Stjarnan - 01.06.1922, Blaðsíða 10
90
STJARNAN
höfninni. Sleðinn stóð fyrir utan hús-
iS og nú nrSu þessi ungu hjón aö
kveSja ástvini sína í síðasta sinn.
Kristniboðarnir lögðu svo af staS gegn
um hin snævi þöktu stræti í Salem að
hinni ytri höfn, þar sem bátur toll-
heimtumannanna ætlaði aS taka þau út
á skipið “Caravan”, sem lá úti í fló-
anum.
Veðrið var þungbúið og frostið nap-
urt ,en samt sem áður voru fáeinir vin-
ir kornnir saman á bryggjuna til að
sýna .hinum ungu kristnifcoðum 'hlut-
tekningu í hinu djarfa fyrirtæki þeirra.
Um þær tvær vikur, sem þau höfSu
verið að bíða eftir að “Caravan” sigldi,
hafði áhuginn fyrir þessu máli vaxið
stórum. Jafnvel móstöSumennirnir
gátu ekki haldiS sér frá því, að sýna
kristniboðunum og konum þeirra vel-
vild og örlæti. Peningaupphæð,. sem
nam $50.00, var ei.nn daginn skilin eftir
fyrir utan dyrnar, merkt: “Vasapen-
ingar handa herra Judson”. En þaS
hezta af því öllu var, að peningar til
að horga ferðakostnað og kaup með
voru á undraverðan hátt komnir inn.
27. janúar hafði hið nýja kristniboðsfé-
lag að eins $1,200.00 í kassanum. Á
þremur vikum söfnuðust þeir $6,000 í
sjálfvijjúglegum gjöfumv Og íþegar
þessi tvö skip, “Harmony” og “Cara-
van”, sigldu, höfðu þeir nóg til að halda
kristniboðinu við heilt ár.
Þann daginn hafði vestan gola veitt
loforð um að skipið, sem var búið að
bíða svo lengi, mvndi sigla; en undir
sólarlag varð blæjalogn og öll von um
að sigla þá nótt var horfin. Þegar mað-
ur frá skipinu horfði í kring um sig,
var útlitið freimur ískyggilegt og dökt.
Himininn var ógnandi og svartur og
sjórinn öldóttur eins langt og augað
eygði. Þegar maður þar á móti horfði
inn til landsins, píndu hin daufu ljós
sálina við hugsunina um heimilið.
En á skipinu, í káhettu herra Jud-
sons, var hugsað um alt annað. Adon-
iram og Ann Judson, Samuel og Harri-
et Newell og tveir ungir menn, sem
voru á skipinu um nóttina, töluðu sam-
an með ákefð um þá von, að þau í nafni
Krists gætu framkvæmt mikið verk í
hinum gömlu löndum í Austurálfunni.
Þau sungu sálma úr gama'lli sálmabók,
sem þau ekki höfðu notað um langan
tíma, og þau báðu til hins himneska
föður í hinni sömu ró og næði, sem
hingað til hafði verið styrkur þeirra.
Ann Judson söng og talaði á hinn sama
■fjöruga og djarfa Ihátt og hún ávalt
hafði verið vön að gjöra. Hin yngsta
í hópnum, Barriet Newell, var stiltari
en hin. Hugsanir hennar voru heima
hjá móðurinni hinu megin við hina
snævi þöktu akra í bænum Haverhill.
Seint um kvöldið skrifaði hún bréf,
sem hún ætlaði að senda með hafn-
sögumanninum næsta dag:
“Hérna er eg, elsku mamma, á brigg
skipinu “Caravan” í minni litlu nota-
legu káhettu ........ .. . Eg er loksins
búin að kveðja ættjörðina og er nú á
skipinu, sem mun vera bústaður minn
þangað til eg kemst í þá höfn, sem eg
hefi ásett mér að fara til. Þú þarft ekki
að ímynda þér, elsku mamma., að við
sitjum hérna hjúpuð í sorg og svift öll-
um friði. Ó, nei. Þó' að hugsunin um
að eg er búinn að yfirgefa þig og ef til
vill aldrei sjá þig framar, kvelji mig,
get eg þó sagt, að eg hafi re^mt, að náð
frelsara míns nægir, — því styrkleiki
hans fullkomnast í breyskleika minum.
Við höfum sungið i kvöld, og þú getur
trúað mér þegar eg segi þér, að aldrei
á æfinni hafi eg haft meiri gleði af
guðsþjónustunni en einmitt núna ....
Eg get aldrei endurgoldið þér, elsku
mama, alla þá umhyggju og kærleika,
sem þú hefir auðsýnt mér í lífinú.
Meðtak þú nú mitt hjartans þakklæti
fyrir alla þá gæzku, sem þú hefir sýnt
mér, og fyrirgefðu mér það, að eg svo
oft hefi veitt þér angist og kvöl. Megi
góður Guð launa þér hundraðfalt fyrir
þá gæzku, sem þú hefir auðsýnt mér.
Og nú, kæra móðir, hvað meira get eg