Víkurfréttir - 22.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.
Jólaljósin verða tendruð í Kirkjugörðum Keflavíkur
fyrsta sunnudag í aðventu, þann 2. desember.
Ljós verða tendruð í Hólmbergsgarði kl. 16:00 og í kirkjugarðinum við Aðalgötu kl. 17:00.
Verð fyrir uppsetningu og lýsingu á aðventu og fram á þrettánda
er kr. 4.500.- fyrir einn kross en 3.500.- fyrir hvern kross umfram það.
Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að
aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður:
Miðvikudagur 28. nóvember kl. 13:00 – 17:00
Fimmtudagur 29. nóvember kl. 13:00 – 17:00
Föstudagur 30. nóvember kl. 13:00 – 17:00
Laugardagur 1. desember kl. 10:00 – 15:00
Sunnudagur 2. desember kl. 13:00 – 15:00
Opið verður frá 4. desember – 20. desember.
Þriðjudaga kl. 15:00 – 17:00
Fimmtudaga kl. 15:00 – 17:00.
Ath. ekki verða sendar valkröfur í heimabanka þetta árið.
Leigu- og sölukrossar verða á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir kirkjugarðsvörður Friðbjörn Björnsson
í síma 824 6191 milli kl. 10:00 og 16:00 alla virka daga.
Jólalýsing í
Kirkjugörðum Keflavíkur
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Miklar breytingar í útgerð á 20 árum
Það er búið að vera mikið líf í Sandgerði núna þegar liðið hefur á nóvem-
bermánuð. Mikil fjölgun á bátum sem gera þaðan út, því að nokkrir hafa
bæst í hópinn þar sem gera út á línuveiðar. Má þar nefna bæði Daðey GK
og Katrínu GK. Þegar þetta er skrifað hefur verið haugabræla síðan fyrir
helgi og bátar ekkert komist á sjóinn.
Netabáturinn Erling KE er farinn á
flakk því hann fór á Vestfirðina og
lagði netin sín út frá Önundarfirði
og landaði á Flateyri 33 tonnum í
einni löndun, fór síðan annan túr
og landaði í Bolungarvík.
Fyrst ég byrjaði á að tala um hversu
mikið hefði verið um að vera í Sand-
gerði núna í nóvember þá er kannski
rétt að fara í smá ferðalag aftur í
tímann og sjá breytingarnar sem
hafa orðið. Förum aftur til ársins
1998 eða tuttugu ár aftur í tímann
og í nóvember. Maður rekur strax
augun í miklar breytingar. Byrjum
í Grindavík. Núna árið 2018 hefur
verið landað í Grindavík 275 tonnum.
Árið 1998 var landað í sama mánuði
5038 tonnum. Þar af var loðna 3777
tonn. Þetta er allrosalegur munur,
uppá 1650%. Fjöldi landana er líka
mun meiri. Landanir árið 2018 eru
ekki nema um tuttugu en árið 1998
voru 182 landanir.
Ef við skoðum nokkra báta árið 1998
þá má nefna t.d. Þorstein Gíslason GK
sem var með 40 tonn í sjö róðrum á
línu. Reynir GK 39 tn í æatta róðrum
á línu. Háberg GK, sem var á loðnu,
var með 1878 tonn í þremur veiði-
ferðum. Skarfur GK á línu 188 tonn
í þremur. Kjói GK, sem var smábátur
í eigu Stakkavíkur, var með 11,3 tonn
í átta á línu. Þessi bátur heitir í dag
Stakasteinn GK og er gerður út af Hirti
Jóhannessyni, sem var áður skipstjóri
á Njál RE. Alli Vill GK var með 11,2 tonn
í fimm á línu.
Í Keflavík núna árið 2018 þá hefur
verið landað þar um 962 tonnum og
af því þá er síld 900 tonn þannig að
eftir standa 62 tonn af bolfiski. Fyrir
tuttugu árum síðan þá var landað í
Keflavík og Njarðvík 1368 tonnum í
258 löndunum.
Sem fyrr voru margir netabátar að
landa árið 1998 og t.d. var Styrmir KE
með 51 tn í tíu. Happasæll KE, sem í
dag er Grímsnes GK, var með 86,5 tn
í 21 róðri. Ágúst Guðmundsson GK
með 56 tn í sextán róðrum. Gunnar
Hámundarsson GK 31,5 tonn í átján.
Þorsteinn GK sextán var með 46 tn
í tólf og Skúmur GK 111 var með 47
tn í fimmtán. Þuríður Halldórsdóttir
GK á trolli var með 221 tonn í fjórum.
Eyvindur KE á dragnót með 29 tonn
í tólf.
Sandgerði hefur um árabil verið
stærsta löndunarhöfn landsins og
það sést vel í nóvember 1998, því þá
voru landanir 674 talsins og aflinn
alls 3311 tonn og af því var loðnan 908
tonn svo að bolfiskur var því 2403
tonn. Þetta voru alls 83 bátar sem
lönduðu afla í Sandgerði árið 1998 í
nóvember og er það ansi mikill fjöldi.
Skoðum nokkra báta. Línuveiði
bátanna var mjög góð og sérstaklega
hjá smábátunum. Eins og t.d. Funi
GK sem var með 27 tonn í fimmtán
róðrum. Baddý GK 31 tn í fjórtán. Dí-
mon KE 20 tn í níu róðrum. Staðarvík
GK 20 tn í níu og heitir þessi bátur
í dag Guðrún Petrína GK. Mummi
GK 20 tn í tíu og voru Mummi GK
og Staðarvík í eigu Stakkavíkur. Siggi
Bjarna GK 42 tn í tólf. Þessi bátur
er í dag Addi Afi GK frá Sandgerði.
Skarfaklettur GK 38 tn í fimmtán.
Togarinn Berglín GK var með 292
tn í fjórum. Ársæll Sigurðsson HF 34
tn í 22 á netum. Guðfinnur KE 50 tn
í fimmtán á net. Jón Gunnlaugs GK
29 tn í fjórum á trolli. Stafnes KE 107
tn í tólf á net og Svanur KE 30 tn í
sextán á net. Freyja GK 40 tn í níu á
línu. Ósk KE 67 tn í átján á netum og
heitir þessi bátur í dag Maron GK.
Baldur KE 22 tonn í tólf róðrum á
dragnót. Sigþór ÞH 116 tn í fjórtán
á línu, og Siggi Bjarna GK 71 tonn í
sextán á dragnót.
Eins og sést á þessu stutta yfirliti
þá hefur mikið breyst í útgerð á
Suðurnesjunum á aðeins tuttugu
árum. Breyting sem því miður er
ekki jákvæð.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
AFLA
FRÉTTIR
Gunnar Hámundarson GK með fullfermi
af fiski til hafnar í Keflavík. Myndin er
tekin 2007. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÓLÖF (LÓLÓ) MAGNÚSDÓTTIR
Fagragarði 12, Keflavík
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
miðvikudaginn 31. október síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Reynir Guðmannsson
Guðrún Reynisdóttir
Thelma Rún Birgisdóttir Aron Ingi Guðmundsson
Íris Reynisdóttir Benóný Benónýsson
Viktoría Benónýsdóttir Ísabella Benónýsdóttir
Skór á alla fjölskylduna
Skóbúðin leggur áherslu á að þjóna heimafólki vel
Íbúar á svæðinu hafa alltaf getað keypt sér góða skó í gegnum árin. Þannig
sérverslun hefur aldrei vantað. Fyrir margt löngu var það Erla skó sem rak
einu skóverslunina í Keflavík en faðir hennar var Sigurbergur skóari. Síðar
tóku Stella Baldvins og Magnúsína Guðmundsdóttir við þeirri skóverslun
á Hafnargötu og ráku í mörg ár. Árið 2002 stofnuðu Hermann Helgason
og Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, HH skó eða Skóbúðina.
Dalrós Jóhannsdóttir kom svo inn í reksturinn árið 2012. Nú hafa þær
stöllur Dalrós og Steinunn tekið við keflinu saman og bjóða upp á skó fyrir
alla fjölskylduna en þær eru einmitt staðsettar við Hafnargötuna í Keflavík
og hafa gert undanfarin sextán ár. Verslunin heitir einfaldlega Skóbúðin.
Gott að geta verslað heima
„Já, það er fínt að gera hjá okkur enda
erum við með rosalega gott úrval fyrir
alla fjölskylduna. Við leggjum mikla
áherslu á að þjóna fólkinu vel hérna
suðurfrá, svo að fólk þurfi ekki að fara
til Reykjavíkur til að kaupa sér skó.
Við erum einnig samkeppnishæfar við
verðið innfrá sem skiptir alla miklu
máli,“ segir Dalrós.
Þær Dalrós og Steinunn ákváðu að
fara út í reksturinn saman til að auð-
velda báðum reksturinn en þá geta
þær skipt á milli sín dögum og átt
stundum frí. Það hentar þeim vel.
„Við verslum bara við íslenska heild-
sala og fáum gott verð hjá þeim, það
skiptir miklu máli. Úrvalið hjá okkur
er mikið. Við höfum einnig getað út-
vegað skóstærð 49 ef fólk þarf. Það er
bara að koma við hjá okkur og biðja
um svoleiðis sérpöntun. Við viljum
þjónusta fólk eftir bestu getu, það
er alltaf markmið okkar og að vera
samkeppnishæfar við skóverslun í
borginni. Nú er vinsælast að kaupa
kuldaskó á krakkana og kuldaskó
með mannbroddum fyrir fullorðna.
Spariskór, mokkasíur og háir hælar
fyrir konur á árshátíðina. Sætir inni-
skór hafa alltaf verið vinsælir. Svo
vorum við að fá inn leðurhanska fyrir
konur og karla,“ segir Dalrós en hún
stóð vaktina daginn sem blaðamaður
rak inn nefið.
Komdu niður í bæ
Skóbúðin er í samtökunum Betri bær
en þar eru verslanir Reykjanesbæjar
að vinna saman að því að hvetja íbúa
til að versla í heimabyggð.
„Við erum í samtökunum Betri bær
sem vilja auka verslun heimafólks. Ef
þú getur keypt vöruna hér heima, þá
ertu líka að spara þér tíma, eldsneytis-
kostnað og í leiðinni ertu umhverfis-
vænni. Ef fólk hugsar málið þá vilja
allir hafa þessa þjónustu hér heima
og ekki missa hana. Við getum skapað
miklu meiri verslun með öllum þeim
fjölda sem býr hérna núna og bærinn
verður einnig meira lifandi. Fólk þarf
að gera sér grein fyrir þessu og koma
niður í bæ, labba inn í búðir og sjá allt
úrvalið. Það er svo margt sem fæst hér
suður með sjó. Fullt af flottri gjafa-
vöru, blóm, húsgögn, skartgripir, skór
og fatnaður fyrir alla fjölskylduna,
rafmagnstæki og fleira og fleira. Ég
nefni bara brot af því,“ segir Dalrós
og hvetur einnig bæjaryfirvöld til að
efla lifandi bæ með verðugu átaki.
VERSLUN&VIÐSKIPTI
Steinunn Ýr og Dalrós eigendur Skóbúðarinnar. VF-mynd: Marta