Stjarnan - 01.05.1923, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.05.1923, Blaðsíða 13
STJARNAN 77 inum er brýn þörf á mönnum og konum, sem þora aS standa einsömul meS GuSi sínum; mönnum og konum, sem eru fús til að líöa ilt, ef þau aS eins geta vegsam- aö Guö og opinberaö mönnunum veg hjálpræðisins. D. G. HETJAN FRÁ AVA. Frh. frá bls. 71. herra Judson haföi yfirgefiö skipið og lagt af staö til Madras. Haföi 'hann haft í hyggju aö fara þaöan beina leið til Rangoon aftur. Þetta voru allar þær fréttir, sem skipstjórinn gat sagt henni. En hugsunin um aö eiginmaöur hennar hafði ekki liðið skipbrot og að hann nú gjöröi sitt ýtrasta til að komast aftur til Rangoon, gjörði þaö aö verkum, aö frú Judson varð léttara fyrir hjartanu, og hún sá nú aö hún hafði gjört rétt- ast í aö vera kyrr í Rangoon. 'Þetta var hiö fyrsta skip, sem hafð'i komiö frá Indlandi núna í fjóra mánuði. Koma þess sannfærði menn um að stríðshætt- an var ekki eins mikil og margir höfðu gjört sér í hugarlund. Fáum dögum seinna varð frú Judson hissa viö að sjá herra og frú Hough koma aftur á kristniboðsstöðina. Skip- ið, sem þau ætluðu til Bengalen á, hafði legið fleiri vikur á höfninni, svo þau höfðu þar af leiðandi hætt viö að fara. Frú Judson vonaöi að eiginmaður henn- ar kæmi aftur áður en þau legðu af stað í annað sinn, til þess að hún yrði ekki neydd til, eins og hún skrifaði: “Að búa vinalaus og án verndara úti i skóginum í þessu skelfilega landi.” Aftur fór hún að stunda nám af mesta kappi. “Þetta”, ritaði hún, “finn eg er eini vegurinn til að komast hjá hug- leysi, og þar að auki leyfir samvizkan mér ekki að sitja iðjulaus og láta mig yfirbuga af þessum tilfinningum, sem kristin manneskja ætti aldrei að gefa hjartarúm. Þannig liðu dagarnir þangað til að vika var á enda, sem full hafði verið af angist og harðri vinnu. Hver morgun færði henni nýja von og hvert kveld varð hún fyrir nýjum vonbrigðum. En dag nokkurn snemma í ágúst mánuði, sem síðar var henni minnisstæður, varð vonin að virkileika og hin beisku von- brigði að miklum fögnuði. Enskt skip var komið inn í fljótið, og — fréttirnar voru of góðar til að vera sannar 1— herra Judson var á því! Eftir a? hafa þreyð í óvissu í fimm máiiuði voru þessar fréttir meir en hún gat staðist. í stofunni á kristniboðsstöðinni sátu hjónin og sögðu hvert öðru frá þeim raunum, sem þau höfðu þolað í þau sjö mánuði, er þau höfðu verið aðskil- in. Hann sá að gegnum sögu hennar um skiftandi farsæld og ófarsæld skein hið óraskanlega hugrekki hennar og ’snarræði, sem í raun og veru hafði bjargað kristniboðinu frá eyðileggingu. Og hún las milli línanna í sögu hans um hitasótt, kvalir, þorsta og vonbrigði, að hin órjúfanlega trú hans hafði bjargað honum frá örvæntingu, ef ekki frá dauðanum. í félagi virtu þau fram- tíðina fyrir sér og aftur báðu þau bæn- ina, sem þau höfðu beðið fyrsta árið, er þau voru í Rangoon: “Guð veittu okkur það að við megum lifa og deyja meðal Birmamanna, þó að við getum ekki gjört annað en að greiða öðrum veg.” Framhald. FRÉTTIR. í næsta júni-mánuði verður íbpum Manitobafylkis gefið tækifæri á að greiða atkvæði annaðhvort með eða móti vínbannslögunum. Kæri lesari, hvoru megin ætlar þú að standa í þessari bar- áttu? Eg heyri þig segja, að það hafi

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.