Fréttablaðið - 03.12.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 03.12.2018, Síða 2
Veður Breytileg átt 5-13 og dregur úr éljum fyrir norðan, en þykknar upp með snjókoma á köflum V-lands undir kvöld, einkum SV-til. Frost 2 til 12 stig, kaldast N-til. sjá síðu 16 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 8 81 5 4 11 /1 8 GEFÐU FRÍ UM JÓLIN með gjafabréfi Icelandair Aldarafmæli fagnað Landsmenn fögnuðu 100 ára afmæli fullveldisins á laugardaginn. Alþingi opnaði dyr sínar af því tilefni og margir nýttu tækifærið til að kynna sér þingheim. Á sama tíma fór mótmælafundur fram á Austurvelli. Fréttablaðið/ernir Algalíf slapp ekki við gjaldið Stundin þurfti að bera sinn hluta málskostnaðar þrátt fyrir sýknuna. Þó stefndu hafi ekki gætt þeirrar ná- kvæmni sem lög um fjöl- miðla [...] gera ráð fyrir ... Úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sTjÓRNsÝsLA Yfirskattanefnd hafn- aði á dögunum kröfu Algalíf Iceland ehf. um niðurfellingu á stimpilgjöld- um vegna sölu á fasteignum. Algalíf Iceland er dótturfyrirtæki hins norska Algalif AS og rekur fyrirtækið smáþörungaverksmiðju á Reykjanesi. Samkvæmt lögum er fyrirtækið undanþegið greiðslu allra stimpilgjalda hér á landi. Í sumar seldi Algalíf félaginu Keflavík Properties fasteignir sínar en eigendur félaganna eru þeir sömu. Samkvæmt samningnum skyldi Algalíf greiða þau gjöld sem af samningnum hlutust, stimpil- gjöld upp á 4,2 milljónir króna. Yfirskattanefnd taldi að lög um stimpilgjald fælu í sér að sá aðili sem öðlast eignarráð að hinni yfir- færðu fasteign, það er kaupandi hennar, væri hinn gjaldskyldi aðili. Samningur kaupanda og seljanda á annan veg gæti ekki breytt því. – jóe sMFÉLAG Þórdís Ágústsdóttir ljós- móðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum ára- tugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængur- kvennadeildina til 2000. Frá alda- mótunum hef ég svo verið á fæð- ingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem sam- félagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“ Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upp- hafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barns- burð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæð- urnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“ sveinn@frettabladid.is Hefur tekið á móti hundruðum barna Þórdís Ágústsdóttir útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976. Hún lauk störfum á Landspítalanum fyrir helgi. Samfélagið hefur gjörbreyst á þessum árum og tækni og þjónusta við verðandi foreldra með allt öðrum hætti en þegar hún hóf störf. Þórdís vann sinn síðasta dag á landspítala fyrir helgi. nordicphotoS/Getty Það er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli. Það er afar dýrmætt fyrir þá. Þórdís Ágústsdóttir, ljósmóðir til 42 ára DÓMsMáL Hjálmar Friðriksson og Útgáfufélagið Stundin ehf. voru í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi sýknuð af kröfu um greiðslu miska- bóta vegna meiðyrða sem Emma Caroline Fernandez, íslenskur læknir, taldi sig hafa orðið fyrir. Í október 2015 var sagt frá því í íslenskum fjölmiðlum að Emma hefði verið ákærð í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps en atvik- ið átti sér stað er hún var þar við nám. Frétt Stundarinnar var byggð á ungverskum miðlum og voru þau mistök gerð við þýðingu að ákært væri fyrir manndrápstilraun. Hið rétta var að um sérstaklega hættu- lega líkamsárás var að ræða. „Stefndu ræddu við þáverandi lög- mann stefnanda við undirbúning fréttarinnar og var í lófa lagið að leita skýringa og staðfestingar á því fyrir hvað stefnandi væri ákærð og hvaða afleiðingar árásin hefði haft. Þó stefndu hafi ekki gætt þeirrar nákvæmni sem lög um fjölmiðla og siðareglur blaðamanna gera ráð fyrir verður ekki fallist á að ummæl- in hafi verið hreinn uppspuni og til- hæfulaus,“ segir í dómnum. Þrátt fyrir sýknuna voru Hjálmar og Stundin látin bera sinn hluta málskostnaðar. – jóe Stundin sýknuð í meiðyrðamáli Fleiri myndir frá fullveldishátíðinni eru á Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +plús er í Fréttablaðs- appinu og pdF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+plúS 3 . D e s e M b e R 2 0 1 8 M á N u D A G u R2 F R É T T i R ∙ F R É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 8 0 5 :0 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 C -9 9 F C 2 1 9 C -9 8 C 0 2 1 9 C -9 7 8 4 2 1 9 C -9 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.