Stjarnan - 01.05.1923, Síða 6
70
STJARNAN
koma fram og bera upp erindi sitt.
Frú Judson rétti ritara einum bréfið.
Honum var undir eins gefin skipun um
að lesa það upphátt. Þegar búið var
að lesa það spurði jarlinn með hörku í
málrómnum hinn sama em'bættismann,
sem hafði verið hinn versti til að þjá
herra Höugh, hvers vegna rannsóknin
viðvíkjandi hinum útlenzka kennimanni
hefði verið framlengd. Enn framar gaf
hann skriflega skipun um að trufla ekki
herra Hough á helgidegi hans. Á þann
hátt voru að engu gjörð öll áform hinna
svikafullu embættismanna með einu
höggi, sem þeir aldrei höfðu ímyndað
sér að kvennmaður myndi gjöra.
Mótlæti getur einnig verið manni að
gagni, sér í lagi hetjulegri konu sem
frú Judson; en þegar það dundi yfir í
annað sinn var það hart, já, jafnvel
grimmilegt. í fyrsta skifti í sögu
Rangoonborgar geisaði ikólera sóttin
meðal fólksins og varð hún mjög svæs-
in af því að þetta var á hinum heitasta
og þurkamesta árstíma. Það var að-
eins rigningartiðin, sem gat stöðvað
þessa hræðilegu sótt. Frá morgni til
kvelds var hin grimmilega innreið dauð-
ans kunngjörð með bumbuslætti, sem
ekki einungis minti frú judson og trú-
systkin hennar á þá hættu, sem þau
voru stödd í, heldur og að Guð vakti
yfir þeim og að þau væru undir hans
verndarhendi. Það er sögulegur at-
íiurður, að um þann langa tíma, sem
sóttin geisaði i bænum, snart hún ekki
eina einustu manneskju fyrir innan
girðingar kristniboðsstöðvarinnar, þó að
nágrannar dæju alla vegu i kring um
hana.
Auk vein þeirra yfir hinum dauðu
gjörðu hinir innfæddu á hverju kveldi
mikin hávaða, til þess að reka hina illu
anda í burtu. Því þeir héldu að þess-
ir andar gengu um strætin og af ásettu
ráði eyðilegðu menn. Það var skotið
með fallbyssu hjá stjórnarbyggingunni
og var það merkið, sem gefið var ti!
að byrja gauraganginn. Þá börðu þeir
á 'hús sín með kylfum og öðrum verk-
færum, sem gjörðu mikinn hávaða.
Það var skelfileg læti og sá andi hlaut
að vera bæði daufur og þrár, sem ekki
hörfaði undan þessu. En farsóttin
geisaði jafnt eftir sem áður. Og þó var
kona, sem þetta vein, er hljóðaði dag
og nótt, ekki hafði þau áhrif á eins og
sú löngun, sem hún bar i brjóstinu
eftir að sjá eiginmann sinn aftur.
Hvar í þessari miklu Austurálfu mundi
hann vera og hvenær mundi hann snúa
heim aftur?
Hvenær mundi hann korna? Það
var spurningin sem kvaldi huga frúar
Júdsons. Inn í farsóttarlætið komu nú
kvittur um ófrið. Það fylgdi fréttun-
um að England væri búið að segja
Brima stríð á hendur og hefði í hyggju
að ráðast á landið. Skyldi það vera á-
stæðan fyrir því, að engin skip frá
breskum höfnum höfðu komið við í
Rangoon síöustu mánuðina? Muncfi
það vera skýring á því, að hvert skipið
á fætur öðru hafði yfirgefið höfnina
þangað til að það var ekki nema eitt
eftir? Og mundi það við fyrsta hent-
ugleika sigla til Bengalen og skilja trú-
boðana eftir fulla af allra handanna
hugboðum um framtiðina.
Berra Hough hélt að það væri skylda
þeirra að flýja meðan þau höfðu tæki-
færi til þess. Frú Judson þar á móti
var treg til að yfirgefa hinn eina blett
í allri veröldinni, þar sem eiginmaður
hennar vissi að hún mundi finnast.
Hún áleit það þess vegna skyldu sína
að vera kyrr í Rangoon, og heldur en
að fara í burtu vildi hún þola einveru
ófrið og farsótt. Og þó„ hvernig gat
herra Judson snúið aftur til Brima, til
hennar, ef brezk skip yrði tekin? En
hvar mundi hún finna hann í Bengalen
eða á hinu mikla Indlandi? Ætú hún
að fara eða ætti hún að halda kyrru
fyrir? Ef hún færi í burtu óttaðist hún
að hitta ekki eiginmann sinn i marga