Stjarnan - 01.06.1922, Side 6

Stjarnan - 01.06.1922, Side 6
86 STJARNAN gm 1 §r ^ ■ Hversvega er hann svo ákafur? €lllll!lllllll!!llll!lll!ll!l!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIi E i ífíS k!i 1 jWLh1 Eitt af hinum helztu málgögnum hinnar kaþólsku kirkju er blaSið “Our Sunday Visitor” (Sunnudaga gesturinn vorj. Benedikt heitinn páfi xv. skrif- aSi ritstjóra þessa blaSs bréf áriS 1917 og veitti honum og starfi hans hina “postullegu blessun”. Þetta blaS ler kurteisin sjálf, þegar það flytur grein- ir vibvíkjandi málum, sem snerta bæSi mótmælendur og þá, sem játa kaþólska trú. Áttunda janúar þ.á. flutti það rit- stjór.nargrein meS eftirfarandi lyfir- skrift: “Ákafi þinn í samanburSi vib ákafa hans,” sem vér erum sannfærSir um aö kaupendur Stjörnunnar munu hafa ánægju af aS lesa: “Hin síðasta hagfræðislega og fjár- hagslega skýrsla Sjöund'á-dags Advent- ista er bæSi merkileg og lærdómsrík. Þó að þessi trúflokkur hafi ekki nerna 100,000 meSlima í Bandarikj unum og aöeins 185,000 í öllum 'heimi, hefj/r hann kristniboöa í öllum löndum og prentar bækur sínar, smárit og tímarit á níutíu og níu tungumálum og mál- lýzkum. Hann prentar 144 blöð og tímarit, sem eru lesin af mörgum sinn- um fleiru .fólki en þaö eru Adventista meðlimir. Hver einasti fylgjandi þessa trúflokks er kristniboöi, bæöi meö því aö starfa persónulega og með því að styöja verkið fjárhagslega. í sannleika útheimtir það mikið hugrekki og mik- inn sjálfsafneitunar anda að tilheyra Adventista kirkjunni. Það eru engir skroparar meðal þeirra. Þessir 185,000 meðlimir gáfu yfir árið 1920, $11,854,- 040.23 (ellefu miljónir átta hundruð og fimtíu og fjórar þúsundir og fjörutíu dollara og tuttugu og þrjú centsj. ,Það þýðir að hver meðlimur um allan heim gaf $63.92. Þar eð margir meðlimir í öðrum löndum geta ekki gefið eins mikið og þeir, sem búa í þessari álfu, er það mjög sennilegt, að Adventistar í Bandaríkjunum hafi gefið að minsta kosti $xoo.oo hver, til þess að styðja sinn eigin söfnuð og heiðingjatrúboðs- starfið. Vöxturinn í 1920 yfir 1919 var $3,277,353.31. “Lesarinn veit ef til vill, að allir Ad- ventistar verða að borga söfnuðinum hina biblíulegu tíund, eða tíu af hundr- aði af öllum tekujm sínum. Frá þess- ari uppsprettu meðtók kirkjan $7,195,- 436.4. Þessi tíund var jafnvel borguð af hinum fátæku meðlimum x Norður- álfunni. Hinn almáttugi Guð verður að fá frumgróðann af vinnu og fram- leiðslu Adventista-meðlimanna og nem- ur þessi frumgróði tíu af hundraði. Þetta sama fólk gaf rneira til kristni- boðsstarfsins en hinar tuttugu miljónir káþólskra manna 5 Bandarík|junum gáfu. Nam upphæðin, sem Adventist- arnir gáfu, $4,658,941.19. Allir Ad- ventistar gáfu $2.00 fyrir hvert cent, sem gefið var af kaþólskum; með öðr- um orðum, Adventistakirkjan í Banda- ríkjunum gaf hlutfallslega tvö hundruð sinnum meira en kaþólska kirkjan. “'Þ'ess vegna getur þú, sem ímyndar þér að þín kirkja, með sínum vikulegu samskotum og kröfum um stuðning 'fyrir kristnj|boðsverkið, ileggi þungar byrðar þér á herðar, lært bæði ákafa og sjálfsfórn af Sjöunda-dags Adventist- anum. Ekki einungis buddan hans, heldur og tómstundir og þrek hans eru helguð þjónustu safnaðarins. Hann er vel að sér í kenningu kirkju sinnar, getur staðist árásir allra mótstöðu- manna, gefur og lánar í burtu blöð, bækur og tímarit sín eftir að hafa les-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.