Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2018, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 22.11.2018, Qupperneq 19
19MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM Rokksafni Íslands hefur formlega verið afhent stytta af Barða Jóhannssyni, aðalsprautu hljómsveitarinnar Bang Gang. Styttan var upprunalega framleidd fyrir og sýnd í Triennale sem er hönnunarsafn í Milano á Ítalíu. Styttan er nú komin til landsins og kemur til með að standa í Rokksafni Íslands. Hljómsveitin Bang Gang með tónlistarmanninn Barða Jóhannssyni fremstan í fararbroddi fagnar um þessar mundir afmælisári þriggja platna sinna en Ghosts from the Past er tíu ára, Something Wrong er fimmtán ára og platan You er tuttugu ára. Af þessu tilefni var efnt til boðs á Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Á viðburðinum var nýtt myndband Bang Gang frumsýnt og hljómsveitin flutti jafnframt nokkur af sínum bestu lögum. Við þetta tækifæri var Bang Gang skipuð að hluta af landsliðinu í tónlist. Það eru þau Hrafn Thoroddsen, Steingrímur Teague, Kristinn Snær Agnarsson, Bjarni Þór Jensson, Esther Talía Casey og Barði Jóhannsson. Verndari kvöldsins og kynnir var Óttarr Proppé en þeir Helgi Sæmundur (Úlfur Úlfur) og Henrik (Singapore Sling) sáu um hljóðmyndina á meðan á partýinu stóð. Barði í Bang Gang orðinn safngripur í Reykjanesbæ Bang Gang kom í fyrsta skipti fram á Íslandi í um tvö ár þegar efnt var til örtónleika í Stapa á föstudagskvöld.Gagnvirk sýning um Barða Jóhannsson er nú aðgengileg á Rokksafni Íslands. Það kom í hlut Barða Jóhannssonar og Tómasar Young, framkvæmdastjóra Rokksafns Íslands, að afhjúpa styttuna af Barða sem nú er á Rokksafninu. VF-myndir: Hilmar Bragi Starfsmaður í mötuneyti viðhaldsþjónustu Icelandair í Keflavík Við leitum að öflugum og jákvæðum starfsmanni í Eldey, nýtt mötuneyti starfsmanna í flugskýli okkar. Mötuneytið tók til starfa í haust og er öll aðstaða til fyrirmyndar. STARFSSVIÐ: | Undirbúningur máltíða og frágangur | Almenn þrif og frágangur á hráefni | Matargerð | Þátttaka í gerð matseðla HÆFNISKRÖFUR: | Áhugi á matargerð | Reynsla úr sambærilegu starfi er kostur | Sjálfstæð og öguð vinnubrögð | Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund | Góð öryggisvitund Gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 28. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veita: Ragnar Marinó Kristjánsson, yfirmaður mötuneytis, ragnarmarino@icelandair.is Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri, sveinaj@icelandair.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.