Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018FÓLK
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
SPROTAR
Origo Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur fjölgað starfsfólki í hugbún-
aðargerð og stafrænum lausnum. Anna María Þorsteinsdóttir hefur verið
ráðin hugbúnaðarsérfræðingur í stafrænum þjónustulausnum en hún er
með BS gráðu í viðskiptafræði og tölvunarfræði. Unnur Sól Ingimarsdóttir
hefur verið ráðin hugbúnaðarsérfræðingur í stafrænum þjónustulausnum.
Hún er með BSC gráðu í tölvunarfræði. Róbert Marvin Gíslason hefur ver-
ið ráðinn hugbúnaðarsérfræðingur í heilbrigðislausnum en hann er með
BS gráðu í tölvunarfræði. Benedikt Blöndal hefur verið ráðinn hugbún-
aðarsérfræðingur í heilbrigðislausnum en hann hefur lokið BS námi bæði í
tölvunarfræði og stærðfræði. Þá hefur Anna Laufey Stefánsdóttir verið
ráðin hugbúnaðarsérfræðingur í heilbrigðislausnum en hún er með BSC í
tölvunarfræði.
Nýtt starfsfólk í hugbúnaðarlausnum hjá Origo
Anna María, Unnur Sól, Róvert Marvin, Benedikt Blöndal og Anna Laufey.
VISTASKIPTI
Fyrir röskum áratug fengu tveir ung-
ir rafmagnsverkfræðinemar við Há-
skóla Íslands þá hugmynd að smíða
hitaskynjara sem gæti sent upplýs-
ingar í rauntíma nánast hvaðan í
heiminum sem er. Árið 2007 stofnuðu
þeir, ásamt þremur öðrum, félag utan
um hugmyndina og í dag stýra þeir
tæplega 50 manna fyrirtæki með
starfsstöðvar á Íslandi, í Bandaríkj-
unum og á Írlandi.
Fyrirtækið heitir Controlant, og
stofnendurnir Gísli Herjólfsson, Er-
lingur Brynjúlfsson, Trausti Þór-
mundsson, Atli Þór Hannesson og
Stefán Karlsson eru bara rétt að
byrja.
Gísli er framkvæmdastjóri Cont-
rolant og segir hann að í fyrstu hafi
ætlunin verið að þjónusta mat-
vælageirann en síðan hafi komið í ljós
að tæknin sem fyrirtækið hefur þróað
kemur líka í góðar þarfir við flutninga
og geymslu lyfja. „Við höfðum hugsað
okkur að það myndi nýtast sjávar-
útveginum vel að láta skynjara fylgja
sendingum út í heim og geta fylgst
með hitastigi og staðsetningu vör-
unnar í rauntíma, en árið 2009 varð
viðsnúningur hjá fyrirtækinu þegar
svínaflensufaraldurinn ógnaði heims-
byggðinni,“ segir Gísli söguna.
„Sóttvarnalæknir fékk þá ráð-
stafað fjármagni til að kaupa bóluefni
fyrir alla landsmenn og notaði tæki-
færið til að laga vankanta í geymslu
og flutningum bóluefna og lyfja. Það
var Controlant til happs að fá samn-
ing um að vakta allt bóluefni sem
kæmi til landsins. Innan skamms
voru skynjarar okkar komnir í notk-
un hjá öllum heilsugæslustöðvum
landsins og kom í ljós að í um 40% til-
vika var geymslu bóluefnis ábótavant.
Innan tveggja mánaða var búið að
laga þetta vandamál og um leið búið
að opna augu okkar fyrir gagnsemi
Controlant á lyfjamarkaði.“
Gögnin vísa veginn
Controlant notar sérhannaðan
búnað, á stærð við spilastokk, sem
safnar gögnum um staðsetningu og
ástand vörunnar, s.s. hitastig, hvort
pakkningin hafi verið opnuð o.fl., og
sendir jafnóðum yfir í tölvuskýið.
Gísli segir með þessu hægt að fyrir-
byggja tjón enda fá notendur strax
viðvörun ef mælirinn sýnir að ástand
vörunnar sé þannig að hætta sé á
skemmdum. „Við vöktum upplýsing-
arnar og höfum strax samband við
viðskiptavininn eða flutningsaðilann
svo að hann geti gripið inn í ef þess er
kostur,“ útskýrir Gísli og bætir við að
frá því Controlant hóf starfsemi hafi
fyrirtækinu sennilega tekist að af-
stýra skemmdum fyrir hátt í 10 millj-
arða króna.
Þau gögn sem mælitæki Control-
ant safna eru síðan greind í þaula til
að bæta flutninga, bæði til að stytta
flutningstíma og draga úr líkunum á
skemmdum. „Tölurnar gætu t.d. sýnt
okkur að ef vara berst til New York
þá tekur lengri tíma að tollafgreiða
hana en ef varan lendir á rólegri flug-
velli innar í landinu, og gæti þá
kannski munað tveimur dögum á því
hve fljótt má koma vörunni á markað.
Fyrir veitingastaðakeðjuna Chipotle
greinum við ferðir 40.000 flutninga-
bíla á ári sem flytja ferskt hráefni eft-
ir 600 ólíkum flutningaleiðum og
gögnin hjálpa bílstjórunum að spara
ferðatíma og velja hættuminni leiðir
þvert yfir Bandríkin miðað við árs-
tíma. Fyrir verðmætar vörur eins og
lyf er mikilvægt að öruggar flutnings-
leiðir séu valdar sem og réttar um-
búðir. Eitt af því sem gögnin sýna er
mismunandi áhætta á flugvöllum og
höfnum og hjálpar það lyfjafyr-
irtækjum að taka réttar ákvarðanir
um hvaða umbúðir á að nota á mis-
munandi flutningsleiðum og þar með
halda kostnaði í lágmarki án þess að
það bitni á gæðum.“
Eiga mikið inni á
matvæla- og lyfjamarkaði
Í dag myndar þjónusta við lyfja-
markaðinn um 70% af veltu Control-
ant og sér Gísli fram á vaxandi umsvif
á því sviði. Hann segir að miðlun upp-
lýsinga í rauntíma veiti Controlant
forskot á alla samkeppnisaðila og fyr-
irtækinu sé smám saman að takast að
komast á blað hjá stærstu lyfjarisum
– sem eðli málsins samkvæmt geta
verið íhaldssamir þegar kemur að því
að prófa nýjar lausnir. „Við sjáum
fram á að stækka markaðshlutdeild
okkar í lyfjageiranum á komandi ár-
um. Við höfum þegar náð samningi
um að vakta alla flutningskeðjuna hjá
Allergan, einu af stóru lyfjafyrirtækj-
unum, ásamt því að vera með hluta af
flutningskeðju tveggja annarra og við
erum rétt að byrja í matvælaiðnaði
utan Íslands,“ segir Gísli en fyrir
hálfu öðru ári gerði fyrirtækið einnig
risasamning við Chipotle sem selur
mexíkóska rétti úr hágæðahráefni.
„Þeirra vandamál er að flytja þarf
hráefnið ferskt, en ekki frosið, og ger-
ir það flutningskeðjuna erfiða og við-
kvæma fyrir hitaáhrifum. Chipotle sá
að með því að nýta þjónustu okkar
tækist þeim bæði að ná upp gæð-
unum og vernda eigið vörumerki.“
Eftir því sem viðskiptavinunum
fjölgar eykst stærðarhagkvæmni
Controlant og segir Gísli að þegar
fyrirtækinu takist að vakta um 10
milljónir sendinga á ári verði kostn-
aðurinn við þjónustuna orðinn svo
lágur að hún henti nánast í hvaða
flutninga sem er. Næstu tvö ár verð-
ur aðaláherslan lögð á að efla mark-
aðssetningu, skala upp söluhliðina og
viðhalda tæknilegu forskoti. „Eftir
4-5 ár gæti það jafnvel þótt sjálfsagð-
ur hlutur að senda mælitæki frá okk-
ur með venjulegum pakkasendingum
til að geta fylgst betur með ástandi og
staðsetningu böggulsins.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gísli segir að með meiri stærðarhagkvæmni gæti það farið að verða sjálfsagður hlutur að senda mælitæki Control-
ant með venjulegum pakkasendingum. Controlant hyggst auka markaðshlutdeild sína á lyfjamarkaði á næstu árum.
Hafa afstýrt
skemmdum fyr-
ir 10 milljarða
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Starfsemi Controlant vex ört og fyrirtækið þjónustar m.a.
lyfjarisann Allergan og skyndibitakeðjuna Chipotle.
Tæknilausnir fyrirtækisins skapa mikið forskot og munu
komandi ár snúast um skölun og markaðssetningu.