Víkurfréttir - 22.11.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR
4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg
SPÁÐ ER SENDINGUM
UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS
SANDGERÐI
-20° 150kg
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir,
sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími
421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is
// Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@
vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur //
Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga
er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur
þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er
dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur
frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á
vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á
meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú
eru reknar 10–11 verslanir. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaupin.
„Við hjá Samkaupum erum gríðar
lega ánægð með niðurstöðuna enda
eru þau heillaskref fyrir neytendur
en kaupin munu auka á samkeppni
á dagvörumarkaði á höfuðborgar
svæðinu,“ segir Ómar Valdimarsson,
forstjóri Samkaupa.
Staðsetningarnar sem um ræðir eru:
10–11 verslanir í Lágmúla, Grímsbæ,
Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni
og Hafnarfirði. Verslanir Iceland í
Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og
Arnarbakka og háskólaverslanirnar í
Háskóla Íslands og Háskóla í Reykja
vík.
„Það má búast við töluverðum
breytingum á verslununum sem við
munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu
ætlum við að fara yfir kaupin með því
góða fólki sem mun starfar hjá okkur
og kynna fyrir þeim hvaða breytingar
koma til með að eiga sér stað. Það er
samt ljóst að öllu starfsfólki verður
boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“
segir Gunnar Egill Sigurðsson, fram
kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam
kaupa.
Samkaup starfa á íslenskum dag
vörumarkaði og byggir rekstur sinn á
gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu
vöruvali á eins hagstæðu verði og
völ er á. Félagið rekur fyrir kaupin
um 50 verslanir á 33 þremur stöðum
víðsvegar um land og eru helstu vöru
merki Samkaupa Nettó, Kjörbúðin
og Krambúðin. Þar starfa yfir 1.000
manns.
„Samkaup er leiðandi fyrirtæki í
viðskiptaháttum, vörugæðum og
þjónustu sem og virkur þátttakandi
í nærsamfélaginu. Kaupin á versl
unum Baskó styrkja stöðu Samkaupa
á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur
enn nær íbúum þar,“ segir Ómar.
Jafnframt er búið að undirrita samn
ing þess eðlis að Samkaup festi kaup
á verslunum Iceland á Akureyri og í
Reykjanesbæ. Málið er á borði Sam
keppniseftirlitsins og vænta má úr
skurðar á næsta ári.
Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er
fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að
uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskipta
vina sem og tengsl við viðskiptavini í
öllum byggðum landsins.
Samkaup kaupa tólf verslanir
á höfuðborgarsvæðinu
Útlendingastofnun flytur í
stærra húsnæði á Ásbrú
– Aukið rými og möguleiki á að þjónusta mismunandi hópa umsækjenda –
Útlendingastofnun tekur á næstu vikum í notkun húsnæði við Lindarbraut
á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þá mun Útlendingastofnun hætta leigu núverandi
húsnæðis, Airport Inn, við Klettatröð um áramótin. Fram að áramótum
verða því bæði húsnæðin í notkun. Nýja húsnæði Útlendingastofnunar á
Ásbrú er skammt frá grunnskólanum Háaleitisskóla.
Núverandi húsnæði á Airport Inn
rúmar allt að 90 einstaklinga en nýja
húsnæðið að Lindarbraut getur tekið
við rúmlega 100 einstaklingum í nú
verandi útfærslu.
„Nýja húsnæðið gefur stofnuninni
aukið rými en einnig möguleika á
að þjónusta mismunandi hópa um
sækjenda,“ segir Þórhildur Hagalín,
upplýsingafulltrúi Útlendingastofn
unar, í skriflegu svari til Víkurfrétta.
Útlendingastofnun er með samning við
Reykjanesbæ um þjónustu við umsækj
endur um alþjóðlega vernd en þar er
fyrst og fremst um að ræða fjölskyldur
sem þiggja þjónustu af sveitarfélaginu.
„Stofnunin leitaði eftir því hvort vilji
væri fyrir því hjá sveitarfélaginu
að koma að þjónustu við umsækj
endur í húsnæðinu að Lindarbraut
en sveitarfélagið hafnaði því. Eftir
sem áður þjónustar Reykjanesbær
þá sem falla undir samninginn við
Útlendingastofnun en stofnunin sjálf
mun sjá um þjónustu við þá sem
koma til með að búa að Lindarbraut
með sama hætti og í öðrum úrræðum
á vegum stofnunarinnar, bæði á Ásbrú
og höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þór
hildur í svari til Víkurfrétta.
Lögreglan á reglulega erindi í úrræði
á vegum Útlendingastofnunar þar
sem hún er einn af þeim aðilum sem
kemur að málsmeðferð umsókna um
alþjóðlega vernd. Í fyrirspurn Víkur
frétta til Útlendingastofnunar var
spurt hvort stofnunin hafi áhyggjur
af því að hafa starfsemi sem þarf tíð
afskipti lögreglu við hlið grunnskóla.
„Stofnunin vill minna á að umsækj
endur um alþjóðlega vernd eru ekki
öðruvísi en annað fólk þrátt fyrir að
staða þeirra og aðstæður séu aðrar
en vanalega gerist,“ segir í svari Út
lendingastofnunar.
SKIPA VINNUHÓP VEGNA HÚSNÆÐIS-
STUÐNINGS SVEITARFÉLAGSINS
Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt skipun starfshóps til að
fara yfir húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Er það gert með hliðsjón
af þeim breytingum sem hafa orðið m.a. á lögum um félagsþjónustu
sveitarfélaga, sem og ábendingum í ályktun umboðsmanns Alþingis í
áliti hans vegna húsnæðisvanda utangarðsfólks í Reykjavík og stöðu og
þróun húsnæðismála eins og hún kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs
og Velferðarráðuneytisins sem kynnt var á nýliðnu Húsnæðisþingi 2018.
Starfshópurinn verður samsettur af þremur fulltrúum úr velferðarráði,
tveimur starfsmönnum úr úthlutunarhópi velferðarráðs í húsnæðis
málum, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og framkvæmdastjóra Fasteigna
Reykjanesbæjar.
Þrjátíu og þrjú fyrirtæki á Suðurnesjum
„FRAMÚRSKARANDI“
Þrjátíu og þrjú fyrirtæki á Suðurnesjum eru meðal „Framúrskarandi
fyrirtækja árið 2018“. Creditinfo tilkynnti í sl. viku hvaða fyrirtæki á
landinu væru í þessum hópi. Alls fengu á áttundahundrað fyrirtæki
á landinu þessa viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrir-
tækjum á landinu.
Fyrirtæki sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að
uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Þau þurfa m.a. að
hafa sýnt rekstrarhagnað síðustu þrjú árin, vera með 20% eiginfjárhlutfall
á sama tíma og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð.
Fyrirtæki á Suðurnesjum sem komast á listann 2018:
• Bláa lónið hf.
• HS Veitur hf.
• Samkaup hf.
• Fríhöfnin ehf.
• Lagnir og þjónusta ehf.
• Nesbúegg ehf.
• Blue Car Rental ehf.
• Einhamar Seafood
• Icemar ehf.
• TSA ehf.
• Melás ehf.
• Happy Campers
• K&G ehf.
• Verkfræðistofa Suðurnesja
• Bragi Guðmundsson ehf.
• Eldsneytisafgreiðslan á Kefla
víkurflugveli EAK ehf.
• H.H. Smíði ehf.
• OMR verkfræðistofa ehf.
• Ice Fish ehf.
• A. Óskarsson verktaki ehf.
• Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.
• SI Raflagnir ehf.
• Bústoð ehf.
• Útgerðarfélag Sandgerðis ehf.
• Veiðafæraþjónustan ehf.
• Bílrúðuþjónustan ehf.
• Eignarhaldsfélagið Áfangar ehf.
• Víkurás ehf.
• Fitjar vörumiðlun ehf.
• Bergraf ehf.
• Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
• Skólamatur ehf.
• Rekan ehf.
Töluvert tjón varð þegar þak fauk af húsi sem unnið er að endurbótum á við Sjávargötu í
Njarðvík í óveðri um síðustu helgi. Stór hluti fauk af þakinu og olli tjóni. Ekki varð slys á
fólki. Á myndinni má sjá gröfu og sendibíl halda niðri brakinu af þakinu í veðrinu.