvæðis þar sem einungis tveir aðilar hafa hlotið heimild til þess að votta jafnlaunakerfi á grundvelli reglugerðar nr. 365/2017. Fyrir- tæki geta því lent í þeirri stöðu að hafa innleitt jafnlaunakerfi en brjóta lögin samt sem áður um áramótin þar sem þau bíða í röð eftir því að geta fengið úttekt vottunaraðila. Heimilt er að beita þau fyrirtæki sem brjóta gegn ákvæðum laganna dagsektum. Eins og staðan er núna geta fyrirtæki verið í óvissu um það hvort þau eigi það á hættu að þurfa að greiða dagsektir eftir áramót þrátt fyrir að hafa innleitt jafnlaunakerfi. Það væri þó í andstöðu við markmið laganna að beita slíku íþyngjandi úrræði gegn fyrirtækjum sem hafa sótt um vottun frá viðurkenndum aðilum en ekki hlotið hana. Það er hins vegar heimild fyrir ráðherra í ákvæði til bráða- birgða með lögunum til þess að lengja frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast vottun eða staðfestingu um allt að 12 mánuði. Þetta getur ráðherra gert með setningu reglugerðar. Vegna þess flöskuháls sem myndast hefur við úttekt jafnlaunakerfa hlýtur að vera rík ástæða fyrir ráðherra til þess að nýta þessa heimild og koma þar með í veg fyrir frekari réttaróvissu og óþarfar dagsektir. Vanhugsuð jafnlaunavottun LÖGFRÆÐI Ari Guðjónsson, lögmaður og yfirlögfræðingur Icelandair Group ” Lagasetning þessi er áhugaverð að ýmsu leyti og vekur margar áleitnar lögfræðilegar spurningar sem snúa flestar að því hvort nægjanlega vel hafi verið vandað til verka þegar lögin voru sett.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.