Breiðfirðingur - 01.04.1990, Page 129
FERÐ TIL REYKJAVÍKUR
127
hér að framan. Ég gerði nú samt mitt ýtrasta í þeirri von að
mér yrði skotið yfir Bjarnardalsá, ef ég drægist ekki aftur úr,
en þeir riðu greitt því klárarnir voru sporléttir, enda ólúnir.
Ég vissi að ekki myndu slíkir stórhöfðingjar láta það tefja
för sína að bíða eftir sveinstaula, sem ekki lét meira yfir sér
en að fara gangandi með poka á baki eins og vermenn höfðu
gert um aldir.
Þegar að Bjarnardalsá kom reyndist hún ekki árennileg.
Háar íshrannir höfðu hlaðist upp meðfram ánni svo illt var
að komast að henni. Svo beljaði hún fram straumhörð og all-
vatnsmikil því hrannirnar þrengdu mjög að henni. Það varð
því nokkur töf við að leita að heppilegasta vaðinu og kanna
allar aðstæður. Síðan var lagt útí á traustustu vatnahest-
unum og reyndist hún á miðjar síður. Ég beið rólegur og
hafðist ekki að, en þegar allt var loks komið yfir nema ég
einn er stóð á íshrönninni sáu þeir aumur á mér og sóttu
mig. Mig minnir það væri Jón í Dalsmynni en það gerði,
enda manna líklegastur til þess. Hann var lipurmenni og
greiðvikinn og nutu Dalamenn oft góðs af því. Ég lagði svo
inn Bjarnardal og yfir Bröttubrekku. Gekk ferðin vel þó
sumstaðar væri þungt fyrir fæti vegna aurbleytu, en feginn
var ég að njóta dálítillar hvíldar og ágætra veitinga á Breiða-
bólsstað eftir fimm tíma göngu. Þaðan fór ég hresstur og
endurnærður eftir nokkra viðdvöl og þægilegar og fróðlegar
samræður við Jón bónda um ástand og horfur í héraðinu
eftir þennan mesta frostavetur, sem komið hefur á þessari
öld.
Ég hafði hugsað mér að halda heim um kvöldið og gekk
um í Skörðum, því ég ætlaði að stytta mér leið og ganga þar
yfir hálsinn, enda var ég ekki vanur að sneiða þar hjá garði.
Þar var ég strax leiddur til baðstofu og dregin af mér vos-
klæði, því auðvitað hafði ég vaðið bæði ár og læki á leiðinni.
Húsráðendur sögðu að ekki kæmi til mála að ég héldi Iengra,
þetta væri orðin alveg nóg dagleið í slíku færi. Dagur væri að
kvöldi kominn og af því ég fann að þetta var af velvilja og
heilindum mælt, samþykkti ég tillöguna, enda hvíldinni