Breiðfirðingur - 01.04.1990, Síða 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
Annan merkan hugvitsmann þýskan hefi ég líka talað við
um vélina þína. Hann lét í ljósi ánægju sína yfir því, að
ísland skyldi eiga annan eins hugvitsmann og þig. - Þjóð-
verji þessi hefir fundið upp ýmsar vélar, þar á meðal eina til
að lýsa upp stórhýsi nokkur, þar sem umferðin um göturnar
er alla jafna mest, og notar hann umferðina til þess að fá það
afl, er knýr vélina áfram. Þetta er nokkuð svipað hugmynd
og róðrarvélin þín, nema hvað hans vél er mun einfaldari en
þín.“
Bréf þetta var birt í blaðinu ísafold 15. maí 1901, og því
fylgdi eftirfarandi hugleiðingar:
„Þessar umsagnir manna er óyggjandi vit hafa á alls konar
vélum, ættu að vera nægar til þess að sanna, að hugmynd
Guðbrands sé á viti byggð og gefa góðar vonir um, að hún
með tímanum komi að fullum notum og ætti jafnframt að
vera næg hvöt fyrir þing og þjóð til að styrkja Guðbrand,
sem er bláfátækur, til að koma henni áfram til fullnustu.
Þrátt fyrir fátækt sína og aðra örðugleika er Guðbrandur nú
að smíða vélina, en hefir til þessa, mjög lítið fé, því fé það,
sem sveitungar hans og fleiri góðir menn skutu saman til
fyrirtækisins í fyrra eyddust að mestu til að smíða sýnishorn
(model) og sömuleiðis 50 kr., er honum voru veittar úr
sýslusjóði. - Það er vonandi, að þjóðin láti ekki hugmynd
þessa, sem landið getur með tímanum haft algerlega
ómetanlegan hagnað af, verða að engu og stranda á fjár-
skorti mannsins. íslenska þjóðin hefir ekki efni á slíku,
enda enn þá ekki of miklar hinar verklegu framfarir
hennar.“
VI.
Alkunna er, að Tryggvi Gunnarsson bankastjóri var mikill
hvatamaður að framkvæmdum í þágu íslensks atvinnulífs,
ekki síst sjávarútvegs. Það var því ekki að ástæðulausu, að
Guðbrandur kynnti honum hugmynd sína um róðrarvélina.
Farið hafa bréf á milli þeirra í því sambandi veturinn 1900,
en þau eru ekki varðveitt, aftur á móti tvö bréf Guðbrands