Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Síða 32
Hreyfing og námskeið 24. águst 2018 KYNNINGARBLAÐ Gallerí Voff hundaskóli vinnur að því markmiði að menn og hundar lifi í sátt og samlyndi. Til að það geti orðið og til að hundar geti átt gott líf þá þurfa þeir að vera tamdir. Umbun eða verðlaun eru lykilatriði í hundaþjálfun en mikilvægt er að beita þessu tæki rétt: „Hundarnir eru verðlaunaðir með nammi þegar þeir gera strax það sem þeim er sagt að gera. Þeim er leiðbeint til að hlýða til að byrja með, en það er mikilvægt að kenna fólki muninn á verðlaunum og mútum. Benda því á að það er að stjórna hundinum með tiltekinni hegðun en hundurinn má ekki taka stjórnina með því að vera óþekkur til að fá eigand- ann til að sækja nammi í vasann því þá er hundurinn að temja eigandann, og verðlaunin verða að mútum. Fólki er kennt að vera leiðtogar í lífi hunds- ins og hafa áhrif á hegðun hans með sinni hegðun. Fólki er kennt að setja hundinum mörk en það er líka mik- ilvægt að hugsa um velferð hunda- eigenda og kenna þeim að hundurinn lifir lengur og á betra líf ef hann er þægur og ef eigandinn er hamingju- samur,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, eigandi Gallerí Voff hundskóla. Skólinn hefur verið starfandi frá árinu 1991 og Ásta hefur starfað við hundaþjálf- un í hátt í þrjá áratugi. En eru hundar ekki líka næmir fyrir umbun á borð við hrós og hlýtt viðmót? „Jú, en hundar sem búa með fjölskyldu og eru í stöðugri snertingu við fólk hafa ekki ástæðu til að leggja mikið á sig til að fá klapp,“ segir Ásta og bendir á að beiting verðlauna leiði oft í ljós að margir hundar séu miklu greindari en þeir voru taldir vera: „Með nammiverðlaunum búum við til sameiginlegt áhugamál fyrir hundinn og eigandann og samvinna gefur mun betri árangur en þvingun. Margir hundar sem voru eitt sinn taldir vera heimskir hafa breytt hegðun sinni við að fá nammi í verðlaun. Þá fengu þeir einhverja ástæðu til að vinna.“ Það er list að þjálfa hund Aðspurð hvort það krefjist þolinmæði að vera hundaþjálfari segir Ásta: „Jú, að ýmsu leyti en hundar lifa svo hratt og eru afskaplega fljótir að taka ákvörðun. Það er mikilvægt að hafa í huga að stuttur tími hjá okkur er langur tími hjá þeim. Á þessu verð- ur maður að átta sig því annars er hætta á að maður sitji uppi með að hundurinn skilji mann ekki.“ Ásta segir að starfið sé afskaplega gefandi og skemmtilegt. „Þetta er aldrei leiðinlegt og maður er sífellt að kynnast einhverju nýju. Hvert einasta dýr hefur sinn karakter.“ Ásta segir að þó að þekkingin og reynslan séu mikilvæg í þessu starfi þá séu hæfileikarnir í það að miklu leyti meðfæddir. Hundurinn býr alla ævi að þjálfun- inni Ásta segir að eigendur hunda hafi mikil áhrif á atferli dýranna og að eig- andinn sé í raun 70% af hund- inum. „Líklega er ég að fá rjómann af hunda- eigendum til mín, sérstaklega þá sem leggja á sig að aka hingað í Mosfells- dalinn langar leiðir yfir veturinn. Ég hef t.d. fengið hing- að fólk frá Ólafsvík og Stykkishólmi sem kemur hingað í hvaða veðri sem er um hávetur, einu sinni í viku, og missir aldrei úr tíma, sem er gott dæmi um það hvað fólki þykir vænt um dýrin sín.“ Ásta mælir með hundaþjálfun fyrir alla hunda og segir að þeir búi ávallt að henni. „Þegar hundurinn fer aftur út í lífið er hann búinn að hlýða í tíu vikur og auðvit- að á fólk að halda áfram að nota æfingarnar og viðhalda hlýðninni. En hann býr alltaf að þessari reynslu og hann kann að hlusta og eigandinn veit hvað hann getur. Hundarnir gleyma þessu aldrei.“ Gallerí Voff hundaskóli er stað- settur að Reykjahlíð í Mosfellsbæ. Meðal námskeiða eru grunnnámskeið, framhaldsnámskeið I, framhaldsnám- skeið II og einkatímar. Hvert námskeið varir í tíu vikur. Ítarlegar upplýsingar og fróðleik um hundaþjálfun er að finna á vefsíðunni hundaskoli.is. Hægt er að hafa samband í gegnum Face- book-síðuna Gallerí Voff hundaskóli eða í síma 862-2006. GALLERÍ VOFF HUNDASKÓLI: Áratuga reynsla af hundatamningum Gallerí Voff er líka dýratamningastöð fyrir leikhús kvikmyndir og auglýsingar, hér er verðð að vinna með Snæfinn frá Hraðastöðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.