Breiðfirðingur - 01.04.1990, Page 131
Jón Samsonarson
Frá breiðfirskum skemmtunar-
mönnum á liðinni öld
fátt eitt
Hannes hét maður og var Hannesson einn í hópi reikunar-
manna horfinnar aldar sem ekki festu rætur, en kusu sér eða
fengu förumannshlutskipti og áttu venjulega skamma við-
dvöl þar sem staðar var numið hverju sinni og oft óvísan
næturstað. Hannes var bóndasonur frá Kringlu í Miðdölum
í Dalasýslu, fæddur 9. júlí 1809 og lést 20. apríl 1894 og
hefur vitnisburð prestsins á Sauðafelli séra Jakobs Guð-
mundssonar 1879, að hann sé „síglaður, ráðvandur, umtals-
frómur, greindur, hinn fráasti maður að hlaupa, harðsterk-
ur, glímumaður hinn bezti“.' Hannes hafði kenningarnafn af
vexti og var kallaður Hannes stutti. Svo er sagt að hann ætti
jafnan heimilisfang einhvers staðar í Dölum, en sjaldan væri
það að hann héldi kyrru fyrir nema um hásláttinn. Þá gekk
hann að slætti og þótti sláttumaður með afbrigðum. í annan
tíma ferðaðist Hannes um í Dölum og nærsveitum og heim-
sótti bændur og höfðingja sem voru kallaðir. Hann fór um
ríðandi með hest í taumi. Trússhesturinn bar skjóðu og belg
með föggum hans og því litla sem honum áskotnaðist hjá
greiðugu fólki. Beininga baðst Hannes ekki, en þáði það
sem að honum var rétt.1 2
1. Jón Guðnason, Dalamenn I, bls. 242.
2. Theodora Thoroddsen, Ritsafn, 1960, bls. 236-237.