Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2018, Side 12

Víkurfréttir - 22.11.2018, Side 12
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg. „Þessi bók hefur verið lengi í undir- búningi. Ég byrjaði að taka myndir í hana fyrir tólf árum. Sumarið 2006 fór ég að fara í gönguferðir hér á Reykjanesskaganum. Ég þekkti Reykjanesskagann ekki mikið. Ég hafði t.a.m. aldrei komið í Eldvörp eða skoðað svæðið í Krýsuvík. Ég varð fljótt heillaður af því sem fyrir augu bar. Þetta var sífellt að koma mér á óvart og skaginn leynir á sér“. ALLTAF VERIÐ NÁTTÚRUUNNANDI Hvað varð til að kveikja áhuga þinn á Reykjanesskaganum? „Ég hef alltaf verið náttúruunnandi en þarna var ég kannski kominn á þann stað í lífinu að ég hafði meira svig- rúm til að stunda útivist. Þá fór þetta vel saman við ljósmyndaáhugann og myndavélin er alltaf með í för. Ég fór því að ljósmynda það sem fyrir augu bar og reyna að koma því á framfæri því mér fannst og hefur í raun alltaf fundist að fleiri þurfi að vita hvað Reykjanesskaginn hefur að geyma. Hann er stórlega vanmetinn sem náttúruparadís. Árið 2010 fór ég fyrst að hugsa um það að gefa út svona bók. Ég fór af stað í verkefnið en svo varð ekkert úr því. Ég hef síðan af og til verið að hugsa um þetta. Verkefnið hefur ekki látið mig í friði en mér fannst alltaf eitthvað vanta og ég næði ekki nógu vel utan um það. Það var síðan þegar ég hafði farið í alla hraunrásarhellana og myndað svæðin með dróna að mér fannst ég vera kominn með nægan efnivið í bókaútgáfuna. Þá tók reyndar við togstreita um það hvort ég ætlaði að gefa bókina út sjálfur með þeirri fyrirhöfn sem því fylgir eða hvort ég vildi fara auðveldu leiðina og fá mér útgefanda. Fyrir tæpu ári síðan varð ákveðin at- burðarás í mínu lífi sem gaf mér spark í afturendann og útgáfa ljósmynda- bókarinnar varð eitthvað sem ég vildi ekki eiga eftir þegar minn síðasti dagur myndi renna upp. Maður veit svo sem aldrei hvenær hann kemur. Maður hefur enga tryggingu fyrir því að maður verði hér á morgun eða hinn. Ég ákvað því að drífa í þessu og koma bókinni frá mér.“ Þegar bókinni er flett þá sér maður að þetta eru ekki hinir hefðbundnu ferðamannastaðir á Reykjanesi sem þú hefur verið að mynda. „Nei, það var alltaf markmiðið að sýna aðra hlið á Reykjanesskaganum. Þú sérð ekki norðurljósamyndir eða álfubrúnna. Sumir staðir eru þarna eins og Reykjanesið en þá er ég að sýna önnur sjónarhorn. Ég vil með bókinni varpa öðru ljósi á Reykja- nesskagann og sýna staði sem færri hafa séð og vita minna um“. Þú hefur verið að berjast fyrir Reykanesskagann og tilvist hans sem ósnortinnar náttúru. „Ég hef bent á það að vestur á Snæ- fellsnesi er svæði sem þótti það merki- legt og fallegt að það þótti ástæða til að stofna þar þjóðgarð. Á Reykja- nesskaganum finnur þú allt sem er í þessum þjóðgarði nema jökul- inn, hann kemur kannski á næsta kuldaskeiði. Þetta svæði er bara það merkilegt, sérstaklega jarðfræðilega. Ég hef verið talsmaður þess að við gefum svæðinu betur gaum með til- liti til náttúruverndar og þessi bók er kannski viðleitni til þess. Hún er kannski ekki yfirlýsing frá mér í þá veru en vonandi eru myndirnar það áhrifamiklar að þær geti vakið ein- hverja til umhugsunar og þá er ég ánægður.“ STAÐA REYKJANESSKAGANS ALVEG AFLEIT Ég veit að fyrstu skrefin að þessari bók eru gönguferðir þínar um svæði sem komið hefur til tals að fórna. „Já, já. Staðan á Reykjanesskaganum í Rammaáætlun er náttúrulega alveg afleit. Að af þeim nítján svæðum sem þar hafa verið til umfjöllunar séu einungis þrjú komin í verndar- flokk. Allt hitt er annað hvort komið í nýtingu eða á leiðinni þangað. Þetta er eitthvað sem ég hef viljað að fólk velti fyrir sér.“ Það er mikil vinna á bakvið þessa ljósmyndabók. Þú hefur farið í margar ljósmyndaferðir og oft um sömu svæðin. „Já. Eins og ég segi, þá er þetta tólf ára vinna. Ég fer oft á sömu svæðin því þetta er aldr- ei eins. Birtan er mismunandi. Maður finnur önnur sjónarhorn og stundum rekst maður á eitthvað sem sást ekki áður. Svæðið er alltaf að koma manni á óvart. Eins með hraunrásarhellana. Það er heimur sem flestum er hulinn og fáir vita um og fæstir hafa séð. Hellarnir geyma náttúru sem er svo stórbrotin og falleg. Með því að sýna hellana er ég að sýna hversu stór- brotin náttúra Reykjanesskagans er í öllu tilliti.“ Þessar ferðir þínar ofan í hellana hafa skilað mögnuðum myndum. Ein þeirra varð þó þannig að hún hefði getað orðið til þess að þessi bók kæmi ekki út. Þú rataðir ekki út eins og sjá má í myndskeiði sem þú settir á Youtube og hefur fengið mikið áhorf. „Maður hefur lent í ýmsum hremm- ingum eins og í þessari frægu hella- ferð sem er reyndar orðin heimsfræg. Ég villtist neðanjarðar en þetta er kannski ekki eins svakalegt og mynd- skeiðið gefur til kynna. Það var veru- lega óþægilegt að vera villtur og rata ekki út. Ég var með félaga mína með mér uppi á yfirborðinu sem hefðu þá gert einhverjar ráðstafanir til að ná í mig. Við gerum þetta þannig í hellaferðum að ég fer á undan í könnunarleið- angur. Það er óþarfi að allir séu að græja sig niður ef þetta er ekkert. Þarna var ég kannski of ákafur. Ég var alltaf að gá hvað væri handan við næstu beygju. Svo var ég allt í einu lentur í einhverju völundarhúsi sem ég rataði ekki útúr. Það er reyndar sérstakt að íslenskir hellar séu svona flóknir. Þeir eru ekki eins og erlendu hellarnir sem eru margra kílómetra langir. Íslensku hellarnir eru mun smærri og yfirleitt mun einfaldari. Svo eru einn og einn sem geta verið völundarhús. Ég hefði alltaf ratað út að lokum.“ LITADÝRÐ Í MYRKRINU Hvað er það við hellana sem fær menn til að troða sér ofan í þrönga holu og hvað blasir við þarna niðri? „Það er kannski það sem felst í myrkr- inu. Þetta er svo heillandi náttúra þessar hraunmyndanir sem þú finnur ekki uppi á yfirborðinu. Hellarnir eru fjölbreyttir og hver með sín sérkenni og alltaf að koma manni á óvart. Þó maður sé að fara aftur í sama hellinn þá er maður að sjá eitthvað nýtt, eitthvað sem maður sá ekki áður“. Það sést í bókinni að það er mikil litadýrð þarna niðri. „Já, hún magnast í ljósunum og það er það sem gerir það líka skemmtilegt að mynda myrkrið. Þú ert í raun ekki að vinna með ljós, heldur myrkur. Öll lýsing er þannig að þú hefur hana algjörlega í hendi þér. Hún ræðst algjörlega af þeim ljósgjafa sem þú kemur með niður í myrkrið. Það gerir þetta líka spennandi og skemmtilegt.“ Þessir hellar eru perlur sem þið látið í raun ekki vita hvar eru. „Það er ekkert sem bannar þér að fara og finna þá ef þú hefur áhuga, en ekki spyrja mig hvar þeir eru,“ segir Ellert og brosir. Náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson er vel kunnur fyrir glæsi- legar ljósmyndir sínar af Reykjanesskaga. Hann hefur ljósmyndað náttúru og landslag Reykjanesskagans sam- fellt í 12 ár. Afraksturinn hefur nú komið út í veg- legri ljósmyndabók sem bókaútgáfan Nýhöfn gefur út. Bókin hefur einnig fengið fljúgandi start og verið ofarlega á sölulistum frá því hún kom út á dögunum. SÝNIR AÐRA HLIÐ Á REYKJANESSKAGANUM NÝ LJÓSMYNDABÓK ELLERTS GRÉTARSSONAR • Ellert Grétarsson vann í tólf ár að nýrri ljósmyndabók um náttúru og undur Reykjanesskagans • Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is VIÐTAL „Útgáfa ljósmyndabókar- innar varð eitthvað sem ég vildi ekki eiga eftir þegar minn síðasti dagur myndi renna upp“. Hagavíkurlaugar á Hengilssvæðinu í nánd við Þingvallavatn.Ívar Gissurarson útgefandi og Ellert Grétarsson ljósmyndari.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.