Stjarnan - 01.06.1922, Qupperneq 4
84
STJARNAN
eftir fræSslu viðvíkjandi hvíldardags-
spursmálinu. 'ÞaS lítur nú út sem andi
Drottins starfi í hjörtum manna á hæl-
um vorum eins og aldrei áöur. Er þaö
ekki einnig vottur haustregnsins ?
Fyrir nokkrum vikum kom prestur
nokkur til Glendale heilsuhælisins, frá
stórri og áhrifamikilli kirkju, og var
lagöur inn á spítalann undir alvarlegan
uppskurö. A8 undanförnu haföi hann
barist mikið á móti kenningu vorri í
vanþekking sinni, en haföi nú í fleiri
mánuöi staöiö andspænis dauðanum og
var mjög niðurbeygöur í anda og vilj-
ugur til aö láta leiöa sig sem litið barn.
Eg hitti hann skömmu eftir komu
hans. Hann var nokkra daga í aðal-
byggingunni áður en hann var lagður á
spítalann. Hann kom til guðsþjónust-
unnar og tók hjartanlegan þátt í söngn-
um og öllum athöfnum. Hjarta hans
virtist vera gljúpt og sála hans þrá
fífsins vatn í ríkari mæli. Eg hvgg aö
þessi ástæöa hafi veriö fyrir því, að
Guð i vizku sinni leiddi hann á fund
vorn.
Eg varð þess áskynja, aö hann trúöi
algerlega öllum meginreglum hins ga.mla
siðbætandi kristindóms. Þaö var trygð
hans við þessi mikilvægu sannleiksatr-
íöi, sem valdiö hafði honum erfiðleika
þeirra, er fylgdu honum í þjónustu-
starfinu í hans eigin kirkju. Hin hærri
•“'kritík” var tekin að flæða yfir, og
hann gerði sér það ljóst, að efi hann
fengi kenningu sína færöa i búning ný-
tízkuhugsjónanna, mundu bræður hans
ekki geta orðiö honum sammála. Þetta
varð þó til að styrkja hann enn þá meir
í ákvörðun sinni i þvi að reynast Kristi
trúr og standa á grundvelli Guös orða,
og fulltreysta Guöi til aö greiða götu
Eans.
Hin eðlilega afleiöing varð sú, að
honum var úthlutað afkastið, þegar bú-
iö var að fullnægja öllum hinum. Hvers
kyns gatnaldags kirkja eða verk var á-
litið hæfilegt honum. Sorgir þær og
erfiðleikar þeir, er fjölskylda hans varð
þar af leiðandi að mæta, lögðu konu
hans í gröfina fyrir tímann. Börnin
neituðu eðlilega að fara i kirkju, þar
sem þau, alin upp við kenningu föður
sins, gátu ekki sætt sig viö hið andlega
skurm, sem rétt var að fólkinu undir
nafni kristindómsins.
Eftir að hann kom á hælið, virtist
hann drekka í sig blessaðan sannleik-
ann eins og njarðarvöttur drekkur vatn-
iö í sig, og sála hans gæöa sér á honum.
Ásjóna hans ljómaði og augu hans
tindruðu af hugfró, er hann eins og
höndlaði eitthvert nýtt sannleiksatriði.
Forsjón Guðs hafði hagað þvi svo til,
að einn af vorum eldri og reyndu prest-
um var á spítalanum á sama tíma, og
þegar rúm þeirra beggja voru færð út
á hina skuggsælu veggsvali, fengu þeir
tækifæri til að tala mikiö saman og
rannsaka þaö, sem gat hjálpað þessum
nýja Natanael til að skilja, að hann
ekki var fallin á meðal þjófa né ræn-
ingja eins og ferðaimaðurinn á leiðinni
til Jeríkó, heldur meðal hóps Samverja,
er reyndu að láta honum í té alt gott
sem hugsast gat.
Hinar hvítklæddu hjúkrunarkonur
virtust honum sem englar náðarinnar,
og þaö voru þær honum, eins og mörg-
um öðrum, og honum fanst sem hann
lifa í innilegri nærveru Frelsarans.
Hann skildi nú betur og betur, er hann
og hafði lesið “Veginn til Krists” tvisv-
ar sinnum, að hann hafði aldrei þekt
réttilega þessar manneskjur eða kenn-
ingu þeirra. 'Honum hafði verið sagt,
aö þeir væru lögmálsþrælar, sem bygöu
von sína á góðverkum sínum — á því,
aö halda heilagan hvíldardag Drottins,
borga tíund og öðru fleira—til sáluhjálp-
ar, en hann sá nú, að ekkert var fjær
sannleikanum en það. Hann sá nú eins
og Sál frá Tarsus, að hann í vanþekk-
ing sinni hafði ofsótt sinn elsakaða
lausnara meö því að berjast gégn þess-
um börnum hans, sem leituðust við að