Breiðfirðingur - 01.04.1990, Page 142
140
BREIÐFIRÐINGUR
staddur á Saurum. Hann fór til dyra og sagði komumönnum
sem satt var að nú hittist svo á að Jóhann væri ekki heima.
„Það er helvítis lygi“, á Þorvarður að hafa sagt, „hann þorir
bara ekki að koma út.“ „Hvað er að heyra?“ mælti Hannes,
„ætli hann þyrði ekki að mæta tveimur Þorvörðum.“ Segir
þá sagan að Þorvarður yrði byrstur við. Hannes beið ekki
boðanna, en greip eldsnöggt í hálsmál Þorvarðar þar sem
hann stóð á bæjarhellunni og laut út yfir hlaðforina, svo að
litlu mátti muna að Leikskálabóndinn félli ekki í aurinn. Þá
kallar Hannes til Kristjáns frá Þorbergsstöðum: „Hirðið þér
hann nú, Kristján, eða ég slæ hann á yðar ábyrgð!“ Kristján
skakkaði leikinn og kom Þorvarði undan. Á Saurum var
ekki meira gert að sinni, og riðu hreppstjórar til búa sinna,
en Jóhann bóndi kom heim og frétti af viðureign Þorvarðar
og Hannesar. Hann gerði skop úr öllu saman og orti
skemmtibrag sem barst út og er prentaður hér á eftir til sýnis
um gamanmál fyrri tíma í strjálbýlisamfélaginu fyrir vestan,
þótt ekki sé ýkja miklum skáldskap fyrir að fara. Bragurinn
er prentaður eftir handriti Kristjáns Jóhannssonar, bls. 19-
20, en hann var sonur höfundar. Heiti kvæðisins vantar í
handrit Kristjáns, en er tekið eftir uppskrift Margrétar Krist-
jánsdóttur á Bugðustöðum í Hörðudal, sonardóttur
Jóhanns. Kvæðið er á þessa leið í handriti Kristjáns (Þó er
fellt úr eitt vafasamt erindi sem ekki er í uppskrift Margrét-
ar):
Þorvarðarbragur
Æfði glanninn óhróður,
er þar Hannes nærstaddur,
náði ei sanna níðlestur,
nauðugan tók Þorvarður.