Víkurfréttir - 22.11.2018, Qupperneq 4
4 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.
Glæsilegur íbúða-
kostur í Vogum
Skyggnisholt 2-10
Afhending fyrstu íbúða vorið 2019
Fjögur ný hús í byggingu
6 íbúðir í hverju húsi
Afhending fyrstu íbúða
vorið 2019
Verð 29,5 – 38,5 mkr,-
Stærðir 64,4 – 99,9 fm
2ja, 3ja og 4ra herbergja
íbúðir.
Nánari upplýsingar:
Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteigna-
sali s: 698-2603
Nánari upplýsingar:
Aron Freyr Eiríksson, löggiltur fasteigna-
sali s: 772-7376
Hönnuðir:
Söluaðilar:
Byggingaraðili:
Stofnuð 1983
35
á r a
Útrás Höllu byrjar vel
– Ferðamenn ánægðir með matinn frá veitingakonunni í Grindavík
„Við sóttum um upp á von og óvon
og vorum alveg tilbúin að taka því
að vera ekki valin. Við litum á þetta
sem prófraun eða æfingu og vildum
leggja þá vinnu á okkur að fara í
útboð á nýjum veitingastað í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar. Við höfðum
mjög gott af þessu því við þurftum
að skoða rekstur fyrirtækisins ofan
í kjölinn en þetta gekk vel og ég var
í einhvern veginn örugg á því að við
myndum vinna útboðið og það varð
raunin. Byrjunin á staðnum lofar
mjög góðu. Þetta var mikil áskorun
fyrir okkur og við erum bjartsýn
á framtíðina,“ sagði Halla María
Svansdóttir, stofnandi veitinga-
staðarins Hjá Höllu í Grindavík, en
hún og Sigurpáll Jóhannsson, maður
hennar, kynntu rekstur sinn á fundi
í Reykjanesbæ nýlega þar sem verið
var að kynna Startup Tourims, við-
skiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki
í ferðaþjónustu.
Halla og Sigurpáll fóru yfir þróun
staðarins Hjá Höllu og sögðu frá
hluta af þeirri vinnu sem átti sér stað
í undirbúningi staðarins í flugstöð-
inni. Þau hafa sannarlega verið með
nýsköpun í rekstri veitingastaðarins
og nú er Halla orðin vel kynnt í sínum
heimabæ Grindavík, á Suðurnesjum
og á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur
farið nýjar leiðir í matargerðinni og
lagt upp úr því að gera sína rétti frá
grunni og notar eingöngu bestu hrá-
efni. Hollusta er ofarlega á listanum
hjá henni. Eitt af því sem hún býður
upp á er að senda matarpoka til ein-
staklinga og fyrirtækja og það hefur
verið mjög vinsælt.
Halla segir að það sé vissulega öðru-
vísi að reka veitingastað í flugstöð
en það sé mjög skemmtilegt. Margir
ferðamenn hafi verið ánægðir og látið
það í ljós. „Þetta var stórt skref en við
stefnum að því að vera þarna næstu
árin, jafnvel áratug ef vel gengur,“
sagði veitingakonan úr Grindavík.
Startup Tourism er
frábært tækifæri
fyrir sprotafyrirtæki
í ferðaþjónustu
Startup Tourims viðskiptahraðall
var kynntur í Reykjanesbæ nýlega
en það er eins og tíu vikna súper-
námskeið og sérhannað fyrir ný
fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Mark-
miðið er að hvetja til nýsköpunar
á sviði ferðaþjónustu, stuðla að
verðmætasköpun og fagmennsku
og stuðla að dreifingu ferða-
manna víðsvegar um landið,
allan ársins hring,“ sagði Sunna
Halla Einarsdóttir frá Icelandic
Startups.
Startup Tourism er einkarekið
félag stutt af nokkrum stórum
fyrirtækjum eins og Bláa lóninu,
Vodafone og Íslandsbanka.
Á kynningarfundinum kom fram
að nærri hundrað fyrirtæki hafi
sótt um að komast að í fyrra en á
hverju ári eru sérvalin tíu sprota-
fyrirtæki sem fá tækifæri til að
þróa áfram viðskiptahugmyndir
sínar undir leiðsögn reyndra frum-
kvöðla, fjárfesta og annarra sér-
fræðinga, þeim að kostnaðarlausu.
Á kynningarfundinum fór Gunn-
ar K. Sigurðsson, markaðsstjóri
Isavia, yfir markaðssetningu hjá
fyrirtækinu, fjölda ferðamanna
og fleira tengt ferðaþjónustunni
á Íslandi.
Atvinnuþróunarfélagið Heklan
stóð fyrir fundinum í samvinnu
við Startup Tourism.
Nýi veitingastaðurinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
VF-myndir/pket
FRÉTTAVAKT
ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222