Stjarnan - 01.05.1923, Qupperneq 12

Stjarnan - 01.05.1923, Qupperneq 12
76 STJARNAN var ekki frekar tízka aS fylgja sann- leikanum þá, en það er núna. Frá þeim degi — þegar h'iinir fyrstu Joreldrar vorir, fyrir trú á lýgi og smjaður, af- klæddust Guös dýrS og festu saman visnandi fíkjuviðarblöö og gjöröu sér mittisskýlur, sem táknuöu sjálfsréttlæti og hræsni, og til þessa dags hefir ekki veriö tízka aö fylgja sannleikanum. Þaö hefir veriö erfitt verk, aö greiða honum götu. Þess vegna segir gamalt mátæki: “Lýgin fer hnöttinn í kring fyr en sannleikurinn er búinn að setja upp skóna.” Einsamall var Nói og hans hús um að smíða örkina. Landar hans gjörðu gys að þessari skrítnu hugmynd hans, þvi þannig nefndu þeir sannleikann, er Guð sendi heiminum á undan flóðinu. Fyrir vantrú gagnvart hinum himin- senda boðskap fórust þeir allir í flóðinu. Einsamall var Abraham um að kunn- gjöra sannleikann á hans dögum. Hinir “vitru” Sodómítar hafa vafalaust oft- ar en einu sinni brost að hinum forn- eskjulega hirði. Fyrir vantrú vanræktu þeir að gefa boðskap hans gaum og urðu allir bráð logans. í staðinn fyrir að lifa á kræsingum konungsins eins og aðrir stúdentar við skólann í Babel, borðuðu Daníel og bræð- ur hans einsamlir þann mat, sem mundi styrkja þá bæði til sálar og likama. Daníel bað einnig einsamall og sigraði alla óvini sína. Jeremía spáði og grét einsamall. Laun hans munu mikil verða á þeim degi, þegar Kristur kemur til að út- býta þeim. Jesús elskaði einsamall allan heim- inn og dó einsamall fyrir þann heim sem hann elskaði. Og eftir þeirri sann- leiksbraut, sem hann visaði fylgjendum sínum á, munu þeir ganga einsamlir í þessum heimi, því þessu viðvíkjandi komst hann þannig að orði: “Gangið inn um þrönga hliðið; því að vítt er hliðið og breiður vegurinn, er liggur til glötunar, og margir eru þeir, sem ganga inn um það, þvi að þöngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann.” Matt. 7:i3.i4- Um þá viðtöku, sem heimurinn mundi veita sannleikanum og boðendum hans, segir hann: “Ef heimurinn hatar yður, þá vitið, að hann hefir hatað mig fyrri en yður. Ef þér heyrðuð heiminum til, þá mundi heimurinn láta sér þykja vænt um sitt eigið; en af því að þér heyrið ekki heiminum til, en eg hefi útvalið yð- ur af heiminum, vegna þess hatar heim- urinn yður.”—Jóh. 15: 18. 19. Fáir menn og þjóðir þekkja sinn vitj- unartíma. Þegar Guð sendir þeim boð- skap fyrir munn sinna þjóna, ber það oftast nær við, að heimurinn lokar aug- um sínum fyrir honum og segist ekki sjá neinn sannleika í honum. Menn gjöra veglega hina fornu sendiboða Drottins og prísa þá, en hata þá, sem eru þeirra samtíðarmenn. Þegar ísraelsmenn voru í eyðimörk- inni, prísuðu þeir Abraham en mögluðu gegn Móse. Á dögum ísrael konunga héldu þeir Móse í hávegum en ofsóttu spámennina. Á dögum Kaifasar æðsta- prests töluðu ísraelsmenn vel um spá- mennina og reistu bautasteina á gröfum þeirra, en krossfestu höfðingja lífsins, frelsara vorn. Á miðöldunum, þegar páfavaldið var í blóma sínum, vegsamaði það frelsarann, en kúgaði á sama tíma og myrti miljónir af hans sönnu fylgjend- um. Hinn sami andi er ríkjandi í heim- inum þann dag í dag. Hinn mikli f jöldi heiðrar og gjörir vegsamlega með munn- inum, spámenn, postula og píslarvotta, en ef hann finnur trúa og hreinskilna sannleikans þjóna meðal samtíðarmanna sinna, — Guð hefir sem sé alla tíð sanna og trúa þjóna í heiminum — þá vill hann ekki kannast við þá. Menn feta í fót- spor feðra sinna. Heimurinn skoðar þá, sem öllu fórna á sannleikans altari, sem heimskingja og villutrúarmenn. Heim-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.