Stjarnan - 01.12.1919, Page 26
122
STJARNAN.
minn qg eg vorum að lesa, heyrðist veik
rödd fyrir utan; hún líktist rödd Vil-
hjálms.
E’g iþorði ekki að tala, en maðurinn
minn leit alvöruaugum til mín og sagði:
“Heyrðir þii nokkuð?” Eg svaraði, að
eg héldi að einihver væri að kalla. Eg
fór þá og opnaði hurðina og þar fyrir
utan lá Vilhjálmur eins og hann væri
dauður.
“Mamnia”, sagði hann, “lofaðu mér
að koma inn fyrir!”
“Aumingja drengurinn min ”, hróp-
aði eg og lagði hendurnar um háls hon-
um. “þú hefðir aldrei átt að fara að
heiman. Komdu inn fyrir og vertu vel-
kóminn.” Hann reyndi að komast á
fætur, en hann var svo máttlaus, að eg
varð að hjálpa honum. Ilann sagði:
“Farðu ekki með mig inn í stofuna,
heldur inn í eldhúsið. Mér er svo kalt,
að eg held eg deyji. ”
“Já, elsku drengurinn minn”, sagði
eg, “nú ætla eg að búa um þig, svo þér
verður heitt, og svo muntu innan
skamms ná þér aftur. ”
“Mamma”, sagði harin, “eg vildi
vera þér innilega þakklátm.;, ef iþú vild-
ir gefa mér brauð og' mjólk, eins og’
þegar eg var barn. ”
“pú skalt fá alt sem þig langar í”,
sagði eg. “En vertu nú ekki hryggur;
komdu með upp á herbergið og farðu
svo að hátta.”
Hann reyndi að standa upp, en hann
seig niður í stólinn aftur. Eg kallaði á
föður hans. þegar faðir hans sá hann
í þessu ástandi, gat hann ekki tára bund
ist. Hann bar liinn auma dreng upp á
herbergið og lagði hann á rúmið, sem
hann ætíð hafði sofið í meðan hann var
heima.
Eftir ofurlitla stund opnaði hann aug
un og leit lengi á föður sinn og mátti
lesa bæði sorg og angist í augum hans.
þar næst sagði hann: ‘‘Pabbi, eg dey;
vínið hefir drepið mig.”
Ilinn sterki maður kraup á kné fyrir
framan rúmið hans Vilhjálms. Mikil al-
vara hvíldi yfir andliti hans, og svo fór
hrollur gegnuni hann og hann fór að
gráta einsog barn. Sú hugsun steig upp
í huga hans: “það er ef til vill mér að
kenna að dauðinn kemur nú og tekur
drenginn minn.”
Dauðastríðið var á enda. Eins og
myndastytta stóð faðirinn og leit á lík
sonarins. þar næst snéri haann sér að
mér og sagði: “Eg vil aldrei sjá vín á
mínu lieimili framar. Guð fyrirgefi okk-
ur þessa synd. ”
Séra Charles Garret
--------o---------
“Hinn lítilmótlegasti og fátækasti af
lærisveinum Jesú, getur verið öðrurn til
blessunar. Vera má að menn sjái ekki
sjálfir, að þeir komi neinu góðu til leið-
ar, en þeir geta komið bylgjum blessun-
arinnar af stað með áhrifum sínurn, er
þeir þekkja eigi sjálfir, og þessar bylgj-
ur verða æ stærri og víðtækari; en sú
blessun, sem af 'þessu leiðir, verður ef
till vill aldrei augljós fyr en á hinum
mikla og síðasta reikningsskapardegi.
þeir vita ekki, að þeir eru mikið afreks-
verk að vinna. þess er eigi krafist af
þeim, að þeir þreyti sig á því að vera
áhyggjufullir um arðinn af starfi sínu,
þeir eiga aðeins að starfa í kyrþey og
með trúmensku að því verki, sem for-
sjón Guðs hefir fengið þeim; þá lifa
þeir ekki til ónýtis. Mynd Krists í sál-
um þeirra mun ná meiri og meiri þroska
þeir eru samverkamenn Guðs í þessu lífi
og með því verða þeir undirbúnir æðra
starf og óblandna gleði hins komandi
lífs.”