Stjarnan - 01.07.1924, Síða 16

Stjarnan - 01.07.1924, Síða 16
SPURNINGA-KASSINN, Kœri Davíð: Lað var mér til mikillar ánœgju, að þú kornst til okkar í vetur. Lœrði eg þá margt í ritningunni, en það er eitt, sem eg gleymdi að spyrja þig um. Er það kristnum manni samboðið, að tilheyra veraldlegum félagsskapf Spurning þín er þýSingarmikil, og mun eg svara henni samvizkusamlega. Kristinn maöur er sá, sem öðlast hefir borgararétt í ríki Krists ('í'ilip. 3: 20). Hinn kristni er þess vegna útlendingur og gestkomandi á þessari jörSu (ÍHeb. 11: 9, 13). Hann hefir sagt skilið viö' alt, sem þessi heimur hefir aö bjóöa, og sýnir í öllu, aö hann þráir “betri ættjörö, baö er aö segja himneska. Kyrir því blygðast Guö sín ekki fyrir þá, aö kall- ast Guö þeirra; þvi að borg bjó hann þeim” (Tbeb.il; 16). iDrottinn hefir þess vegn’a, síöan synd- in kom inn, 'kallaö menn í burtu frá hé- gáma heimsins. Hann sendi Nóa með þess konar boöskap til mannanna, sem lifðu á undan flóðinu, en enginn gaf honum gaum. Seinna meir kallaði Guð fólk sitt út úr Egyptalandi, leysti þaö frá öllum þrældómi og veraldlegum fé- lagsskap, til þess aö hann gæti dvalið meðal þess og veriö þeirra Guð f3. Mós. 26: 12. Fyrst þegar ísraelsmenn höföu að öllu leyti losað sig við alt veraldlegt prjál og af öllu hjarta gengið Drotni á hönd, gat hann leitt þá inn í fyrir- heitna landið. “En alt þetta kom fyrir þá sem fyrirboði og er það ritað til við- vörunar oss, sem endir aldanna er kom- inn til” (1. Kor. 10: 11). Vér skiljum þá af þessu, að enginn kristinn maður'getur staöið öörum fæti í veraldlegum félagsskap og hinum í ríki Krists, Það er tvílyndi, hálfvelgja og hræsni í þess konar hegðun. Kristur getur ekki kannast við 'aðra, sem fylgj- endur sína en þá, sem af öllu hjarta, allri sálu, öllum huga og öllum kröftum leitast við að gjöra vilja Guðs. Og þeir sem þaö gjöra, hafa ekki tíma til annars. 'Þ'essu efni viövíkjandi hefir Páll post- uli gefiö oss svo greinilega upplýsingu, aö það er engum heilvita manni mögu- legt, aö misskilja hana. “Gangið ekki undir ósamkynja ok eða með vantrúuðum; því að hvað er sam- eiginlegt með réttlæi og ranglæi? Eða hvaða samfélag -hefir ljós við myrkur? Og hver er samhljóðan Krists við Belí- al? Eða hver hludeild er trúuðum með vantrúuðum? Og hvað á musteri Guðs við skurðgoð saman að sælda? Því að vér erum musteri lifanda Guðs, eins og Guð hefir sagt: Eg mun búa hjá þeim og ganga um meðal þeirra og þeir munu vera lýður minn. bess vegna fariff burt frá þeim, og skiljiff yffur frá þeim, seg- ir Drottinn, og snertið ekki -neitt ó- hreint, og eg mun taka yður að mér, og eg mun vera yðar faðir, og þér munuð vera mér synir og dætur, segir Drottinn alvaldur” (2. Kor. 6: 14-18). PTest allur veraldlegur félgasskapur á þessum tíma er antikristilegur. Verka- mannafélögin í öllum löndum heimsins hafa það á stefnuskrá sinni, að útrýma kristindóminum, svo enginn, sem tilheyr- ir Kristi, getur tilheyrt þeim. Enginn, sem segist feta í fótspor Krists, getur tilheyrt leynifélögum, hverju nafni sem þau nefnast; því Kristur sagði; “Eg hefi talað opinberlega fyrir heiminum.. og ekkert hefi eg talað í leyni.” ('Jóh. 18; 20). Svo að þar sem þekkiorð er notað, getur hinn kristni ekki farið inn, því Kristur fylgir íhonum ekki inn á þess konar staði. Heldur þú, kæri vin- ur, að einhver spámaður eða postuli Drottins, sem sótt hefði eftir efsta sæti í veizlu með svöllurum, svikurum, hór- dómsmönnum og hlustað á alt það smjað- ur, sem viðhaft er í þess konar óhófs- veizlum, myndi geta vænst þess að hafa fyllingu andans til að snúa syndurum frá villu síns vegar? Nei, alls ekki. Andi Guðs og englar koma þar ekki nærri. Sjáðu endalok þeirra, sem þann- ig breyta. ('Matt. 24; 48-51). “Farið burt, farið .burt, gangið út þaðan, snertið ekkert óhreint; gangið ■burt þaðan, hreinsið yður, þér skjald- sveinar Drottins.” fEs. 52: 11.)

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.