Breiðfirðingur - 01.04.1990, Page 93
Jón Sigurðsson
B ernskuminning
Ein af fyrstu bernskuminningum mínum er frá árinu 1928.
Ég var þá á fimmta ári. Það ár flutti fjölskylda mín búferlum
og nýtt og framandi umhverfi birtist mér, gjörólíkt því sem
ég áður þekkti.
Foreldrar mínir, Magnúsína Guðrún Björnsdóttir og Sig-
urður Einarsson, höfðu þá verið leiguliðar í 15 ár á þremur
jörðum á Skógarströnd, síðast tvö ár í Litla-Langadal á
hálfri jörðinni, en þá var þar tvíbýli. Pau höfðu nú fest kaup
á eyjabýlinu Gvendareyjum, sem liggur skammt frá landi
framundan jörðinni Straumi á Skógarströnd.
Nú var runnin upp sú stund, er Litli-Langidalur skyldi
kvaddur og haldið á nýjar slóðir. Jón Bergmann Jónsson
frændi minn frá Bjarmalandi í Hörðudal og kona hans,
Kristín Guðmundsdóttir, höfðu keypt Litla-Langadalinn
(hálflenduna) og voru komin með búslóð og hóp af börnum
daginn áður en við fórum. Það hlýtur því að hafa verið
þröngt í baðstofunni þessa síðustu nótt okkar í Litla-
Langadal, þótt það hafi ekki fest mér í minni.
Ferðaveðrið var hið ákjósanlegasta. Búslóðin var komin
til sjávar og um morguninn höfðu eldri systur mínar lagt af
stað gangandi og rekið kýrnar.
Upp úr hádeginu lögðu svo foreldrar mínir af stað á
hestum og reiddu okkur tvö yngstu systkinin. Ég sat sæll og
ánægður í fangi föður míns, en mamma reiddi yngstu systur
mína, sem þá var tveggja ára. Þannig var haldið sem leið
liggur til sjávar, um 8 km leið.
Gerður var stuttur stans á Straumi, en þar bjuggu þá