Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Side 22
22 FÓLK - VIÐTAL 24. ágúst 2018 „Bátinn rak í aðra áttina og pabba í hina“ n Faðir hennar fórst í sjóslysinu n Stóð sem klettur í baráttu eiginmannsins við heilakrabbamein n Jákvætt hugarfar kemur henni í gegnum áföllin M iðvikudaginn 18. ágúst árið 1982 réri Óli T. Magn­ ússon út á báti sínum, Létti SH 175, frá Rifi með tveimur börnum sínum, Magnúsi og Elínu. Magnús var 19 ára gam­ all en Elín alveg að verða sautján ára. Líf þeirra varð aldrei samt eft­ ir þennan örlagaríka túr sem fjöl­ skyldufaðirinn Óli sneri ekki lif­ andi úr. „Við vorum þrjú um borð, þetta var bara svona trilla. Við bjugg­ um alltaf í bænum en fluttum svo búferlum á vorin vestur á Hellis­ sand þar sem við áttum lítið hús. Þar réri pabbi á sumrin og við átt­ um því alltaf heima þar í um þrjá til fjóra mánuði á ári. Þvottavél­ in var bara sett á kerruna og keyrt af stað. Fyrstu árin fórum við ekki með í róðra því við vorum svo ung, en svo fékk Magnús bróðir að fara að fara með og síðar ég. Áður hafði eldri bróðir okkar fengið að fara með í túra en hann hætti því þegar hann var varð eldri,“ segir Elín Óladóttir, sem er í dag orðin fimm­ tíu og þriggja ára, í viðtali við DV. Elín lætur erfiðleikana hvorki buga sig né brjóta Elín Óladóttir er sjálflærð sauma­ kona og rekur í dag saumafyrir­ tækið Óla Prik (snapchat: oliprik. is). Hún á þrjú uppkomin börn með manni sínum, Frey heitnum Hreiðarssyni; Óla Tómas, Tinnu og Adam, og barnabörn. Einnig átti Freyr son úr fyrra sambandi, Hjört Rósant. Líf Elínar virðist í fyrstu hið eðlilegasta en þegar málið er kannað ofan í kjölinn kemur í ljós að Elín hefur gengið í gegnum ótrúlega hluti sem mark­ að hafa líf hennar. Blaðamaður heimsótti Elínu í Hafnarfjörð. Heimili hennar er skreytt ótrúlegum munum sem Elín hefur safnað í gegnum tíð­ ina og gert upp með aðstoð eigin­ manns síns sálugs. Ljóst er að Elín er hörkukona sem lætur erfiðleik­ ana hvorki buga sig né brjóta held­ ur byggja sig upp. „Eitt sumarið þá var ég eitthvað ósátt við frystihússtjórann og gekk út og hætti. Pabbi varð því að taka mig með um borð þannig að ég fór að róa með þeim. Ég man ekki al­ veg hvort þetta var þriðja árið mitt með þeim en þetta var bara fínt. Var náttúrlega erfiðari vinna en launin voru miklu hærri en í frysti­ húsinu.“ Urðu að velja á milli föður síns og að lifa af Morguninn örlagaríka, 18. ágúst, 1982, hafði verið mikil bræla í langan tíma en þegar veðrið tók að skána var tekin ákvörðun um að róa. „Pabbi var samt búinn að vera svolítið tvístígandi um hvort við ættum að fara en við ákváð­ um á endanum að leggja í hann. Við stímdum svona 20 sjómílur á stað sem kallast Fláki og er svo­ lítið langt frá landi. Við ætluðum jafnvel að vera um nótt og sögð­ um mömmu það áður en við lögð­ um af stað. Við vorum auðvitað bara með talstöð og mamma ekki með neina talstöð. Á þessum tíma voru náttúrlega engir farsímar og því voru samskiptin oft flókin. Við fiskuðum þarna um daginn og allt gekk vel. Við höfum verið kom­ in með svona 6–700 kíló af fiski þegar pabbi ákvað að við skyld­ um fara í land. Það hafði verið svo mikil undiralda að það mynduð­ ust öldudalir. En þegar maður er búinn að vera svona lengi á sjó þá verður maður ekki einu sinni hræddur.“ Faðir Elínar fór niður í stýris­ hús á meðan hún sjálf og Magnús gerðu að aflanum uppi á dekki. „Vanalega gerðum við að fiskin­ um og fórum svo niður að sofa vegna þess að það tók nokkra klukkutíma að stíma í land. En við vorum sem betur fer ekki kom­ in niður þegar báturinn fékk á sig brot og snerist á augabragði. Hann kastaðist til, fór upp á öldu, hún brotnaði á honum og honum ein­ faldlega hvolfdi. Við Magnús köst­ uðumst fyrir borð. Hann kom fyrst upp úr sjónum og ég skömmu síð­ ar. Við vorum í sjógöllum og stíg­ vélum, flækt í alls konar drasl sem var um borð þannig að það var erfitt að berjast upp á yfirborðið. Báturinn var á hvolfi og við náðum bæði taki á honum,“ segir Elín. Veðrið var afar vont, mikill öldugangur og hvassviðri. Syst­ kinin fóru að svipast um eftir föð­ ur sínum en hann var hvergi sjá­ anlegur. „Við vissum ekkert hvað við áttum að gera og héngum bara á bátnum þar til pabbi birtist loksins. En hann flaut bara hreyf­ ingarlaus. Magnús bróðir synti að / MYNDIR: KRISTINN SVANUR Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.