Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Page 42
42 LÍFSSTÍLL 24. águst 2018 Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Gerið gæða- og verðsamanbuð Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. raggaeiriks.com raggaeiriks@gmail.com Sæl Ég er ógeðslega fúll út í stelpu sem ég svaf hjá fyrir mánuði síðan. Við hittumst á djamminu og vorum saman eina nótt. Hún sagðist vera á pillunni. Hún hringdi í mig og sagðist vera með klamydíu og að ég gæti verið smitaður. Nú þarf ég að fara í tékk á „Húð- og kyn“ og sitja þar eins og aumingi á öm- urlegri biðstofu. Ég hef verið að spá í að vara félaga mína við þessari stelpu því hún er víst algjör dræsa. Ég vildi að ég hefði verið varaður við henni. Mig langar ekki að upplifa þessa „Húð- og kyn“ niðurlægingu þannig að ég er að spá í hvort ég geti ekki bara sleppt því. Ég hef heyrt að klamydía sé mjög hættu- leg fyrir konur en er þetta ekki allt í lagi fyrir stráka? Ég mundi auðvit- að nota smokka á hösslinu þangað til þetta er búið. Takk fyrir mig, Bjarni Sæll Bjarni Stoppa hér! Hvar er eiginlega þín ábyrgð í þessu máli? Klamydían gæti allt eins verið komin frá þér. Þú gætir hafa smitað stelpuna en ekki öfugt eins og þú virðist bú- inn að ákveða. Klamydía hoppar á milli fólks á hraða ljóssins og í Reykjavík er engin leið að rekja smit nema með meiriháttar kortlagningu samfaranets næt- urlífsins. Vertu heldur þakklátur fyrir ábyrgðina sem stelpan sýn- ir með því að hringja í þig – það sýnir að henni stendur ekki á sama þó að þú hafir aðeins verið einnarnæturgaman. Þú neyðist víst til að fara í tékk því að þótt að klamminn smitist álíka hratt og kvef er aðeins erf- iðara að losna við hann. Bakter- íuna þarf að drepa með sýkla- lyfi. Ef þú gerir þetta ekki gæti sýkingin grasserað í sáðrásinni þinni og mögulega valdið var- anlegum skemmdum. Það er al- veg rétt að klamydía getur ver- ið mjög hættuleg fyrir konur og jafnvel valdið ófrjósemi ef látið er hjá líða að meðhöndla sjúk- dóminn með réttum lyfjum. Við verðum að lokum að taka fyrir þetta dræsutal. Mér heyr- ist þú sjálfur vera passlega lau- slátur hösslari. Og þú ert ekkert sérstaklega að spá í smokkana, nema auðvitað núna þegar þig grunar að þú gætir verið með klamma frænda í nærbuxunum. Pillan er ágætis getnaðarvörn en engin sjúkdómavörn og það er á þína ábyrgð að verja þig og þína rekkjunauta með því að nota smokk. Þú ættir að minnsta kosti að gera það um ókomna framtíð á hösslinu ef þér finnst biðstofan á „Húð- og kyn“ svona hrikalega pínleg. Jæja, drífðu þig nú af stað drengur og hrós til stelpunnar sem hringdi! n Gamla fréttin: Hitti mömmu sína í BDSM-partíi á Akureyri Þ að var í febrúar árið 2015 sem DV var á staðnum þegar BDSM-námskeið og leikpartí fór fram á Akureyri. Á annan tug tók þátt í viðburðinum, meðal annars mæðgur. Kom það báðum á óvart að hittast á þessum vett- vangi. Blaðamaður ræddi við mæðgurnar og sagði móðirin: „Við erum tvær fullorðnar mann- eskjur og við lítum báðar á þetta eins og hvaða áhugamál sem er. Báðar vorum við mættar til að sækja okkur upplýsingar. Þó að við séum nánar förum við nú ekkert út í smáatriði í kynlífi eða skyldum hlutum. Við getum rætt ýmislegt sem tengist BDSM án þess að fara út í mjög persónu- lega hluti eða smáatriði um hvað við fílum.“ Það er því óhætt að segja að fólksfæðin á okkar ástkæru fósturjörð skapi oft skemmti- legar aðstæður. Fæst okkar eiga þó líklega eftir að upplifa að hitta mömmu í BDSM-partíi! n Það er heilmikil vinna að viðhalda neistanum en margir eru tilbúnir að leggja hana á sig í stað þess að rifta samningnum og snúa sér annað. Hér eru fimm ráð. Er svefnherbergið orðið ósexí? Þú hefur örugglega oft heyrt og lesið að svefnherbergið eigi bara að vera fyrir svefn og kynlíf. Samt eru flestir með alls konar tækni- græjur uppi í rúmi og margir horfa á sjónvarp fyrir svefninn. Það er erfiðara að stinga upp á kynlífi ef makinn er límdur við tölvuskjá horfandi á Game of Thrones. Prófaðu að gera svefnherbergið að tæknilausu svæði, fáðu þér gamaldags vekjaraklukku, loftaðu út daglega og haltu rúmfötunum ferskum og hreinum. Prófaðu svo að skipuleggja stefnumót við makann inni í rúmi – já skipuleggja, þú gætir meira að segja búið til viðburð á Facebook fyrir ykkur tvö/ tvær/tvo. Er lífið að sliga þig? Skyldur í vinnu og á heimili geta verið sligandi – sérstaklega ef þú ert í krefjandi starfi og kannski með nokkur börn á heimilinu. Stöðugt áreiti gegnum samfélagsmiðla, tölvupóst, skilaboð, börn, maka sem heimtar mat á borðið, þvottavél sem malar gerir það að verkum að lítil orka er eftir til að njóta ásta. Ef líf þitt er svona getur verið alveg nauðsynlegt að bóka tíma til að rækta kynlífssam- bandið við makann. Ertu kannski lasin/n? Ýmsir sjúkdómar geta haft áhrif á kynlöngun og kynhvöt. Sumir þeirra eru þess eðlis að fólk getur gengið með þá ógreinda langtímum saman. Sjúkdómar eins og þunglyndi, járnskortur, síþreyta, vefjagigt, sykursýki og háþrýstingur eru meðal þeirra sem geta haft áhrif á líðan, orku og ekki síst kynhvöt. Ef þú hefur einhvern tíma upplifað langvarandi verki veistu líklega að verkir stroka út allt sem heitir gredda. Ef þú þjáist af óútskýrðri þreytu eða verkjum gæti verið sniðugt að kíkja í heimsókn til heimilislæknisins. Þrjú ráð sem gætu bjargað kynlífinu „HÚN HRINGDI Í MIG OG SAGÐIST VERA MEÐ KLAMYDÍU“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.