Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2018, Side 22

Víkurfréttir - 22.11.2018, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg. Tilbúinn í stærra hlutverk - Maciej er hinn svissneski vasahnífur Njarðvíkinga - Fjölhæfnin hans helsti kostur segir þjálfarinn Maciej Baginski er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum. Þrátt fyrir mikla dýpt í Njarðvíkurliði sem trónir á toppi Domino’s-deildar karla í körfubolta, þá hefur þessi 23 ára pólski strákur tekið að sér leiðtogahlutverk í liðinu og er að blómstra. „Ég er að byrja ágætlega en á mikið inni ennþá. Það er bara nóvember og við erum allir að læra inn á hvern annan,“ segir þessi hógværi leikmaður sem er þekktur fyrir mikið jafnaðargeð. Nú er að hefj- ast áttunda tímabil Maciej í efstu deild, sem er ótrúlegt miðað við að hann hefur verið að æfa körfubolta í þrettán ár, en hann byrjaði tíu ára gamall. Á dögunum hélt Maciej tölu og miðl- aði af sinni reynslu á viðburði UMFÍ þar sem fjallað var um börn af er- lendum uppruna í íþróttum. Foreldar hans fluttu til Íslands þegar hann var fimm ára, en í gegnum hans íþrótta- iðkun náðu þau betur að tengjast samfélaginu á Íslandi. „Það voru kannski smá fordómar þarna þegar ég var að byrja fyrst en maður eignaðist fljótt vini. Það skipti engu máli, þannig séð, að ég væri pólskur. Það var auðveldara að passa inn í þar sem ég kunni tungu- málið,“ segir Maciej en foreldrar hans voru duglegir að mæta á alla leiki. Honum vegnaði vel og fékk fjölda tækifæra vegna körfuboltans. „Þetta gerði bara svo mikið fyrir mig. Allar þessar landsliðsferðir og allt fólkið sem maður kynnist. Svo fyrir for- eldrana, þetta getur hjálpað þeim að komast inn í samfélagið.“ Á dögunum var 100 ára sjálfstæðis- dagur Póllands haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ þar sem stórt samfélag Pólverja hefur hreiðrað um sig. Ma- ciej segir að hann hafi nú ekki haldið sérstaklega upp á daginn en foreldar hans fóru til Póllands í tilefni hans. „Ég er dálítið þarna inn á milli. Ég held alveg í pólsku ræturnar og tala tungumálið en er uppalinn sem Ís- lendingur, þannig séð.“ ÞROSKAÐIST Í ÞORLÁKSHÖFN Eftir að hafa beðið eftir stærra hlut- verki í Njarðvík ákvað Maciej að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðum. Hann fór á Njarðvíkurnýlendur í Þorlákshöfn árið 2017 og spilaði undir handleiðslu Einars Árna Jóhannssonar, Njarð- víkings, sem nú er einmitt kominn aftur í Ljónagryfjuna. „Það var minni pressa í Þorlákshöfn og maður gat leyft sér að gera fleiri mistök, þrátt fyrir að þar hafi verið mjög gott lið. Það sem maður heyrir úr stúkunni í Njarðvík hins vegar er titill eða ekkert. Við höfum reyndar ekkert verið nálægt því undanfarin ár. Mér fannst ákveðinn léttir að prófa nýtt umhverfi.“ Maciej segist hafa þroskast við dvölina á Suðurströndinni og horfir öðrum augum á körfuboltann og deildina sjálfa. Einar þjálfari tekur undir það: „Ég held að hann hafi sannað ýmis- legt fyrir mörgum. Hann var bráð- þroska og stór miðað við aldur. Þegar aðrir náðu honum í stærð hafði hann bætt sinn leik,“ en Maciej lék í öllum stöðum í æsku þrátt fyrir að vera jafnan stærstur og sterkastur. „Hans helsti styrkleiki er fjölhæfnin. Hann getur dekkað stöður eitt til fjögur á vellinum og er hörkuvarnarmaður. Hugsunin var fyrir tímabil að hans hlutverk myndi stækka og hann hefur axlað þá ábyrgð,“ segir þjálfarinn. Tók nánast tvö ár að jafna sig á veik- indum Þegar Maciej var rétt búinn að stimpla sig inn í meistaraflokk kom mikið bakslag sem fór ekki hátt á sínum tíma. Hann veiktist af einkirningasótt, var frá í um fjóra mánuði og missti mikinn vöðvamassa og þrótt. „Það var stærsta bakslagið á ferlinum og það tók alveg næstum tvö ár að jafna mig á því.“ Þá sagðist Maciej ætla að koma öflugri tilbaka og hann hefur sannar- lega staðið við þau orð. „Maður verður vonandi bara betri með árunum,“ segir Maciej sem hefur unnið talsvert í því að létta sig undanfarin misseri. Hann segist kvikari fyrir vikið en hafi þó ekki misst fyrri styrk. „Mér fannst ég vera aðeins of þungur síðustu tvö tímabil en líður mun betur núna.“ Þó vissulega sé ekki langt liðið af tímabili þá tala tölurnar sínu máli. Af öllum Njarðvíkingum er Maciej að sækja flestar villur á andstæðinga, en það eru aðeins fimm leikmenn í deildinni sem fiska fleiri villur en hann. Hann leiðir einnig liðið í þriggja stiga nýtingu. Hann er að skora tæp sextán stig í leik, en aðeins fjórir ís- lenskir leikmenn eru ofar þar á blaði í deildinni. Hann er með 38% þriggja stiga nýtingu, 44% í teignum og 82% af vítalínunni. ELLEFU AF FJÓRTÁN Í ÆFINGHÓP ERU HEIMAMENN Það er mikill heimabragur á Njarð- víkingum. Allir leikmenn liðsins utan þeirra erlendu eru uppaldir og grænir í gegn. Heimamenn tala meira að segja um að Jeb Ivey sé Njarðvíkingur í húð og hár. Ma- ciej telur að það vinni með þeim að mikið sé um heimamenn í liðinu, fólki mæti betur í stúkuna og ákveðin stemmning myndast. Njarðvíkingar eru á toppnum ásamt Keflvíkingum og Tindstólsmönnum. Liðið virðist þó eiga smá inni en oft eru þeir lengi í gang. „Fyrsti góði fyrri hálfleikur okkar kom á móti KR, annars höfum við verið slappir í fyrri hálfleik. Þetta snýst allt um vörnina okkar. Þar höfum við verið seinir í gang og verðum fyrir vikið pirraðir í sókninni. Þegar við lögum það þá smellur þetta hjá okkur og við spilum góða, heila leiki.“ Einn slíkur leikur kom einmitt gegn Grindavík í Röstinni í síðustu viku þar sem Njarðvíkingar unnu frekar þægilegan sigur. Sterkir Stjörnumenn koma í heimsókn á föstudag. Kannski má búast við því að rulla Maciej minnki við komu Elvars Más Frið- rikssonar en hann mun koma til með að styrkja liðið mikið. „Þegar svona stórt púsl kemur inn í myndina þá veit maður að einhverjar breytingar verða, en ég held að Einar Árni sé fullfær um að finna út úr því,“ segir Maciej sem hefur verið tilbúinn í stærra hlutverk síðustu tvö árin að eigin sögn. „Ég hef alltaf verið að öskra menn áfram og leitt þannig en nú er ég kannski einn af aðalskorurum liðsins. Það er nýrra hlutverk fyrir mér. Þetta er það sem mig hefur langað að gera og ég þarf að halda áfram að sýna að ég geti þetta, þá er ég sáttur.“ Jólafagnaður Félags eldri borgara í Grindavík verður í Salthúsinu föstudaginn 7. desember 2018 Húsið opnar kl. 18:30 Jólahlaðborð, hugvekja, jólasaga og söngur Verð á mann kr. 5000,- ATH! enginn posi! Tilkynnið þátttöku fyrir 2. desember til eftirtalinna: Maddý: 896-3173, Sibba: 693-1616, Geiri: 868-4763 Fundurinn verður haldinn í Bíósal Duus Safnahúsa þriðjudaginn 27. nóvember kl. 18:00. Á fundinum verður farið yfir breytt deiliskipulag á reitnum sem má kynna sér á heimasíðu Reykjanesbæjar. Frummælandi er Jón Stefán Einarsson arkitekt JeES arkitektum og fundastjóri Gunnar Kr Ottósson arkitekt, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar. Íbúafundur um deiliskipulag Hafnargötu 12 Ég held alveg í pólsku ræturnar og tala tungu- málið en er uppalinn sem Íslendingur ... NÝTT EINKAÞJÁLFARANÁM KEILIS Í FJARNÁMI HLÝTUR EVRÓPSKA GÆÐAVOTTUN Europe Active stofnunin, sem hefur umsjón með gæða- og vottunarmálum einkaþjálfara og líkamsræktarstöðva í Evrópu, hefur gæðavottað nýtt einkaþjálfaranám Keilis NPTC - Nordic Personal Trainer Certificate. Í tilkynningu stofnunarinnar kemur fram að um sé að ræða fyrsta einka- þjálfaranámið á alþjóðavísu sem þeir viðurkenna sem er í 100% fjarnámi. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, segir sam- tökin hafi vottað námið þar sem skólinn hafi góða reynslu af fjar- námsframboði, auk þess sem náms- efnið og fyrirkomulag þess uppfyllir stranga gæðastaðla þeirra. „Um er að ræða tilraunaverkefni, enda sé þetta í fyrsta skipti sem stofnunin vottar nám sem er eingöngu boðið upp á í fjarnámi. Þetta er því mikil viðurkenning fyrir Keili og NPTC námið,“ segir Arnar. Á síðasta ári hlaut ÍAK einkaþjálfaranámið sem Keilir hefur boðið upp á hérlendis undanfarinn áratug sömu viður- kenningu Europe Active. Stofnunin hefur þar með veitt gæðastimpil á öllu einkaþjálfaranámi Keilis. Með gæðavottuninni verða útskrif- aðir einkaþjálfarar úr bæði ÍAK einkaþjálfaranámi Keilis og NPTC náminu framvegis skráðir í EREPS (European Register of Exercise Professionals) gagnagrunn Europe Active og öðlast þar með evrópska vottun á færni sinni. Landsliðskona í knattspyrnu fyrst til að útskrifast NPTC námið fer fram á ensku og er í 100% fjarnámi. Hægt er að byrja í náminu sex sinnum á ári og tekur það sex til átta mánuði, allt eftir hraða nemandans. Hver áfangi tekur sjö vikur og hefur nemandinn að- gang að öllum kennslumyndböndum á meðan áfanginn er opinn. Það hentar vel í verklegri kennslu þar sem nemandinn hefur tækifæri til að fara mun dýpra í námsefni áfang- anna í samanburði við staðnám, þar sem tíminn takmarkast við staðlotur. Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var fyrsti nemandinn til að útskrifast úr NPTC náminu fyrr á þessu ári. „Ég var að leita að einkaþjálfaranámi sem ég gat tekið í fjarnámi á meðan ég var í atvinnu- mennsku erlendis,“ segir Dagný, en hún hafði áður lokið háskólanámi í Bandaríkjunum. Hún stefnir á að nýta reynsluna og námið til að geta boðið upp á fjarþjálfun samhliða atvinnumennsku í fótbolta. „Eftir að ég lauk NPTC náminu fór ég í áframhaldandi nám hjá Keili í ÍAK styrktarþjálfun sem ég lýk núna í vor. Ég mun nýta reynsluna af báðum þessum námsleiðum þegar ferlinum lýkur. NPTC námið hentar vel þeim sem hafa áhuga og þekkingu á lík- amsrækt og þjálfun, sérstaklega þar sem um er að ræða fjarnám.“ NPTC námið hentar þannig bæði á erlendum markaði sem og þeim sem vilja stunda einkaþjálfaranám sam- hliða vinnu. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Keilis: www.iak.is Pete Davies og Julian Berriman frá Europe Active ásamt Arnari Hafsteinssyni og Ben Pratt frá Íþróttaakademíu Keilis. Dagný Brynjarsdóttir.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.