Breiðfirðingur - 01.04.1990, Page 97
Ingiberg J. Hannesson
Stykkishólmsprestar
Úr erindi á 100 ára afmæli
Stykkishólmskirkju 21. október 1979
í tilefni af aldarafmæli Stykkishólmskirkju sem var vígð 19.
október 1879 vil ég nú fara nokkrum orðum um þá trúu
kirkjunnar þjóna, sem hafa þjónað að þessari kirkju síðustu
hundrað ár og aðeins segja stuttlega frá hverjum og einum.
Mér telst svo til, að á þessu tímabili hafi þjónað hér aðeins
7 prestar - og er þá núverandi sóknarprestur meðtalinn.
Miða ég þá við fasta þjónustu, því ýmsir nágrannaprestar
hafa trúlega gripið inn í með stuttri þjónustu, þegar á hefur
þurft að halda. Sýnir þetta Ijóslega, að gott hefur verið að
starfa með Snæfellingum og menn hafa unað því vel að eiga
heimili hér í Stykkishólmi.
Pessi kirkja, sem í dag á 100 ára vígsluafmæli, var byggð
á prestskapartíð sr. Eiríks Kúld, en hann fékk Helgafell 9.
janúar árið 1860 og hélt til æviloka. Sr. Eiríkur var sonur sr.
Ólafs Sívertsen í Flatey og konu hans Jóhönnu Eyjólfsdóttur
prests á Eyri í Skutulsfirði.
Var hann fyrst aðstoðarprestur föður síns í Flatey í 11 ár,
en eftir að hann fékk Helgafellsprestakall, bjó hann fyrst á
Þingvöllum, en fluttist síðar í Stykkishólm. Hann var pró-
fastur í Snæfellsnesprófastsdæmi í 18 ár og þingmaður Snæ-
fellinga og Barðstrendinga í yfir 20 ár.
Var hann orðlagt ljúfmenni og einstaklega elskulegur
maður, kurteis í framkomu og dagfarsprúður. Hann var og
vasklegur maður, lipur og málsnjall, vel lærður og hinn bezti
kennari og aðfaramaður í hvívetna.