Stjarnan - 01.04.1920, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.04.1920, Blaðsíða 16
OM Tímaspegillinn pó að friður sé saminn, er stríð- ið ekki að öllu leyti búið enn. Að barist er á Rússlandi, Póilandi, Síberíu, Tyrklandi, Armeníu, Kúrdestan, Afganistan og Ind- l.andi vita allir, sem fylgjast með. En síðan stríðdð rénaði í Norður- álfunni komu sumir stjórnmála- menn með þá tillögu, að mynda allshejar þjóðasamband. Var Wil- son, forseti Bandaríkjanna, aðal- maðurinn í þessari hreyfingu. það eru 28 sv.okölluð kristin ríki, sem vilja vera með og mynda þetta samband. 17 af þessum ríkjum eru kaþólsk og 11 fylgja mótmælenda- stefnunni. Svo það er þegar aug- ljóst hverjir munu hafa töglin og hagldirnar. Árið sem leið sendu hinar sam- einuðu mótmælenda kirkjur í Vesturheimi fulltrúa á frið.arþing- ið til þess ialðí geta haft áhrif á þingmennina og tala mál kirkj- unnar. Samtímis sendi þjóðar-siðabóta- félagið í Bandaríkjunum ýmsa menn til Norðurálfunnar í þeim til gangi að koma því til leið.ar að kristindómurinn yrði viðurkend- ur ,í igrundvallarlögum þessa alls- herjar þjóðasambands, þrátt fyrir þ.að að fleiri þjóðir,. sem ivilja fá inngöngu í þetta samband, telja sig ekki kristnar. Núna fyrir skömmu var haldinn mikill fundur til þes að vekja at- hygli .allra þjó'ðia. fyrir, hve nauð- synlegt það muni vera að mynda þetta allsherjar þjóðasamhand. Einn fulltrúinn frá Sviss taldi það nauðsynlegt að páfinn gerðist með limur þess,a þjóðasambands. þeg- ar honum var sagt, að “páfastóll- inn myndaði ekkert veraldlegt ríki, og af þeirri ástæðu gæti ekki fengið inngöngu í þjóðas,amband- ið,” svaráði hann: “Ef stjómmála mennirriir hafa í hyggju að þetta þjóðasamband lifi og dafni þá ættu þeir ekki að svifta það hinum stærsta siðferðislega krafti í heim- inum. ” þetta mál var svo rætt til lykta og samþykt var, “að það væri að óska og vona að páfastóll- inn yrði meðlimur þjóðasambands- ins. ’ ’ Allar þessar hreyfingar ganga út á það áð sameina ríkið og kirkj una eins og það var áður fyrri, og er enn í sumum löndum Norð- urálfunnar. þesskonar samband leiðir sí o.g æ til ofsókna. Öll ver- aldarsagan ber vitni um þáð. Og þegar bæði kaþólskir og mótmæl- endur vinna í félagi að því að því að þesskonar sambönd verði mynduð, mun vafalaust ekki verða langt að bíða þangað til að ríkið og kirkjan rétti hvort öðru hend- ina. Hver afleiðingin ,af þesskonar samsteypum mun verða, finnum vér í 13. kapitula Opinberunarbók. þar er “dýrið”, sem táknar hið kirkjulega v,ald, er drotnaði yfir heiminum í mörg hundruð ár og ofsótti hina heilögu hins hæsta. þegar þetta dýr var sivift drotn- unarivaldi sínu, segir spádómur- inn að því v.ar veitt “banasár”. En þetta banasár varð heilt og líkneski eða mynd af þessu dýri kom fram. Og þetta líkneski mun reyna að þvinga menn til að taka “merki”, sem Gu'ði ekki viður- kennir, heldur sendir hann mönn- unum hinar alvarlegustu viðvar- anir, sem til eru í allri ritningunni móti því að taka þetta merki. það er mjög sennilegt að næsta sporið til að uppfylla seinni part þessa spádóms verði .innreið páf- ,ans og fulltrúa frá öðrum kirkju- deildum í stjóm allsherjar þjóða- sambandsins. Ilvað sem öðru líð- ur, þá vitum vér að spádómurinn mun rætast á sínum tíma. Hvaða þýðing þetta mun hafa getum vér séð af samskonar samsteypu í for- tíðinni. ►<o

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.