Þróttur - 16.06.1918, Blaðsíða 16

Þróttur - 16.06.1918, Blaðsíða 16
38 Þ R Ó T T U R ltúraið. Á löngum gönguförum má alt af búast við að verða að liggja úti, og til þess er auðvitað tjaldið haft með. Þá er sjálfsagl af hafa hlýtt og þægilegt rúm, en þó sem léltast. Vanalega er það sve/npoki og þykk og hlý tvöföld uV.ar- ábreiða. Svefnpokarnir fást vanalega til- búnir, en þó má búa þá til sjálfur eða láta búa til fyrir sig. í sjálfu sér er oft nóg, sérstaklega ef 2 eða fleiri eru sam- an, að hafa hæfilega stórt vatnsþétt stykki úr þéttum striga til að breiða á gólfið, og vefja síðan ábreiðunni vel um sig. í höfðalagið má nota peysuna, hand- klæði, sokka o. þ. h., ef ekki er annað betra. Nesli. Þó að ekki sé farið í langar göngur, er gott að hafa með sér nesti, því að lystin er góð, og svo er það líka eitthvað ferðalegra. En ef stutt er farið, þarf ekki að hugsa mikið fyrir því, nokkrar sneiðar af smurðu brauði og annað, sem hver og einn getur fengið heima hjá sér. Ávextir, ferskir eða í dósum, eru Ijómandi góðir á göngum, hressandi og svalandi, en dálítið fyrir- ferðarmiklir, ef mikið þarf að bera. Sé aftur um lengri ferðir að ræða, sérstak- lega ef bæirnir eru ekki altaf við hend- ina, fer að verða betra að vera vel nesl- aður og geta búið sér til mat. Þá þarf að velja mat, sem hetir sem mest og bezt næringargildi í hlutfalli við þyngd- ina, til að spara burðinn, og er fljótlegt og sem fyrirhafnarminst að búa til, og þá þarf a. m. k. einhver í ferðinni að kunna að búa til nokkra algenga rétti, sjóða súpur og grauta, steikja, baka pönnukökur — og eggjaköku!, liita te og kaffi o. íl. Loks eru nauðsynleg lil alls þessa ýmiskonar Mataráhöld. Fyrsi og fremst þarf að geta eldað, og þar sem skógurinn er enginn, eins og víðast er hér á landi, er það oft dálitið erfitt. Oft er hægt að tína saman þurran mosa, sprek o. þ. li., eða hrossatað, en gott er þó, og oft nauðsynlegt, að liafa með sér olíu eða suðuvökva til að brenna með. Bezt er auðvitað, ef hægt er, að hafa með sér gott suðuáhald. Helztu önnur áhöld eru þá pottur, t. d. lítill skaftpottur, panna, af líkri stærð og potturinn að ofan, diskur og bolli. Öll þessi áhöld þurfa helst að vera úr stáli eða aluminium. Þá þarf nokkrar könnur eða krúsir, helzt með skrúfuðu loki, undir smjör og feiti, mjólk, salt o. fl., og smápoka undir mjölvörur. Loks skeið, galfal og hníf — beittan og slerkan hníf, sem nóg verður við að gera. Ef vel væri, þyrfti matreiðslubókin að koma næst; en nú mun nóg komið að sinni, enda efast eg eigi um að fleslir finni svo góðar heimildir um þau efni, að eigi þurfi að orðlengja um það hér. Teó. íþróttafréttir. Aðalfundur í. S. í. var haldinn hér 28. apríl s. 1. Stjórnin skýrði frá starf- semi sinni síðastliðið ár. í sjóði var um 800 krónur og »Sjóður styrktarfélaga í. S. í. var 455 kr. 83 aurar. Það merkasta er fram kom á fund- inum var, að skotið var inn í »Ákvæði um A/reksmerki í. S. í. undir II. flokk, fimleikum; og að tveimur iþróttagrein- um — hjólreiðum og skátaæfmgum — var bætt við 10. gr. laga í. S. í. Svo nú eru íþróttagreinar þær sem sam- bandið hefir með höndum 18 talsins. Stjórnin var endurkosin nema í stað Jóns Ásbjörnssonar (er baðst undan endurkosningu) var kosinn Hallgr. Bene- diktsson. Fundurinn var hinn fjörugasti þó tiltölulega fáir fulltrúar værn mæltir. Yíðavangshlaup IþróttafélagsRvíkur, fór fram eins og til stóð fyrsta sumar- dag s. 1. Kept var í tveimur sveitum og

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.