Þróttur - 16.06.1918, Blaðsíða 6
28
Þróttur
á Bessastöðum til undirbúningsnáms
nndir slcóla. Meðal þeirra var maður,
sem eg vil ekki nefna með nafni, en
er nú embættismaður og orðlagður
kraftamaður. Hann var þá um 18 ára,
og leizt Grími svo á hann, að hann
mundi vera flestum fremri um afl, og
langaði til að reyna hann einhvern
tíma. Eitt sinn har svo við, að þeir
eru að ganga niður við tjörnina, Grím-
ur og pilturinn. Þar er lending Bessa-
staðabóndans og þangað höfðu nýlega
verið fluttar vörur sjóveg. Þar átti
Grímur skúr eða skemmukofa. Þegar
þeir komu að kofanum, liggur þar úti
tunna, ekki all-stór, og gekk eitthvert
grá-hvítt dust út milli stafanna. Slíkar
tunnur voru þá nýlega farnar að flytj-
ast. Grímur segir þá við piltinn með
mestu hægð: »Viltu nú ekki gera svo
vel, góði minn, að láta ni/ö/hálftunn-
una þá arna inn í skemmuna; eg
held, að nú ætli að fara að rigna«.
Pilturinn ætlar að gera þetta umyrða-
laust, og þrífur til tunnunnar. Er hún
þá þyngri en hann hyggur, svo að
hann fær varla loftað henni. Bennur
hann þá á tunnuna aftur, vegur hana
upp og vippar henni inn í skemmuna,
en segir að lokinni aflrauninni: »Þetta
er andsk. ekki mjöh. »Nei, það er lík-
lega semenh, mælti Grimur og glotti.
Jafnframt sögunum um aíl manna
hefir alþ}Tða ótal sögur að segja af
seiglu manna og þrautseigju, manna,
sem þó eru ekki nema meðalmenn að
burðum. Þannig var eitt sinn Borg-
firðingur eystra að taka út í veizluna
sína á Seyðisfirði. Það var að vorlagi,
snjóa var að leysa og færðin fremur
vond á fjöllunum. Lagði hann þá af
stað með 12 fjórðunga bagga á bak-
inu. Það er nú í sjálfu sér engin sér-
leg mannraun, að hera 12 fjórðunga
hagga (120 pd.) stuttan veg, en að bera
það í illri færð frá Seyðisfirði norður
í Borgarfjörð, yfir tvo erfiða Ijallgarða!
— Enda var maðurinn 14 klukku-
stundir á leiðinni. Hann kom þó til
Borgarfjarðar morguninn eftir með
allan veizlukostinn, en blár var hann
og marinn undan brennivínskútunum
í bagganum, og þótt hann gifti sig eins
og til stóð, um daginn, var hann með
veikum bui’ðum og lá nokkra daga
á eftir. Maðurinn, sem sagði mér sög-
una, bætti því við, að svo mikið vildi
hann ekki vinna til nokkurrar stúlku
undir sólunni, að bera 12 fjórðunga
bagga þennan veg í sömu færð; enda
hefði hann vafalaust látið það ógert.
í bókmentunum eru þessir menn,.
hvorirtveggju, kraftamenn og seiglu-
menn, ekkert fágætir. Allir kannasí
við lj'singu Jóns Thoroddsens á Bjarna
á Leiti í »Manni og konu«, og af sama
tagi eru frægðarsögurnar, sem Grasa-
Gudda segir af Ingimundi sínum í
»Skugga-Sveini«, þótt ekki nefni eg
fleira.
Eg er nú ekki á þvi, að íslendingar
séu yfirleitt meiri kraftamenn en aðr-
ar þjóðir, og ekki tel eg heldur lík-
legt, að íslenzkir afburðamenn mundir
ekki bitta fljótt jafningja sína meðal!
annara þjóða, en gaman væri það þö,
ef það sýndi sig við athuganir, að vér
ættum fleira af slíkum mönnum að
tiltölu en aðrir. En þótt ekki væri nú
svo vel, væri mikill fengur í því, eins
og áður er bent á, að safna þessum
sögum og halda þeim á lofti, og það
befi eg grun um, að Islendingar sigri
llesta aðra í þrautseigju.
G. M.
Sjötugsafmæli átti séra Sig. Gunnars*-
son frv. prófastur og alþm. þ. 25 maí
s. 1. Hann var einn allra merkasti í-
þróttamaður á sinni líð. — Það var
hann sem glímdi við séra Lárus heit-
inn Halldórsson, — fyrir Kristján kon-
ung IX, — á Þingvöllum 1874.
J