Stjarnan - 01.09.1920, Page 10

Stjarnan - 01.09.1920, Page 10
138 STJARNAN NlUNDI KAPITULI............. Skipstjórinn um daglínuna. “Þetta er samkoma séra Spauldings,’’ sagSi skipstjórinn, “erí með leyfi hans ætla eg að gjöra fáeinar athugasemdir viðvíkjandi daglínunni.” 'ViiS aS heyra þessi orS, b rosti séra Spaulding augnablik og auSsjáanlega hikaði hann sér við að samþykkja þetta. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum á þessari samkomu, og þar að auki varð hann nú að gefa skipstjóranum það eft- ir, án þess að hafa unnið neitt á öllu þessu. Þegar skipstjórinn stóð upp til að tala, datt honum í hug að gefa öllum sem þess óskuðu leyfi til þess að beina að honum spurningum, ef það skyldi vera nokkuð í því er hann sagði, sem ekki væri vel skiljanlegt. Hann kom þess vegna sjálfur með þessa tillögu, og var hún samþykt í einu hljóði: “Látið mig fyrst,” byrjaði hann, “áð- ur en nokkur kemur með spurningar, segja fáein orð: Þetta viðvíkjandi dag- línunni er mjög skiljanlegt, já, það er svo auðskilið,, að eg hefi stundum út- skýrt það fyrir börnum, svo að þau hafa skilið það. Fjarri fer því, að þessi dag- lína hafi nokkurn rugling í för með sér eða tímatap eða óreglu i niðurröðun vikudaganna. Hún er einmitt til þess að koma í veg fyrir þess konar óreglu. Hún er svo að segja hinn mikli heims- stillir, sem gjörir það að verkum, að allar þjóðir hafa sama dagatal.” “Meinið þér þar með að segja, herra skipstjóri, að það að jörðin er kringlótt, gjöri engan mun á þessu?” spurði trú- boðsstúlka frá Ohio. “Einmitt. Það hefir ekkert að segja,

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.