Stjarnan - 01.05.1923, Síða 2
STJARNAN
66
Hófsemdarhjal.
Þú talar um mann, sem er vargur í vín:
Vitfirring, heimskingja, bjána og svin,
Sem hiröir ekkert um heiöur né lán,
En hófsemd það kallar, aö lifa við smán.
Ef hann svo villist á óbóta veg,
Er það af hófsemd? — því trúi’ ekki eg,
Því hófsemd ei leiöir á lastanna braut,
Né lífinu breytir í mæðu og þraut.
Þegar af víni hann vitstola er,
Vitaskuld hófsemin afvega fer,
Því hann er af spillingu haldinn úr þvi,
En hófsemd sá þekkir, sem alveg er frí.
Þá andinn er slójfur og ekki vel hreinn,
Illa i kollinum hefir hver einn,
Að drekka og húrra, að hamast og siást,
Hófsemdarmaðurinn lætur ei sjást.
Að gorta af kröftum, af eignum og auð,
Með augun af vininu þrútin og rauð,
Eyða og sóa í aðra sem mest,
Það er ekki hófsemd,—en brjálæðispest.
Nei, nei, að drekka sig drukkinn með vín,
Drafa og sparka og ösla sem svín,
Áfram á hnjánum og ei finna veg,
Er það af hófsemd? Því trúi' ekki eg.
Þar liggur hann gapandi, gráhvítur, fár,
Gætd’ ekki hófsemdar —Rakkus var þrár.
E;?i góð hægindi öðlaðist hann,
Af því hjá grísinum hvíldarstað fann
Sá, sem með Bakkusi drekkur oft dús,
Er dreginn sem rakki í betrunarhús.
Hann skemmir og brýtur og skerðir alt gott,
í skaðabót fær aðeins háðung og spott.
Þegar hann vaknar og veit hvar hann er,
Verður hann hissa og—hugsar með sér:
“Hefir mér, verið hegnt fyrir það,
Að hófsemdarmaður eg var—eða hvað ?”
Grenslastu eftir, hver orsökin var,
Að svona fór, og hví liggi hann þar.
Mig grunar þó sizt, að hann gefi það svar:
Það gerði, að hófsemdarmaður eg var.
Þú segir, að þetta sé siðvenja góð,
Að súpa i hófi og örfa sitt blóð.
Það byrja svo allir, en illa það fer
Og endar í svalli, það hver maður sér.
Hugsa um þetta, eg hygg það sé vert,
Þú hófsemdarmaðurinn, hver sem þú ert,
Hættu að temja þér hófsemdarraup,
Og hreint ekki þigðu eitt einasta staup.
Öruggur bindindisgötuna gakk,
Með Guðs hjálp ef segirðu: nei, bara takk.
Gefðu svo Jesú þitt hjarta og hann,
Þér hjálpar og gjörir þig réttlátan mann.
T. T. TANDE,
?P. Sigurðsson þýddi lauslega.J