Víkurfréttir - 22.11.2018, Síða 16
16 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent í 22. sinn
Sossa
fékk Súluna
BLACK
FRIDAY
Afslátturinn gildir ekki af merktri tilboðsvöru.
Leiðsögn um sýninguna
Líkami, efni og rými
– Oft var þörf ...
Oft var þörf en nú gæti verið nauðsyn að fá leiðsögn um nýopnaða
sýningu Listasafnsins „Líkami, efni og rými.“ Það er nú einu sinni þann-
ig að list er misaðgengileg fólki en getur stundum verið spurning um
þjálfun. Þetta þekkjum við vel í tengslum við tónlist. Öll hlustum við
á tónlist af einhverju tagi en getum eflaust verið sammála um að það
þurfi ákveðna þjálfun til að læra að meta klassíska tónlist, djass, blús
eða aðrar tónlistarstefnur sem eru okkur ekki eins tamar. Það sama
gildir um myndlist og því getur okkur brugðið við þegar við sjáum
sýningu sem virðist okkur mjög framandi. Að sama skapi er það líka
mjög spennandi og ákveðin áskorun í því falin að reyna að upplifa eða
skilja hverju listamaðurinn vill reyna að koma á framfæri með list sinni.
Þannig eru allir þeir sem áhuga hafa
hvattir til að mæta á leiðsögn lista-
konunnar Eyglóar Harðardóttur
og sýningarstjórans Ingu Þóreyjar
Jóhannsdóttur n.k. sunnudag, 25.
nóvember, kl. 15 í sýningarsal Lista-
safns Reykjanesbæjar í Duus Safna-
húsum.
LJÓS OG NÁTTÚRA REYKJANESSKAGA
Í BÍÓSAL DUUS
Nýjar ljósmyndir eftir Jón Rúnar
Hilmarsson eru á sýningu í Bíósal
Duus Safnahúsa. Sýningin stendur
til 13. janúar 2019. Á sýningunni
eru myndir sem sýna landslag og
náttúru Reykjanesskagans. Mynd-
irnar voru teknar á mismunandi
árstíðum og tímum dags á síðustu
tveimur árum. Höfundur stefnir að
útgáfu ljósmyndabókar næsta vor og
verða þessar myndir í þeirri bók sem
kemur til með að dekka allt Ísland.