Stjarnan - 01.04.1920, Blaðsíða 14
62
STJARNAN
mönnum sem grýttu hann. Og trúin
veitti öllum sönnum píslarvottum á
hinu dimma tímabili niiðaldanna kraft
til að gjöra hið sam,a.
Trúin hjálpaði sumum til að geta þol-
að þá hörðu raun að verða sagaðir í
sundur. Heb. 11:17. Fyrir trnnia höfðu
þeir sigrað heiminn og þar af leiðandi
hataJði hann þá og rak þá út í óbygðir,
þar sem þeir héldu til í hellum og gjót-
um. Hlýðni við hinn seinastia viðvör-
unarboðskap mun aftur egna hinn van-
trúaða heim til reiði. Ilin ofsóttu Guðs
börn munu leita sér hælis í fjöllunum,
og harmiabogirnar munu vera vígi
iþeirra, brauðið mun verða fært þeim og
vatnið handa þeim skal ekki þverra. Es.
33:16.
Látum oss spyrja sjálfa oss'þessar
hjartarannsakandi spurningar: Ilefir
trú mín sigrað heiminn? Er hún nógu
sterk til að yfirbuga risia vonzkunnar,
sem eru að berjast til að ná yfirráðum
yfir vígi sálar minnar? “J)ví holdið
girnist gegn andanum, og andinn gegn
holdinu’ ’ Gal. 5:17. Annað hvort verð-
ur að sigra. Hvort mun verða sigur-
vegarinn? Nú er enginn tími til að leika
sér við efasemdirnar. Vér drepum
þegar fótmn vorum í Jordaniarfljótið/
sem iíú er rétt komið að því að flæða
upp á bakkana. Er trú vor að aukiast
hlutfallslega við vatnavöxtinn ?
Fréttir
í Iowa lét fylkisstjómin lækna skoða,
vikta og mæla börnin í ýmsum héruð-
um. í Wapella County var hvert ein-
asta barn — 2189 alls — viktað og mælt
Afleiðingin var sii, að í þessari frjósömu
og blómlegu bygð, voru 407 börn, sem
hvorki viktu'ðu né mældu það, er heil-
brigð börn á þeirra reki eiga að mæla
og vikta. — í einni blómlegri bygð voru
aðeins fimm af 137 börnum, sem náðu
markinu -í þyngd og hæð. þetta .stafaði
ekki af því, að börnin hefðu ekki feng-
ið nóg að borða, heldur af því að þau
höfðu ekki fengið þau efni, sem lík-
aminn þarf með til að dafna og þrosk-
ast.
petta dæmi er því miður ekki ein-
stakt. Ástand þetta er alment orðið,
bæði í Bandaiíkjunum og Canada.
þegar maður ferðast um þetta góð-a
land, um hinar blómlegu sveitir, þar
_sem velmegnun og framför koma al-stað
ar í ljós, þar sem menn hefðu getað lif-
að á hinni hollustu fæðu, sem mundi
framléiða hina hraustustu kynslóð,
bæði t.il sálar og líkama, mæta manni
undirnæruð börn, sem aldrei munu ná
fullum þroska. Hver er orsökin? — Jú,
óholl fæða, þar sem hin flestu nauð-
synlegustu næringarefni vantar alger-
lega ií. Menn í þessum löndum borða
stundum það, ,sem skrælingj.arnir ekki
mundu vilja snerta. Og svo halda þeir
að “p.atent’’-meðul geti bætt úr þess-
um næringarskorti. Nci, það er úr mat-
arpottinum og brauðpönnunni sem með-
alið verður að koma.
Konur hafa fengið atkvæðisrétt í eft-
irfylgjandi 1-öndum: í Nýja Sjálandi,
1893; í Ástialíu, 1902; á Finnla-ndi,1906
í Norvegi 1907; á íslandi 1913; í D.an-
mörku, 1915; á Kússlandi 1917; í Can-
ada, Austurríki, Englandi, þýzkalandi,
Ungverjalandi, írlandi, Pólliandi, Skot-
landi, Hollandi og Svíþjóð, 1919.
Fleiri en þúsund manns hafa þegar
iátið lífið í stjórnarbyltingunni á þýzk-
alandi.