Þróttur - 16.06.1918, Blaðsíða 14
36
PRÓTT U R
ina. Coubei tin sn 'rist svo vel við mála-
leitun Sigurjóns að hann baað honum
á fund alþjóðanefndarinnar og hét hon-
um fylgi sínu, en óskaði þess jafnframt,
að við sýndum honum sérstaklega glím-
una, svo að hann gæti dæmt uin iþrótta-
gildi Lannar og að hve miklu leiti lnín
verðskuldaði að verða alþjóðleg iþrótt. —
Nú var sá mikli dagur upprunninn, —
6. júlí —, er konungur Svía, átti að
selja Ólympíu-leikana og allar þjóðir
er þátt lækju í þeim, áttu að ganga
fram hver undir sínu merki eða natn-
skjöldi og í íþróttabúningum sínum.
Við vorum í góðu skapi, því við viss-
um, að alt var vel í garðinn búið hjá
okkur, nafnskjöldurinn tilbúinn og prent-
að var í dagskrána, (þar sem talin voru
upp öll lönd er þátt tækju í leikunum).
ísland var ncðan Danmerkur, eins og
t. d. Finnland neðan Rússlands. — Við
vorum því mættir altilbúnir út á Öster-
malms Idrotlsplats, kl. 10,30 um morg-
uninn, til þess að ganga þar undir merki
okkar, sem hinar þjóðirnar, inn á leik-
vanginn (Stadion).
En þá vitum við eigi fyrri til, en við
fáum bréftega tilkynningu frá form.
dönsku nefndarinnar, Fritz Hansen, þar
sem liarn skýrir okkur frá, að við eig-
um að ganga í miðjum flokki Dana.
Okkur ugði eigi, að hann leyfði sér
að hafa nein frekari afskifti af okkur,
með því að sænska framkvæmdarnefnd-
iii hafði hér öll völd. Sigurjón, er varð
nú til svars, eyddi eigi mörgum orðum
við Frilz Hansen, heldur snéri sér þeg-
ar til sænsku nefndarinnar (náðum þó
eigi í alla nefndarmennina), og krafðist
þess, að við fengjum að koma þannig
fram, sem loforð og samningar stæðu
til, og dagskráin bæri með sér, en þeir
kváðust ekki vilja leggja vináttu Dana
í sölurnar, út af slíkum smámunum.
Við uröum steini lostnir, en sáum að
hér var ekkert við að gera, úr því að
sænska nefndin gekk algerlega á bak
orða sinna, fyrir tilmæli Fr. H. Þetta
átti auðsjáanlega að vera hefndin fyrir
það, að hann (Fr. H.) varð áður að
beygja sig fyrir réttmætri kröfu vorri.
Við samþyktum auðvitað í einu liljóði,
að ganga ekki frarn með slíkum skil-
yrðum, og merki vort lá eitt eftir á
vellinum. —
Kl. 1,30 síðd. átti Jón Halldórsson
að keppa í 100 stikna hlaupi, og okkur
var því næsta heitt innanbrjósts. Við
gerðum okkur að vísu ekki háar vonir,
með því að við vissum á hve skömmum
tíma ýmsir þáttlakendur höfðu runnið
það skeið, en við treystum því, að ís-
lendingurinn yrði ekki á miðri leið er
hinir hefðu runnið skeiðið á enda. —
Rað var liept í 17 flokkum (heats) og
skyldu 5 keppendur vera í hverjum
flokki, og 2 þeir fyrstu af þeim, fá að
keppa aftur. Jón lenti í ílokki með bezta
svíanum og bezta Austurríkismanninum.
Reir runnu, sem við mátti búast, lítið
eitt fram úr honum, en liann hljóp
gullfallega á stað og hélt lengi á móts
við þá, en hann virtist aðallega skorta
þol til þess, að halda hörðustu skerp-
unni, enda var ofsa hiti. Það málti því
furðu sæta, að jafn óæfður maður sem
Jón, skyldi slanda nokkrum þessara
manna á sporði, en liann varð þó 3.
af 4 er keptu í lians flokki. Óhælt er
þó að fullyrða, að aldrei hefir jafnóæfð-
ur hlaupari verið sendur fyr á Ólympíu-
Ieikana; jafn fjölment land og Danmörk,
gat t. d. eigi sent einn einasta mann.
Þann 7. júlí var eigi síður áríðandi
fyrir orðslír fslendinga, því nú átti Sig-
urjón að glíma i fyrsta sinn. Við vor-
um bæði æstir og kvíðandi, ekki síst
vegna þess að hiti var afskapjegur og
Sigurjón var kallaður fram eða merki
hans, »D. l.« dregið upp, er heilast var
dagsins, kl. 3,40. Hjarlað tók að berj-
ast nokkuð ótt í brjóstum okkar félaga
lians, við kviðum því ef Sigurjón yrði
nú óheppinn, því mest var undir því