Stjarnan - 01.06.1922, Page 15
STJARNAN
95
g)llllllltlllllllllll!l!llll!!l!ll!llllllllllllllllll!ll|l|||[||l|||l!|||!UIIIIII!!ll!l!ll||||l||lllllllllllllll!!ll!!III!llll!llllllllllllll|||l|!!!llliillllllI]|||[llll||||!l|||]ll!l!!ll||||[[||||||||||||||||||||f||[|||[|[||||||||||l!l||!!HI|||||||[[[||||||||||l||||||||||||]||{|ll|||||||j{|||{|||lli2
kemur út mánaSarlega.
Otgefendur : The Western Canadian Union Conference of S.D.A .
( Stjarnan kostar $1.50 um árið í Canada, Bandaríkjunum og á Islandi jf
j fBorgist fyrirfram). ' g
Ritstjóri og Ráðsmaður : DAVlÐ GUÐBRANDSSON
H ... H
Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada. *
Talsími: A-4211
..........Illllllil.........................................Illllll...lllllil.||p
Fyrir skömmu dó kona nokkur, sem í
erfðaskrá sinni gaf til kynna, aS hún
hefSi gefiS aleigu sína, sextíu þúsundir
dollara, til aS kaupa imjólk fyrir handa
köttum um allan heim. — ÞaS er skylda
hvers manns, aS vera góSur viS allar
skepnur, en hefSi þaS ekki á þessum
erfiSu tímum veriS betra aS hugsa dá-
lítiS um hinar mörgu miljónir barna,
sem deyja af hungri í ýmsum löndum.
MaSurinn er skapaSur eftir mynd GuSs
og á aS elska náungann eins og sjálfan
sig.
í Petrograd, sem áSur var hin fræga
höfuSborg hins volduga rússneska rík-
is, kostar eitt pund af kaffi eSa tei
110,000 rúblur. ÁSur en striSiS skall
á, var ein rúbel fimtíu og eins cents
virSi.
Atholstan lávarSur, eigandi Montreal
Star, hefir lofaS oS borga þeim lækni
eSa stúdenti frá viSurkendum háskóla,
sem innan fimm ára geti fundiS óbrigS-
ult meSal viS krabbameini, $100,000
fhundraS þúsundir dollara). ÚrskurS-
urinn verSur gjörSur af læknum frá
hinum konunglega háskóla í Uundúna-
borg.
íFyrir skömmu réSst heil hjörS af
villifílum á járnbrautarstöS í þorpi
nokkru á Austur Indlandi og eySilagSi
hana. StöSvarlþjónarnir klifruSu upp
í hin háu tré, sem standa skamt frá
stöSinni og sátu þar þangaS til filarnir
voru komnir langt í burtu, því þeir
höiSu veriS alt ánnaS en skamtillegir
gestir.
Kínverjar ætla nú aS strengja víra
milli Ihinna helztu stórborga ríkisins,
svo innan skamms verSur^ mögulegt aS-
nota talsímann alstaSar þar eins og i
öSrum menningar löndum.
PanamaskurSurinn hafSi' í hreinum
ágóSa $2,750,000 áriS sem leiS.
—Vér getum engu til vegar komiS án
bænarinnar.”
“Bænin má aldrei bresta þig;
búin er freisting ýmisleg;
þá líf og sál er lúS og þjáS,
lykill er hún aS Drottins náS.’TI.P.