Víkurfréttir - 22.11.2018, Qupperneq 10
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.
Eyjólfur Helgi Þórarinsson – aldarminning
Þegar lífshlaup Eyjólfs Helga
Þórarinssonar, afa Eyja, er skoðað
í tilefni þess að heil öld er liðin
frá fæðingu hans, áttar maður sig
betur á hversu mikill uppfinninga-
maður hann var. Hann var stór-
huga og framsýnn, hafði sterkan
persónuleika og var á mörgum
sviðum langt á undan sinni samtíð.
Afi Eyji var fæddur 26. nóvember
1918 í Keflavík. Foreldrar hans voru
Þórarinn Eyjólfsson, vélstjóri og
síðar trésmiður, og Elínrós Bene-
diktsdóttir, ljósmóðir.
Hann fékk barnaskólamenntun í
Keflavík, nam rafvirkjun á Akureyri
og rafvélavirkjun eftir að hann flutt-
ist aftur suður og tók sveinspróf í
þeirri grein árið 1963. Hann var
sjálfmenntaður tungumálamaður
og las þau erlendu tæknirit sem
hann komst yfir. Hann teiknaði og
byggði mörg íbúðarhús á Suður-
nesjum og var frumkvöðull í því
að setja geislahitun í íbúðarhús.
Eyjólfur var einn af stofnendum
Keflavíkurverktaka, stjórnarfor-
maður rafmagnsdeildarinnar um
níu ára skeið, stjórnarformaður
Ramma hf. og formaður Rafverk-
takafélags Suðurnesja. Þá var hann
virkur félagi í Frímúrarareglunni
og hvatamaður að stofnun Sindra,
stúku innan hreyfingarinnar, með
aðsetur í Keflavík.
Fyrirtæki hans Alternator hf. fram-
leiddi alla tíð rafala (alternatora)
og aðrar rafvélar auk almenns við-
halds rafvéla. Við framleiðsluna
var beitt nýjum hugmyndum og
aðferðum sem Eyjólfur og starfs-
menn hans útfærðu og þróuðu í
samvinnu við erlenda aðila sem
luku miklu lofsorði á tæknihug-
myndir hins íslenska hugvitsmanns
og samstarfsmanna hans.
Lokaverkefni Eyjólfs, sem honum
entist ekki ævin til að klára, var
þróunarverkefni, rafeindastýrður
riðstraumsrafall óháður snúnings-
hraða aflvélar. Þennan rafal hafði
Eyjólfur hugsað sér sem fram-
tíðarlausn fyrir fiskiskipaflotann.
Á þessum tíma skiptist hann á
hugmyndum og búnaði við erlend
fyrirtæki og enn í dag eru tækni-
hugmyndir hans notaðar í hrað-
astýringu á rafmótorum.
Eiginkona Eyjólfs var María Her-
mannsdóttir og eignuðust þau fimm
börn; Eydísi, Elínrósu, Guðrúnu,
Þórarinn og Önnu Maríu. Fyrir átti
Eyjólfur dótturina Elsu Lilju.
Við horfum til baka og minnumst
afa Eyja með hlýju á 100 ára afmæl-
isdegi hans. Hann var tíður gestur
á heimili okkar, þáði oftar en ekki
kaffitár með molasykri og miðlaði
af visku sinni til okkar.
Það var ómetanlegt á heimili, þar
sem börnin voru fjögur, pabbinn á
sjó og móðirin sá um heimilið, að
eiga góðan afa. Afa sem ávallt var
til staðar. Þetta var á þeim árum
þegar allt var að gerast í Keflavík.
Keflvískar hljómsveitir voru vin-
sælar, fótboltaliðið sigursælt, útgerð
í blóma auk mikilla áhrifa frá veru
hersins á vellinum.
Í minningunni var stutt í húmor-
inn og gamansemi þó svo traust og
þolinmæði væru einkennandi í fari
hans. Hann var kletturinn hennar
ömmu sem saknaði hans fram á
sinn síðasta dag. Eyjólfur lést 30.
maí 1987.
Í þakkarkveðju frá aðstandendum
til þeirra sem fylgdu afa Eyja var
notast við ljóðlínur Gunnars Dal.
Það skilur enginn augnablikið,
fyrr en það er farið.
Það skilur enginn nýja sköpun,
fyrr en henni er lokið.
Og enginn þekkir stund ham-
ingjunnar, fyrr en hún er liðin.
Minningin um einstakan uppfinn-
ingamann og góðan afa lifir með
okkur um aldur og ævi.
María, Hafdís, Björg, Guðni
BESTI
SJÓNVARPSÞÁTTUR
VÍKURFRÉTTA
ER
Suðurnesjamagasín
Hreysti
og heilsa
eldri borgara
í Sandgerði
Öryggi og
flugvernd
á Keflavíkurflugvelli
Magnús
Orri
fer á Special Olympics
öll fimmtudagskvöld kl. 20:30
á Hringbraut og vf.is
Meðal efnis í þe ari viku
Þú getur ei
ig horft á Suðurnesjamagasín á vf.is
Jólasælkeramarkaður á Park Inn
Systur úr Oddfellow-stúkunni Eldey ætla að standa fyrir jólasælkeramarkaði á Park Inn
hóteli í Reykjanesbæ fimmtudaginn 6. desember. Á boðstólum verður ýmislegt tengt
jólum, allt heimalagað, s.s. sörur, marengsbotnar, rauðkál, paté, brauð, leiðisgreinar,
jólasápur og margt fleira. Allur ágóði rennur til líknarmála.
Bergrisinn hylltur á
Garðskaga 1. desember
Sá siður hefur myndast að á Fullveldisdaginn 1. desember hefur hópur
fólks komið saman og haldið Landvættablót við Garðskagavita til að hylla
bergrisann sem er landvættur Suðurlands. Safnast verður saman við Garð-
skagavita. Athöfnin hefst klukkan 18:00 og mun Jóhanna Harðardóttir,
Kjalnesingagoði, stýra henni.
Landvættir hafa samkvæmt fornum
sögum gætt landsins síðan í árdaga
og í Landnámu segir frá því þegar
Haraldur konungur Gormsson sem
af illa þokkaður af Íslendingum sendi
njósnara sinn í hvalslíki til landsins
og landvættirnir tóku á móti honum
og flæmdu burt frá landinu. Þegar
hann kom vestur um land segir svo:
„Brott fór hann þaðan og suður um
Reykjanes og vildi ganga upp á Vikars-
heiði. Þar kom á móti honum berg-
risi og hafði járnstaf í hendi, og bar
höfuðið hærra en fjöllin, og margir
aðrir jötnar með honum.“
Þegar athöfninni sjálfri er lokið, hafa
blótsgestir rifjað upp samning sinn
um vernd landsins og bergrisinn
hvattur til dáða. Þá safnast blótgestir
saman í kaffi á Röstinni, veitinga-
staðnum á Garðskaga.
FJÖLBREYTT JÓLADAGSKRÁ Á VEGUM REYKJANESBÆJAR
Jóladagskrá Reykjanesbæjar hefur verið birt í viðburðadagatali á vef
bæjarins. Til hægðarauka má hér sjá helstu viðburði desembermánaðar
og nokkuð ljóst að engum ætti að þurfa að leiðast á aðventunni.
Jóladagskrá í Reykjanesbæ 2018
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER
KL. 16.30: BÓKASAFN
Bókakonfekt barnanna – upplestur
fyrir börn. Arndís Þórarinsdóttir les
upp úr Nærbuxnaverksmiðjunni
og Katrín Ósk Jóhannsdóttir upp
úr Mömmugull. Tónlistaratriði frá
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ráð-
húskaffi býður upp á heitt súkkulaði
og piparkökur.
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER
KL. 20.00: BÓKASAFN
Bókakonfekt – upplestrarkvöld fyrir
fullorðna. Dagný Gísladóttir, Sig-
ríður Hagalín Björnsdóttir og Þóra
Kristín Ásgeirsdóttir lesa upp úr
nýútkomnum bókum sínum.
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER
KL. 16.30: BÓKASAFN
Bókabíó. Jólamyndin The Polar Ex-
press sýnd í miðju Bókasafnsins.
Myndin hentar fyrir börn frá sex
ára aldri.
LAUGARDAGAR 1. DESEMBER – 6. JANÚAR
KL. 12.00–17.00: DUUS SAFNAHÚS
Jólasveinaratleikur og óskalistar til
jólasveinanna. Á aðventunni, frá 1.
desember, stendur fjölskyldum til
boða að fara í ratleik í Bryggjuhús-
inu og leita að gömlu jólasveinunum
sem hafa falið sig hér og þar um
húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna
í hellinum um að koma óskalista til
jólasveinanna.
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER
KL. 16.00: DUUS SAFNAHÚS
Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða
til fagnaðar í Bíósal Duus Safnahúsa
í tilefni 100 ára afmælis fullveldis
Íslands. Frásagnir, tónlist og gaman-
mál (Ari Eldjárn).
SUNNUDAGUR 2. DESEMBER
KL. 14.00–16.00: DUUS SAFNHÚS
Skreytum saman í Bryggjuhúsi. Fjöl-
skyldur búa til kramarhús, músa-
stiga og jólahjörtu til að skreyta
Stofuna í Duus fyrir gamaldags jóla-
ball í anda Duusverslunarinnar sem
haldið verður 9. desember.
SUNNUDAGUR 2. DESEMBER
KL. 17.00: TJARNARGÖTUTORG
Tökum fagnandi á móti aðventunni
með tendrun ljósanna á vinabæjar-
jólatrénu frá Kristiansand á Tjarnar-
götutorgi. Jólatónlist, skemmtiatriði
fyrir börnin, jólasveinar, heitt kakó
og piparkökur.
SUNNUDAGUR 9. DESEMBER
KL. 14.00–15.00: DUUS SAFNAHÚS
Jólatrésskemmtun í stíl við þær sem
voru haldnar í Bryggjuhúsi Duus
fyrir 100 árum. Sungið og dansað
í kringum jólatré, íslenskur jóla-
sveinn og eitthvað gott í kramarhúsi.
FIMMTUDAGURINN 13. DESEMBER
KL. 16.30: BÓKASAFN
Gítartónleikar á vegum Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar.
VIKAN 17.–22. DESEMBER: BÓKASAFN
Fjölbreytt jólaföndur á hverjum degi
fyrir alla fjölskylduna.
SUNNUDAGUR 6. JANÚAR
KL. 17.00: HÁTÍÐARSVÆÐI VIÐ
HAFNARGÖTU 12
Þrumandi þrettándagleði. Blys-
för frá Myllubakkaskóla, gengið
að hátíðarsvæði við Hafnargötu í
fylgd álfa og púka þar sem Grýla
gamla tekur á móti gestum. Brenna
og flugeldasýning, heitt kakó og
piparkökur til að halda hita á mann-
skapnum.