Víkurfréttir - 22.11.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Fræðslusvið – sálfræðingur í tímabundið 50% starf
Akurskóli – skólaliði
Heilsuleikskólinn Garðasel – leikskólakennari
Njarðvíkurskóli – kennari í 80% afleysingastöðu
Fræðslusvið – talmeinafræðingur í tímabundið hlutastarf
Reykjaneshöfn – hafnsögumaður
Málefni fatlaðs fólks – gefandi umönnunarstarf
á heimili ungs manns
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan
Föstudagurinn 23. nóvember kl. 16.30: Bókakonfekt
barnanna – upplestur fyrir börn. Höfundar Mömmugull
og Nærbuxnaverksmiðjan lesa upp úr bókum sínum.
Fimmtudagurinn 29. nóvember kl. 20: Bókakonfekt 2018.
Höfundarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir og Dagný Maggýjar lesa upp úr nýútkomnum
bókum sínum. Allir velkomnir.
Duus Safnahús - þrjár nýjar sýningar
Þrjár nýjar sýningar hafa verið opnaðar í Duus Safnahúsum.
Líkami, efni og rými: samsýning í listasafni, Ljós og náttúra:
ljósmyndasýning í Bíósal og Við munum tímana tvenna: 40
ára afmælissýning byggðasafnsins í Gryfju. Verið velkomin.
G r ó fi n 1 9 | K e fl a v í k | S í m a r 4 5 6 7 6 0 0 | 8 6 1 7 6 0 0
Varahlutir í bílinn
Tímareimar og
vatnsdælur
Kerti, háspennukefli,
kveikjuþráðasett,
súrefnisskynjarar og
loftflæðiskynjarar
Rafgeymar
Demparar,
gormar og
stýrisendar
Hemlahlutir
Kúplingar
Verksmiðjuábyrgð á þínum bí l er tryggð með
vottuðum varahlutum frá Sti l l ingu
Smursíur
Atvinnutekjur eldri borgara
skerði ekki lífeyrisgreiðslur
Kannanir meðal eldri borgara hafa sýnt að nær öllum, eða 97%, finnst
að auðvelda ætti þeim sem komnir eru á lífeyrisaldur að vera virkir á at-
vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka eldri borgara færir þeim aukna virkni í
samfélaginu. Aukin virkni stuðlar að vellíðan og lífsánægju og því virkara
sem eldra fólk er því meiri lífsgleði upplifir það. Stjórnvöld verða að vera
meðvituð um þetta. Þau verða að vera meðvituð um stöðu, væntingar og
viðhorf aldraðra þegar kemur að atvinnuþátttöku og jákvæðum áhrifum
hennar á líðan eldri borgara.
Eldri borgarar nú á
tímum eru betur á sig
komnir líkamlega en
áður fyrr, fólk getur
vænst þess að lifa
lengur og þess vegna
er þörf á að koma á
móts við aldraða til
að þeir haldi áfram að
vera virkir í samfélag-
inu og haldi sjálfræði
og sjálfstæði sínu eins
lengi og kostur er. Þeir
sem hafa áhuga og getu til að vinna
lengur ættu að fá frekari tækifæri með
meiri sveigjanleika um starfslok og
atvinnuþáttöku eftir að taka lífeyris
hefst. Eldra starfsfólk hefur oft mikla
þekkingu og starfsreynslu sem getur
nýst vel á mörgum vinnustöðum og er
það bæði hagur fyrir þá sem vilja halda
áfram að vera á vinnumarkaðinum
sem og fyrir samfélagið í heild sinni.
Rannsóknir hafa sýnt að það að vera í
félagsskap með öðru fólki getur veitt
eldra fólki mikla ánægju.
Bætir lífsgæði og er þjóðhagslega
hagkvæmt
Miðflokkurinn hefur lagt ríka áherslu
á það að afnema tekjutengingu bóta
vegna launatekna eldri borgara og
flytur flokkurinn breytingartillögu
við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar, sem nú er til umræðu á Alþingi,
þess efnis að atvinnu-
tekjur eldri borgara
skerði ekki lífeyris-
greiðslur. Rannsóknar-
setur verslunarinnar
gerði rannsókn fyrir
nokkrum árum um
áhrif þess á ríkissjóð
ef atvinnuþáttaka eldri
borgara yrði aukin og
ef aldurstengdar bætur
yrðu ekki skertar þó
að viðkomandi hefði
launatekjur. Niðurstaðan var sú að rík-
issjóður mundi hagnast vegna aukinna
skatttekna. Ef tekjutenging á bætur
eldri borgara yrði afnumin myndi það
hvetja þá til að koma í auknum mæli
aftur inn á vinnumarkaðinn. Skortur
er á vinnuafli hér á landi eins og í
verslun og þjónustu og hefur þurft
að flytja inn erlent vinnuafl í stórum
stíl. Mörgum þessara starfa gætu eldri
borgarar sinnt.
Eldri borgarar eiga að geta tekið þátt
á vinnumarkaði eins og hverjum og
einum hentar án þess að þurfa að taka
á sig skerðingu á lífeyri. Það bætir
lífsgæði þeirra og er þjóðhagslega
hagkvæmt.
Birgir Þórarinsson,
þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi.
Unuhátíð í Útskálakirkju á sunnudag
Unuhátíð verður haldin í Útskála-
kirkju í Garði sunnudaginn 25.
nóvember kl. 17:00. Hátíðin er til
heiðurs Unu Guðmundsdóttur í
Sjólyst.
Hörður Gíslason frá Sólbakka minn-
ist Unu og samferðafólks hennar í
Garðinum. Veitt verða verðlaun fyrir
ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran,
syngur. Guðmundur Örn Jóhanns-
son, bassi, syngur.
Einar Hugi Böðvarsson leikur á orgel
og píanó. Ljósmyndabók sem Guð-
mundur Magnússon hefur unnið
verður til sýnis og sölu
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur
í Sjólyst stendur að viðburðinum. Að-
gangseyrir er 2.500 krónur og hægt
er að leggja inn á reikning Hollvina
Unu: 0142-05-71020, kt. 590712-0190.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn?
BJARKI SÆÞÓRSSON:
„Kertasníkir því hann er
svo svakalega gjafmildur.“
BOJANA MEDIC:
„Sá sem kemur seinastur,
Kertasníkir, en ég er alltaf
spenntust fyrir honum því
ég veit að hann gefur mér
mest í skóinn.“
ERNA KRISTÍN
BRYNJARSDÓTTIR:
„Hurðaskellir af því að
hann er alltaf með svo
mikil læti.“
KÁRI GUÐMUNDSSON:
„Kertasníkir því hann
gefur alltaf mest.“
SPURNING VIKUNNAR