Fréttablaðið - 03.12.2018, Qupperneq 4
UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
®
jeep.is
RENEGADE
2.0 DÍSEL, 170 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR,
HÁTT OG LÁGT DRIF.
COMPASS
2.0 DÍSEL, 140/170 HÖ.
2.0 BENSÍN, 170 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR.
CHEROKEE
2.2 DÍSEL, 185 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR.
GRAND CHEROKEE
3.0 DÍSEL, 250 HÖ,
8 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
HÁTT OG LÁGT DRIF.
JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF.
ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU
ALÞINGI Formaður Dómarafélags
Íslands (DÍ) lýsir yfir vonbrigðum
með krónutöluna sem dómurum er
ákveðin í frumvarpi um nýtt launa-
fyrirkomulag embættismanna sem
áður heyrðu undir kjararáð. Hún
fagnar hins vegar þeim fyrirsjáanleika
og gagnsæi sem í frumvarpinu felst.
Frumvarpið var birt á vef Alþingis
í gær. Í því felst að laun ákveðinna
embættismanna og hópa, til að
mynda þingmanna, saksóknara og
dómara, verða ákveðin með fastri
krónutölufjárhæð í lögum. Sú tekur
breytingum einu sinni á ári í sam-
ræmi við breytingu á meðaltali reglu-
legra launa starfsmanna ríkisins fyrir
næsta almanaksár.
Í tilfelli dómara er hin fasta krónu-
tala sú sama og kjararáð ákvað. Lands-
réttardómarar og varaforseti Hæsta-
réttar fengu launaákvörðun árið 2017
en um aðra dómara gildir ákvörðun
frá árinu 2015 auk almennrar hækk-
unar frá 2016. Líklegt er að lögin
verði samþykkt fyrir áramót og fyrsta
breyting samkvæmt þeim verði 1.
júlí á næsta ári. Það þýðir því að laun
flestra dómara landsins munu engum
breytingum taka í þrjú ár.
„Við höfum í raun beðið eftir því
að lögum væri fylgt. Þegar lögunum
um kjararáð var breytt árið 2016
kom inn skýrt ákvæði um að laun
yrðu endurskoðuð minnst einu sinni
á ári en engin ný ákvörðun var tekin
og erindum okkar ekki svarað,“ segir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður
DÍ.
Formaðurinn segir það vel að
breytingar á launum dómara verði
fyrirsjáanlegar. Hins vegar sé þungt
hljóð í mörgum dómurum þar sem
laun þeirra hafi engum breytingum
tekið í mörg ár. Hún telur líklegt að
stjórn DÍ muni funda vegna efnis
frumvarpsins.
„Það hefur verið frysting á launum
í mörg ár og sú staðreynd kallar á að
við endurskoðun fyrirkomulagsins
verði tekið tillit til þess,“ segir Ingi-
björg. – jóe
Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu
Það hefur verið
frysting á launum
okkar í mörg ár.
Ingibjörg Þorsteins-
dóttir, formaður
Dómarafélags
Íslands
VIðskIptI Árin 2016 og 2017 nýtti
Íslandspóstur (ÍSP) umtalsverðan
hagnað af bréfum innan einkarétt-
ar til að niðurgreiða tap sem hlaust
af samkeppnisrekstri innan alþjón-
ustu. Lögum samkvæmt er óheimilt
að niðurgreiða þjónustugjöld í
alþjónustu með einkaréttartekjum
nema sýnt sé fram á að slíkt sé nauð-
synlegt vegna alþjónustukvaða.
Fyrrgreind tvö ár hagnaðist ÍSP
samtals um tæplega 868 milljónir
vegna bréfa í einkarétti þó að bréf-
sendingum fækkaði á tímabilinu.
Árið 2015 var afkoman jákvæð um
13 milljónir og því talsvert stórt
stökk milli ára. Hagnaður ársins
2016 var í raun svo mikill að í fyrra
íhugaði Póst- og fjarskiptastofnun
(PFS) að afturkalla ákvörðun sína um
gjaldskrárhækkun innan einkaréttar.
Á sama tíma var afkoman af sam-
keppnisrekstri innan alþjónustu
neikvæð um tæplega 1,5 milljarða.
Stærstan hluta þess, tæplega 1,1
milljarð, má rekja til svokallaðra
„Kínasendinga“ sem ekki fást að fullu
greiddar vegna alþjóðlegra enda-
stöðvasamninga. Afgangstapið, um
400 milljónir króna, er vegna ann-
arrar samkeppni innanlands. Svar
ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins um
sundurliðun tapsins eftir uppruna
sendinga var á þann veg að þessar
upplýsingar væru ekki teknar saman.
Í opinberum gögnum frá PFS
kemur fram að viðvarandi tap hefur
verið á ákveðnum samkeppnis-
rekstrarliðum innanlands en hve
mikið það er hefur verið máð úr
þeim vegna trúnaðar. ÍSP svaraði
ekki fyrirspurn um hve mikið tapið
hefði verið síðastliðin fimm ár. Yfir
gjaldskrám þessa sviðs rekstrar síns
hefur ÍSP fullt vald og þarf ekki sam-
þykki frá PFS.
Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Lög um póstþjónustu kveða á um
að gjaldskrá skuli taka mið af raun-
kostnaði við að veita þjónustu að
viðbættum hæfilegum hagnaði. Sá
hluti hagnaðarins er færður „undir
strik“ í yfirliti yfir bókhaldslegan
aðskilnað einkaréttar og samkeppn-
isréttar og frá honum dregin söluaf-
koma eigna, afkoma dótturfélaga og
aðrir liðir.
Sundurliðun á afkomu hvers hluta
fyrir sig hefur aðeins einu sinni verið
birt. Það var gert í svari innanríkis-
ráðherra við fyrirspurn Willums
Þórs Þórssonar og sýndi afkomuna
fyrir árið 2014. Sé gert ráð fyrir að
hlutfallsskiptingin milli starfsþátta
nú sé svipuð og þá eykst hagnaður-
inn innan einkaréttar um á annað
hundrað milljónir að minnsta kosti.
Tapið af samkeppni innan alþjón-
ustu dregst að sama skapi saman um
minnst tæpar 400 milljónir.
Það liggur fyrir að ÍSP hefur nýtt
fjármuni úr einkaréttinum til að
mæta tapi innan samkeppni. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
hafa samkeppnisaðilar ÍSP bent
bæði PFS og Samkeppniseftirlitinu
(SKE) á að þeir telji niðurgreiðsluna
fara út fyrir þá heimild sem póst-
þjónustulögin veita. Bæði sé um háar
upphæðir að ræða og þá liggi fyrir
að tap sé á einstökum liðum í sam-
keppnisrekstri innanlands. Það sem
af er ári hafa PFS og SKE bent hvort á
annað vegna þessa. joli@frettabladid.is
Tapi á samkeppnisrekstri mætt
með greiðslum úr einkarétti
Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja
til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum
innanlands. Samkeppnisaðila grunar að fyrirtækið niðurgreiði samkeppnisrekstur með einkarétti.
Hæfilegur hagnaður
rekstrarliða Íslandspósts er
færður „undir strik“ í bók-
haldi félagsins.
DÓMsMÁL Þrír erlendir ríkisborg-
arar voru fyrir helgi dæmdir í þrjá-
tíu daga skilorðsbundið fangelsi
fyrir skjalafals, brot gegn lögum um
útlendinga og brot gegn lögum um
atvinnuréttindi útlendinga.
Mennirnir höfðu allir framvísað
fölsuðu litháísku vegabréfi hjá Þjóð-
skrá með það að marki að fá fulln-
aðarskráningu hér á landi. Gátu þeir
með því starfað hér án þess að sækja
um atvinnuleyfi.
Mennirnir voru handteknir í
upphafi októbermánaðar. Játuðu
þeir allir brot sín greiðlega og þótti
unnt að binda refsinguna skilorði
til tveggja ára sökum þess. Þeir voru
allir dæmdir til að greiða þóknun
verjenda sinna, um 250 þúsund
krónur hver um sig. – jóe
Játuðu að hafa
notað fölsuð
vegabréf
Frá árinu 2006 hefur Íslandspóstur fært sig meir og meir inn á flutningamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
stJ Ó RNsÝsL A Yfirskattanefnd
(YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð
Ríkisskattstjóra (RSK) varðandi ráð-
stöfun séreignarsparnaðar einstakl-
ings til niðurgreiðslu húsnæðisláns.
Umræddur einstaklingur eign-
aðist sína fyrstu íbúð árið 2014 en
keypti aðra stærri tveimur árum
síðar. Umrædd lög tóku hins vegar
ekki gildi fyrr en 1. júlí 2017. Lögin
giltu þó afturvirkt að hluta til ársins
2014. Við kaupin á fyrstu íbúðinni
hafði hann nýtt séreignarsparnað
til niðurgreiðslu höfuðstóls hús-
næðislána og hafði hug á að gera
það áfram. Það samþykkti RSK ekki.
Yfirskattanefnd taldi aftur á móti
að til þeirra ráðstafana hefði verið
gripið við fyrstu kaup hans. – jóe
Felldi úrskurð
RSK úr gildi
Mennirnir játuðu allir
brot sín greiðlega og var litið
til þess við ákvörðun refs-
ingar.
3 . D e s e M b e R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R4 f R é t t I R ∙ f R é t t A b L A ð I ð
0
3
-1
2
-2
0
1
8
0
5
:0
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
9
C
-A
D
B
C
2
1
9
C
-A
C
8
0
2
1
9
C
-A
B
4
4
2
1
9
C
-A
A
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K