Stjarnan - 01.05.1923, Blaðsíða 15
STJARNAN
7S)
ff
|=
Vemur út mánaöarlega.
Útgefendur : The Western Canadian Union Conference of S.D.A .
Stjarnan kostar $1.50'um árið í Canada, Bandaríkjunum og á íslandi
fBorgist fyrirfram).
Ritstjóri og Ráösmaðúr : DAVÍÐ GUÐBRANDSSON
Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Talsimi: A-4211
í Vesturheimi hafa eldsábyrgöarfélög-
ii: hækkaö brunabótargjaldiö á kaþólsk-
um byggingum frá þrjátíu og fimm upp
í fimtíu af hundraöi síöan um nýár.
Þeir, sem rannsaka ritningarnar, vita
vel, að alt þetta er aö eins forspil allra
þeirra hormunga, sem munu ganga yfir
]>essa fráhverfu kirkju áöur en Kristur
keniur.—Sjáið Opinb. 17: 16; 18: 8. 18.
Sjöunda janúar 1923, jóladag Rúss-
anna, gjöröu íbúar Moskvaborgar “á-
hlaup á himininn”. Löng skrúðganga
af vögnum og bifreiðum fór gegnum
borgina og hélt rauðum stjörnum,
skrípatáknmyndum upp á Betleihems
stjörnuna, hátt á lofti. Stór trédrumb-
ur, sem var uppdubbaður eins og gam-
all, ljótur karl, táknaði Guð. Aðrir
draugar, ibúnir til úr pappír og strái,
táknuðu Guð, Jesúrn, Búdda og Mú-
hamed. Voru þeir umkringdir af stú-
dentum, sem voru klæddir eins og hæstu
embætti'smen.n kirkjunnar. Myndir
þessara guðdóma voru að skrúðgöng-
unni lokinni allar brendar á báli með-
an lýðurinn söng hinar ljótustu háövís-
ur með sálmalögum kiúkjunnar. Marg-
ir fánar voru bornir um stræti borgar-
innar og á þeim mátti lesa setningar
eins og þessar:
“Átrúnaðurinn er hiö svæfandi meðal
fólksins.”
“Maðurinn skapaði Guð eftir sinni
mynd.”
“Vér höfum mölbrotið keisara jarð-
arinnar; nú viljum vér möLbrjóta keis-
arana á himnum.”
Hið óheillavænlega sæði, sem. sáð hef-
ir verið í margar aldir, fer nú að bera
ávöxt. Hvað þessari uppreisn móti
kristindómnum viðvíkur, þá er gysið alt
og útskúfunin, gagnvart jhinumi rang-
snúna, siöspilta og frá hverfa kristin-
dómi — hinum eina, sem fjöldinn á
Rússlandi þekkir, sem ekki er annaö en
trúlaus skripamynd af sönnum kristin-
dómi, full af goðsögnum og hjátrú, og
er eins langt frá sannleikanum og hinu
rétta hugarfari og miðjarðarlínan er frá
heimskautunum. Fólkið, hefir fengið
ranga hugmynd um lunderni Guðs, og
eftir aö hafa losaö sig undan oki kirkj-
unnar, vill það losa sig við alt, sem það
álitur ok. Hinu guðdómlega lögmáli,
sem hefir verið rangsnúið af hinum trú-
lausu klerkum, hefir það fleygt fyrir
borð ásamt öllum öðrum lögum. Fólk-
ið, sem nú er í miklum móð yfir þeim
trúarbragða svikum, sem prestarnir
hafa smeygt inn hjá því, hefir hafnað
öllu, hvort sem það er rétt eða rangt,
ekta eða falslrt.
Aumingja Rússland! Þú ert hold-
tekja hins vi'Jta anda ihinnar frönsku
stjórnarbyltingar.