Breiðfirðingur - 01.04.1990, Page 145
BREIÐFIRSKIR SKEMMTUNARMENN
143
Ég hef margan langan lagt
Það er almælt að Hannes miklaðist af kveðskap, sem fáir eða
engir mátu við hann, en miklu síður eða ekki af líkamlegum
fræknleik og íþróttum sem margir töldu honum til gildis.6 Þó
má trúa því að Hannesi hafi hugnast illa viðurnefnið stutti.
Að því Iýtur sögusögn þess efnis að Hannes kom að Staðar-
felli og hitti valdsmanninn sem sagði að Hannes stutti væri
kominn. Það heyrði Hannes og lét þéringar niður falla, sem
ella var vandlega gætt, en kvað án tafar:
Slíku gefa ætti ei akt,
eg þó búið hefi svar,
ég hef margan langan lagt,
lagsi minn, á nasirnar.
Sögu og vísu hef ég eftir Margréti Kristjánsdóttur á Bugðu-
stöðum í Hörðudal, og frá henni eru tildrögin að Þorvarðar-
brag hér að framan.
í grein Ólínu Andrésdóttur, Áttaviltir fuglar, í Eimreiðinni
1926 á bls. 249 er vísan með öðru móti, enda önnur tildrög.
Ólína segir svo frá að Hannes kæmi að Hvítadal í Saur-
bæjarhreppi og hafði farið Sælingsdalsheiði úr Hvamms-
sveit. Þá lá vegurinn á heiðinni á einum stað ofan við háan
foss sem Sáafoss heitir, segir Ólína, og var gatan þar svo tæp
að tveir menn gátu naumast riðið hana samhliða. Var því
siður að annar biði meðan hinn reið vegarspotta þennan.
Sagðist Hannesi svo frá að þegar hann kom að tæpu götunni
á heiðinni sá hann mann koma ríðandi á móti sér vestan að.
Kenndi þegar hver annan. Maðurinn var Kristján Tómasson
hreppstjóri á Þorbergsstöðum í Dölum. Hann kallaði til
6. Ingunn Jónsdóttir hefur aðra sögu að segja í þætti sínum um Hannes
sem vísað var til hér að framan (bls. 131). Að hennar sögn átti Hannes það
til að miklast af afli og líkamlegri snerpu.