Víkurfréttir - 22.11.2018, Side 6
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.
K-sport í 25 ár
við Hafnargötuna
– Siggi Björgvins hætti við að hætta. Býður upp á mikið úrval af sportvöru
Siggi Björgvins, fyrrum meistara-
flokksmaður hjá Keflavík í fótbolta,
hefur staðið sportvöru vaktina fyrir
fólkið í bænum undanfarin 25 ár.
Hann selur þar íþrótta- og útivistar-
fatnað á alla fjölskylduna. Það er
gaman að segja frá því að Sigurður
Björgvinsson lék fyrst með meistara-
flokki Keflavíkur árið 1975 þá aðeins
sextán ára gamall. Hann var sæmdur
silfurmerki knattspyrnudeildar
Keflavíkur árið 2011 og var þá næst
leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá
upphafi. Siggi er kraftmikill Kefl-
víkingur sem komið hefur þessari
flottu sportvöruverslun á kortið
hjá mörgum bæjarbúum. Sjálfur
fær hann útrás daglega með því að
hlaupa sex til sjö kílómetra ásamt
því að spila með félögum sínum fót-
bolta í Old Boys í hverri viku. Líklega
vilja langflestir sjá sportbúðina hans
Sigga lifa áfram og geta ekki hugsað
sér bæinn án K-sport.
Vörn í sókn
Það er alltaf stutt í hlátur-
inn hjá Sigga en í þessari
heimsókn var oft hlegið inn
á milli þess sem alvaran var
einnig rædd en K-sport var
næstum búið að loka í haust
þegar eigandinn missti eld-
móðinn og fannst bæjarbúar
ekki kunna að meta lengur að
versla í heimabyggð.
„Ég var á leiðinni að hætta og
ætlaði að selja frá mér K-sport
en svo fékk ég svo mikla hvatn-
ingu frá fólki um að halda áfram
að ég er hættur við að hætta.
Núna er ég aftur fullur af bjart-
sýni og ætla að halda áfram að
létta fólki lífið með því að bjóða
því upp á góða sportvöruverslun
hér heima. Þú átt ekki að þurfa að
fara til Reykjavíkur til að kaupa
eitthvað í sportið. Hér er fullt af
vörum og á sambærilegu verði og
innfrá. Ég er með alls konar merkja-
vöru eins og Nike, Under Armour,
Speedo, Zo-On svo eitthvað sé nefnt.
Alls staðar á landinu er merkjavaran
á sama verði. Svo er ég kominn í sam-
starf við ótrúlega flotta danska keðju
sem býður gæði sem slá algjörlega í
gegn. Norðmenn sem eru mjög kröfu-
harðir á útivistarfatnað eru mjög
hrifnir af þessari dönsku merkja-
vöru sem nefnist Zig-Zag fyrir börn,
Whistler og Endurance fyrir full-
orðna. Norsarar eru tortryggnir á
allt annað en norskt þegar kemur
að útivistarfatnaði sem er sérgrein
þeirra en þeir eru mjög hrifnir af
þessari sportvörulínu. Þessar vörur
frá Danmörku eru á gríðarlega góðu
verði hjá okkur. Við erum einnig með
mjög góðan sundfatnað frá Speedo
og smart jógafatnað og fylgihluti
eins og flottar jógadýnur og fleira.
Strigaskór eru í miklu úrvali hjá
okkur, glæsilegar kuldaúlpur á börn
og fullorðna, regngalla, vindgalla á
allan aldur, húfur, vettlingar, góðir
sportsokkar svo eitthvað sé nefnt.
Svo er ég með ódýrustu skólatösk-
urnar í bænum en það eru stórar
íþróttatöskur sem fólk hefur keypt
í skólann handa krökkunum. Alls
konar bakpokar eru einnig hérna í
útivistina. Búðin er klár fyrir jólin,
heilu veggirnir fullir af fallegri vöru.
Því meira sem fólk verslar hér heima
því meira úrval getum við boðið upp
á. Það hangir saman. Ég vil að fólk
geti verslað hér heima og þess vegna
er ég að þessu. Það vilja örugglega
allir halda í búðirnar sem eru hérna
því það skapar einnig lifandi bæjar-
félag og góða stemmningu bæjarbúa.
Við erum bærinn og við getum látið
alla verslun lifa ef við hugsum okkur
aðeins um og verslum heima frekar
en að kaupa sömu vöru í bænum eða
á netinu sem jafnvel passar svo ekki,“
segir Siggi í einlægni.
VERSLUN&VIÐSKIPTI
Guðrún Eir Jónsdóttir, afgreiðslustúlka,
ásamt Sigurði Björgvinssyni, verslunareiganda.
Íris Harðardóttir rekur ásamt syni
sínum, Erlingi Birni Helgasyni, tísku-
vöruverslunina VIBES á Hafnargötu
og hefur gert undanfarin tvö ár.
„Mig langaði að vera með eigin
rekstur en ég hef unnið hjá öðrum
í mörg ár og verið verslunarstjóri
hér og þar en nú langaði mig að
prófa að reka tískuverslun sjálf.
Þetta er búið að vera gaman en ég
hef alltaf verið mikið fyrir tískuföt
og man eftir mér þriggja ára með
mömmu minni að benda á tísku-
fatnað í gluggum. Þetta er svo stór
partur af mér,“ segir Íris sem stóð
vaktina ein þennan daginn í búð-
inni og var að aðstoða viðskiptavini
þegar blaðamaður rak inn nefið til
að forvitnast. Sýningargluggi VIBES
hefur oft vakið athygli vegfarenda
fyrir frumlega útstillingu og nú er
þar gamalt lögreglumótorhjól sem
prýðir gluggann.
Jólin koma fyrst í
sýningargluggann
Stíllinn í versluninni er retro-stíll
en Íris segist leggja mikið upp úr
því að fólki líði vel á meðan það er
að versla. „Já, ég vil að fólki finn-
ist gott að koma hingað inn, þess
vegna er ég með allskonar skraut
hér inni svo að búðin minni einnig á
heimili. Mér finnst líka mjög gaman
að stilla út í gluggann og bráðum
fer ég í jólagluggann. Það er alltaf
ákveðin stemning að fá jólin í glugg-
ana. Einu sinni veitti Reykjanesbær
viðurkenningu fyrir skemmtilegasta
jólagluggann í miðbænum okkar.
Því miður eru þeir hættir því en
það skapaði mjög skemmtilega
stemningu hjá okkur sem rekum
verslanir hér í bæ og hvatti okkur til
að leggja meira í sýningargluggana
okkar,“ segir Íris og vonast til að
bæjaryfirvöld taki þann skemmti-
lega sið upp aftur.
Upphaflega átti VIBES eingöngu
að bjóða upp á tískuföt fyrir stráka
en það breyttist fljótlega þegar Íris
fór að fara til útlanda að kaupa inn
fatnað fyrir búðina.
„Ég á þrjá stráka og mér fannst
vanta föt á stráka, svona kúl street-
föt, töff föt. Mig langaði að skapa
sjálfri mér atvinnutækifæri. Ég fer
öðru hvoru til útlanda að kaupa inn
fatnað fyrir búðina til að bjóða upp
á annað úrval og betra verð, en það
gerist þegar ég kaupi beint af heild-
sala úti en ekki í gegnum milliliði
hér heima. Ég komst ekki hjá því
að sjá kvenfatnað í leiðinni og hann
var svo flottur að ég fór að kaupa
inn einnig handa konum. Það var
svo erfitt að horfa á þessi flottu föt
og taka þau ekki með heim. Í dag
er ég með fyrir alla aldurshópa og
á bæði kynin,“ segir Íris.
Vil veita persónulega
þjónustu
Íris hefur sem sagt alltaf unnið í
tískuverslun og segist ekki vilja
vinna við neitt annað, það sé svo
gaman. „Ég hef mikla þjónustu-
lund og vil selja kúnnanum það sem
klæðir hann ef ég er spurð ráða,
sem er yfirleitt. Þegar fólk kemur
hingað inn þá er þjónustustigið
hátt því ég vil gera vel við alla. Það
er prinsipp-mál hjá mér að hjálpa
fólki að finna föt sem passa best,“
segir Íris og viðurkennir að dagarnir
verði stundum langir þegar maður
vinnur hjá sjálfum sér.
„Ég er fjölskyldumanneskja og vildi
einnig að yngsta barnið mitt, dóttir
mín, gæti komið hingað eftir skóla
og lært hérna inni hjá mér. Þannig
hefur hún alltaf aðgang að mér og
ég get í leiðinni einnig sinnt starf-
inu mínu vel,“ segir Íris og hlakkar
til jólanna og að klæða bæjarbúa í
flott jólaföt.
marta@vf.is
Hefur
gaman
af tísku-
fötum
VERSLUN&VIÐSKIPTI
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Jólaúthlutun
Velferðarsjóðs Suðurnesja og Hjálparstarfs kirkjunnar á Reykjanesi
Opið verður fyrir umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarf kirkjunnar í
Keflavíkurkirkju 27. nóv., 29. nóv., 4. des., 6. des. og 11. des.
Opnunartími er frá klukkan 9:00 til 11:00. Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbankakort)
frá Hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is.
Allir þeir sem eru undir viðmiðunarmörkum eiga rétt á jólaaðstoð hjón, einstaklinga og barnafólk.
Eftir 11. desember 2018 er lokað fyrir umsóknir í velferðarsjóð og Hjálparstarf Kirkjunnar til 15. janúar 2019.
Afgreiðsla korta fer svo fram 13. desember 2018 milli klukkan 09:00 og 12:00
Christmas Allocation of the Welfare Fund of Suðurnes
and the Relief Work of the Church in Reykjanes
Applications will be made to the welfare fund of Suðurnesja and the Church's Relief Work
at Keflavik Church, Nov. 27th, Nov. 29th, Dec. 4th, Dec. 6th and Dec. 11th.
Opening hours are from 09:00 to 11:00. Those who have been paid on a card (blue Arion bank card) from the
Church Aid can apply for Christmas support online at www.help.is.
All those who are below the threshold limit are entitled to Christmas support
for couples, individuals and children.
After December 11th 2018, applications for Welfare Fund and Church Relief Work
are closed until January 15th 2019.
Payment of cards will take place on December 13th 2018 between 09:00 and 12:00
Íris Harðardóttir.