Þróttur - 16.06.1918, Blaðsíða 7

Þróttur - 16.06.1918, Blaðsíða 7
Þróttur 29 Áhrif íþrótta á líkamann. (Eftir Dr. med. K. Secher). ----- (Frh.). Urgangur verður við allan bruna, svo er því og farið með brunann í lík- at«a mannsins, þar er helzti úrgangur- inn — lofttegund sú, er nefnist kol- sýra. Kolsýrurúmtakið er líkaminn send- ir frá sér, fer eftir erfiðinu er hann ^rýgir; það stígur mjög með auknu staríi. Er þetta hlutfall vel þekt með dýrunum t. d. meðal skorkvikinda. Mæli hiaður þá kolsýru, er býflugur anda frá sér í búrunum kemur það í ijós, að hún eykst 27 sinnum er hópurinn er í önnum frá því, sem hún var er hópur- inn var iðjulaus. Á manninum er hlut- fallið þannig að hann andar frá sér, þá er hann er iðjulaus 30 met (gr.) af kolsýru a hverri klukkustund, en við verk 130 ®iet á jafnlönguin tima. Kolsýran hefir Vaxið um hundrað met (gr.) (Þess skal °g látið liér getið að menn hafa þózt hnna kolsýru vöxt við eingöngu andlegt starf, t. d. hugarreikning, og telja að það stafi af auknu starfi heilafrumlanna). — Sá er byrjar á líkamsæfingum, mun hrátt verða þess var, að það eru ekki vöðvarnir, sem fyrst bila, eins og hann kannske hefði búist við; en það mun brált birlast, að hann verður andstuttur °g móður og honurn finst að hann fái ekki nægilegt loft. Þar næst kemur vöðvaþreytan. Liturn nú á af hverju þetta slafar. Eg heii nýlega drepið á, að aukið vöðvastarf væri því valdandi að kol- sýran ykist, og þar sem lienni er and- að gegn um lungun reynir nú meira á þau, en áður. í hvert sinni og líffærið skilm- sig við lítið af kolsýru minkar öndunarþörfin, en öfugt er kolsýran eykst, þá öndum vér djrpra og er það fil varnar því, að kolsýra safnist fyrir í hftærinu. Að heilbrigður nraður verður rnóður af erfiðinu, stafar þá af því að hann er ekki fær um að anda frá sér nægilegri kolsýru og mæði hans er mælir þess hve erfið honum veitist áreynslan. Vér öndum frá oss kolsýrunni, sem áður er sagt gegn um lungun. Þau eru úr smáblöðrum er raðast kringunr kerfi af heilum pípum, en greinar þess renna saman í gildari pípur er enda að síð- ustu i barkanum. Flötur allra þessara blaðra er mjög stór. Menn telja flöt yfir- borð líkamans 15000 skorir2 (cm2), þarm- anna 20000 skorir2 (cm2), en lungn- anna 400000 skorir2 (cm2). Líkaminn Iosnar nú á þann lrátt við kolsýruna að blóðið er streymir gegnum vöðvana tekur þar í sig kolsýruna og flyst nú með því til lungnanna og út í háræðar lungnablaðanna. Hér losnar blóðið við hana en drekkur í sig súr- efni, sem er nauðsynlegt fyrir brunann. Súrefnið hefir komist rneð andardrætt- inum niður í lungun, sem hluti af and- rúmsloftinu, er myndast af V6 hluta súr- efnis, svo litlu af kolsýru og vatnsguf- urn, og auk þess af lofttegund er nefn- ist köfnunarefni (nál. andrúmslofts- ins). Undir venjulegum kringumstæðum nolum vér ekki lungun eins og lrægt væri. Vér getum verið án nrikils lrluta þeirra, t. d. 1 lungnabólgu er mikill hluti þeirra ófær til að starfa og verður sjúklingurinn sjaldnast fyrir þær sakir andstultur. Það má jafnvel með þvi að dæla lofti inn í annan lungnapokann þrýsta lunganu satnan og með þvi móti teppa það algerlega, án þess að sjúkl- ingnum standi nokkur óþægindi af. En ef líkaminn þarf nú að losna við nreiri kolsýru og lungun geta ekki orðið við þeim kröfum hans, safnast hún fyrir í líkamanum. Maðurinn verður þá and- stuttur og þreyttur og nú verður það eitt af allra þýðingarmestu ætlunarverk- urn þjálfsins að skapa nrátt í líkamann svo að hann bregðist ekki þessurn kröfum. Það rná verða á þrennan hátt.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.