Stjarnan - 01.12.1919, Page 30

Stjarnan - 01.12.1919, Page 30
126 STJARNAN. forseti komn þessi brjóstgæði, sem oft og tíðum líktust hugsýki, ætíð í ljós “Hann skammaðist sín ekki fyrir að rugga vöggunni, eða sækja vatn eða við, til þessað hlífa hinum þreyttu arm- leggjum einhverrar konu..’’ Einn góðan veðurdág í maímánuði í 1863. lieimsótti hann herbúðaspítala. Hann hafði talað uppörfunar- og hugg- unarorð til hinna særðu. Að lokum kom hann til drengs, sem Iieima átti í Vermont fylkinu. Ilann var aðeins 16 ára gamall, —en særður til ólífis! For- setinn tók. í hönd hins deyjandi drengs og lagði báðar hinar fölu og þunnu hendur hans milli sinna og sagði við hann: “Hvað get eg nú gjört fyrir þig drengur minn ? ’ ’ Hinn ungi hermaður leit framan í hinn göfuga forseta og sagði: “Viltu ekki gjöra svo vel að skrifa mörnmu fyrir mig?” “það vil eg” svaraði forsetinn. Tlann útvegaði sér svo ritföng, og tók sér sæti hjá beddanum og ritaði eftir fyrirskip- un drengsins. Bréfið var mjög langt, en ekki lét hann bera á neinni óþolin- mæði, Og þegar hann var búinn að ljúka bréfinu, stóð hann upp og sagði: “Eg ætla að senda það með næsta pósti undir eins og eg kem á skrifstofuna aft- ur. Nú, er það nokkuð annað, sem eg get gjört fyrir þig?” Drengurinn leit bænaraugum til for- setans. “Viltu ekki vera lijá mér,” sagði hann. “Mig langar að halda í hönd þér.” Lincoln skildi undireins hvað dreng- urinn meinti. Hann gat ómögulega neitað honum um þetta. Svo hann sett- ist niður aftur hjá drengnum, og tók hina mögru hönd hans. Tvo klukku- tíma sat forsetinn þarna eins og hann hefði verið faðir drengsins. pegar and- látið kom spenti hann greipar yfir brjóstið og yfirgaf spítalann meðan tár- instreymdu ofan vangana. FRÉTTIR 1 júnímánuði þetta ár, gáfu Bandarík in út fleiri smápeninga en þau hafa nokkru sinni áðui' gert á einum mánuði, síðan ríkin voru stofnsett. þau gáfu sem sé út 98,161,000 peningastykki. 91,364.00 stykki voru kopar cents, 6,427- 000 fimm centa stykki og 370,000 voru tíu centa stykki. Ameríkumenn eru farnir að senda kol til Norðurálfunnar. Ekki færri eni 25 skipsfarmar (kringum 150,000 smá- lestir) :voru skipaðir upp í Rotterdam á Hollandi. þaðan verða kolin send á börðum upp eftir Rínarfljótiiiu. Er verðið $30.00 smálestin. Samk.væmt skýrslu Dr. R.S. Copeland forseta heilbrigðisnefndarinnar í New Yiork, notar sú borg meii'a morfín og ópíum en nokkur önnur borg í heimin- um. Árið sem leið voru flutt inn 467,- 000 pund af hráu ópíum. Ekki færri en 300 manns hafa farist í Alpafjöllunum síðan vopnahléð var undirskrifað. það er eitt merkilegt ein- kenni þessarar aldar, að menn geta ekki skemt séi' nema með því að stofna lífi sínu í hættu á einn eðá annan hátt. Á stórri auglýsingu, sem er fest upp yfir rústunum í Ypres í Belgíu, er fólk- ið beðið um að snei’ta ekki grjótið eða neitt írústunum, því að staðurinn er heilagur. Belgiumenn hafa sem sé í hyggju, að láta hina niðurbrotnu skóla, kirkjur og heimili standa í því ástandi, sem þau eru í, sem eilífan vitnisburð um hina hræðilegxx menningu óvinanna.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.