Stjarnan - 01.12.1919, Page 4
100
STJARNAN.
stöðum í eyði. Bygð allrai1 jarðarinnar
muncli liafa verið jafnþétt.
í áformi Guðs, mundi hinn ákveðni
fjöldi hafa hugarfar Krists — Guðs
mynd — “Guð gerði manninn beinan”
(Pred. 7:29.) og það hefði ekki verið
nema eðlilegt, að hann sýndi samskonar
hugarfar og skapari sinn. Lunderni
Krists, heilagt hugarfar, er það eina
sem er nokkurs virði í guðs augum.
þegnar hans skyldu “vera heilagir og
flekklausir fyrir hans augliti”; og þess
vegna hefir hann “af elsku, fyrirhugað’
eða veitt þeim “eftir velþóknun síns
vilja, barnarétt hjá sér, fyrir Jesúm
Krist.” Ef. 1:4,5.
þeir sem hafa þetta hugarfar, koma
inn undir hans áform. Engir, sem
ekki hafa lunderni Krists, eiga hlut-
deild í áformi Guðs. paö getur stund-
um litið svo út, eins og menn, sem ekki
hafa þetta hugarfar, séu með og Guð
leyfir þeim oft og tíðum að fara nokkuð
langt; en þeir eru fyrir utan hans áform
og þar eð þeir eru fyrir utan Guð, munu
þeir undir lok líða, einungis 'til þess að
gera þetta áform ennþá veglegra.
Hugarfar Krists verður ákveðið við
að reyna það og prófa. Kristilegt hugar-
far myndast ekki á annan hátt. þegar
maðurinn kom frá hendi skaparans, var
hann réttlátur. Hefði hann haldið áfram
á hinni konunglegu braut trúarinnar,
mundi hann hafa þroskast og sýnt hið
skínandí hugarfar Krists í hinu eilífa
áformi Guðs, því að “á réttlætisins götu
er lífið og á lögðum vegi er enginn
dauði.” Orðskv. 12:28. Öll nöfn þessa
hugarfars á hinum ákveðna fjölda voru
rituð hjá Guði, áður en grundvöllur
heimsins var lagður. Opinb. 13 :8; 1 í :8.
það er fyrir þennan f jölda, að Guð skap
aði þessi jörð og þegar hann leit yfir
hana, eftir að hafa fulkomnað alt, sá
hann að það var “harla gott”.
Hérna plantaði hann aldingarð, sem
hefði átt að vera mannkyninu til fyrir-
myndar á öllum komandi öldum. “Og
Guð Drottinn lét upp vaxa af jörðinni
allra handa tré, sem fögur voru að sjá,
og girnilegt var að eta af, og lífsins tré
í miðjum aldingarðinum, og skilnings-
tré góðs og ills.” 1. Mós. 2:9.
En það var eitt, sem Guð bannaði
manninnum og hafði hann góða ástæðu
til að gera það; því það var mannin-
um til góðs og blessunar. Maðurinn verð
ur fyrir trúna að lava, af Guði,
hvað gott sé og hvað illt, en -ekki með
því að reyna sjálfur hvað illt er. Við
að læra í trú á þann hátt, mundi maður-
inn hafa þroskað sterkt og óséi’plægt
hugarfar, sem mundi hafa orðið líkt
hugai’fari Guðs.
Sögusagnir um þennan tíma.
Um þennan dýrðlega tíma, um þessa
liðnu gullöld, fjalla sögusagnir margra
þjóða og skrælingjaflokka. þessar sögu-
sagnir eru rangsnúnar frásagnir af
hinni sönnu biblíusögu.
Freistarinn kom.
Inn í hinn syndlausa aldingarð, þar
sem hinn unaðsfagri fuglasöngu.r hl jóm-
aði og sætleiksilmurinn frá hinum'
skrautlegu blómum, streymdi út um allt
þar sem hin saklausu Guðs böm lifðu í
sælu, kom freistarinn, “hin fagra morg-
unstjarna”, se-m í sjálfselsku sinni hafði
gert uppreist á móti Guði. Hann kom til
að afvegleiða og eyðileggja. Hann freist
aði vorra fyrstu foreldra með löngun
og lyst í þann mat, sem Gu.ð bannaði
þeim að eta; hann freistaði þeirra með
sjálfstrausti og sjálfstilbeiðslu, með of-
dirfsku og vantrú til að syndga móti
Guði.
Guð hafði sagt: “Á hverjum (þeim)
degi, sem þú etur af -því, skalt þú vissu-
lega deyja.” 1. Mós. 2:17. Djöfulinn