Stjarnan - 01.04.1920, Blaðsíða 4
52
STJARNAN
KLUKKUTÍMAR HAPA VERIÐ
FÆRÐIR INN I SÖGU HEIMSINS.
En vér höfum meira en þetta. Ilerra
W. Miaunders, F. R- S. A. frá hinum
konunglega stjörnuturni í Greeii'wieh,
sýnir í ágætri fræðigrein, sem birtist
fyrir nokkru, ekki einungis staðinn, þar
sem Jósúa hlýtur að hafa staðið á þein*
tíma, heldur og mánaðardaginn og á
hvaða tíma dagsins þessi fyrirburður
átti sér sfaö.
Orðatiltækið í Jósúabók 1:14, að
“enginn dagur hefir þessum degi líkur
verið, hvorki fyr né síðar, ” er þess
vegna nákvæmlega rétt, iþví lað stærð-
fræðislega er ekki pláss í veraldarsög-
unni fyrir annan eins langan dag. Pró-
fessor Totten fullyrðir, að “hvorki fyr
né síðar....... hefir verið mánaðar-
dagur, sem mun verða í aamræmi hinar
samanburðarlegu stöðvar sólarinnar,
tungisins Oig jarðarinnar eins og skýrsla
liinnar heilögu bókar gefur itil kynna-”
En jafnvel þetta. er ekki alt. pað
stendur skrifað í Jósúabók 10:13, “þá
staðnæmdist sólin á miðjum himni og
hraðaði sér eigi að ganga undir nær því
heilan dag.”.
Nú sýnir prófessor Totten fram á 1
útreikningum sínum, að hinn langi dag-
ur í Jósúabók, var ekki fullir tuttugu
og fjórir klukkutiímar, heldur tuttugu
og þrír og einn þriðjungs klukkutími —
er þetta í undraverðu samræmi við orð-
in : “nær því heilan dag.” En hinn fullr
dagur, sem stjörnufræðin heimtar reikn
ingsskil fyrir, er settur saman á þann
hátt, að á dögum Hiskia (Esekia) færð-
ist skugginn á sólvísi Akasar aftur um
tíu stig eða fjörutíu mínútur (2 kon-
ung- 20:11) ■— einmitt það, sem upp á
mínútu vantaði til þess að fylla tutt-
ugu og fjóra klukkutíma!
par næst, eftir langan og vandaðan
sttijörnufræðislegan útreikning, scgir
hann, að þetta atriði “gefi lykilinn að
öllu hinu hebrezka tímabili ...... og
komi heim við hvert einasta ártal í
biblíunni niður til fæðingardags Heber’.
Og aftur: “Afleiðing þessarar rann-
sóknar er það grundvallaratriði, að
þrátti fyrir alt vort gutl um tímareikn-
inginn, er það staðfest, að mannkynið
hefir aldrei tapað sjödagaröðinni í vik-
unni og að hvíldardagurinn á þessum
síðustu tímum kemur til vor frá Adam,
gegnum flóðið, fram hjá hinum lang’a
degi Jósúa og sólvísi Akasar og fir gröf
frelsarans án þess að hafa nokkru
sinni fallið úr röð sinni! Enginn dag-
ur er týndur; á engu tímabili vantar
dag; öll tímabil hafa sama dagaJtal, og
öll eru þau samtaka í vitnisburðum, sem
hvorki fyndni manna né djöfla geta
raskað! ’ ’
Eins og vér þegar höfum séð, er þessi
undraverði latburður ekki einungis stað
festur með stjörnufræðislegum útreikn-
ingum ‘Og sannaður með veraldarsög-
unni og það frá sjö stjálfstæðum heim-
ildarritum.
Flestir vita að hin þrjú mestu tíma-
reikningarlönd heimsins voru Grikk-
land, Egyftaland og Kínia, og hvert af
þessum löndum út. af fyrir sig hefir
skýrslu um langan dag.
Heródótus. “faðir sagnfræðinnar, ”
sem lifði um 480 f- Kr. og var af grísku
bergi brotinn, segir oss, að egypskir
hafi sýnt honum skýrslu um liangan
dag; og hinar kínversku sögur 'tala um
langan dag á ríkisárum Yeo keisara,
sem var samtíðarmaður Jósúa:.
Nú ekki alls fyrir löngu fann adm-
iráll Palmer, mcðan hann var Mexi-
ko, að Mexikomenn höfðu skýrslu um