Breiðfirðingur - 01.09.1998, Page 9
Formáli
Fljótlega eftir að ég fór að starfa í ritnefnd Breiðfirðings árið 1981 sá
ég að erfitt var að hafa yfirlit um allt efni ritsins og sjá hverjir höfðu
skrifað í það frá upphafi, því að heildarefnisyfirlit yfir alla árganga
vantaði tilfinnanlega. Fyrsti árgangur Breiðfirðings kom út 1942, en
hann er nú elsta héraðatímarit á Islandi. Af þeirri ástæðu einni var
brýn þörf á slíku efnisyfirliti.
Mér varð þó strax ljóst, að efnið væri of mikið til að þetta yrði
hægt að vinna svo lag væri á í hjáverkum. A árunum 1973 til 1992
var ég lengst af stundakennari í íslenskri bókfræði í bókasafns- og
upplýsingafræði við Félagsvísindadeild Háskóla Islands. Þar auglýsti
ég eftir stúdent sem vildi taka að sér að gera efnisskrá yfir Breiðfirð-
ing sem prófverkefni. Samdist svo um að Bára Stefánsdóttir tók þetta
að sér sem B.A. verkefni, sem hún lauk í maí 1993. Verkefnið náði
yfir árgangana 1942 til 1978. Til að gefa hugmynd um stærðina má
nefna að í prófverkefni Báru voru alls 506 færslur. Síðar jók Bára við
því sem á vantaði og var sérlega snögg og velvirk á lokasprettinum
og án dugnaðar hennar nú í sumar hefði útgáfan dregist enn meir.
Núna kemur efnisskráin loks út og nær yfir fyrstu 55 árgangana.
Ófært þótti mér annað en að gera einhverja grein fyrir höfundum
efnis og reyndist höfundatalið tafsamt í gerð. Þótt margir höfundar
séu alkunnir eru ýmsir sem vart hafa annað látið eftir sig á prenti en
það sem birtist í Breiðfirðingi. Gekk því mjög misjafnlega að finna
um hverja var að ræða. Tvímælis orkar einnig hvernig menn skulu
einkenndir og ekki er hægt að gera það svo öllum líki. Vonast ég þó
til að hafa engan móðgað alvarlega. Getið var um fæðingarár allra og
einnig dánarár þeirra sem látnir voru. Verður skráin því fljótt úrelt um
það efni og má sem dæmi nefna, að meðan skráin var í prentun kom
frétt um lát Sigvalda Þorsteinssonar lögfræðings, sem hjálpaði við að
hafa upp á ýmsum lítt þekktum höfundum. Ýmsir fleiri lögðu lið við
þá leit og skal þeim öllum þakkað, þótt aðrir verði ekki nafngreindir.
Einnig var reynt að finna höfunda að óhöfundargreindu efni og nöfn
þeirra, sem skrifuðu undir dulnefni. Eðlilega reyndist ekki hægt að
kollheimta og væri mér kært ef þeir sem telja sig geta bætt einhverju
við hefðu samband við mig.
Nú ætti að verða auðveldara en áður að sjá hverjir hafa skrifað í