Fréttablaðið - 03.12.2018, Page 12
Enska úrvalsdeildin
Úrslit 14. umferðar 2018-19
Crystal Palace - Burnley 2-0
1-0 James McArthur (16.), 2-0 Andros Town-
send (77.).
Man.City - Bournemouth 3-1
1-0 Bernardo Silva (16.), 1-1 Callum Wilson
(44.), 2-1 Raheem Sterling (57.), 3-1 Ilkay Gün-
dogan (79.).
Huddersfield - Brighton 1-2
1-0 Mathias Jörgensen (1.), 1-1 Shane Duffy
(45.), 1-2 Florin Andone (69.) Rautt spjald
Steve Mounie (Huddersfield) (32.).
Leicester - Watford 2-0
1-0 Jamie Vardy (vítaspyrna) (12.), 2-0 James
Maddison (23.). Rautt spjald Etienne Capoue
(Watford) (90.).
Newcastle - West Ham 0-3
0-1 Chicharito (11.), 0-2 Chicharito (63.), 0-3
Felipe Anderson (90.).
Southampton - Man.Utd 2-2
1-0 Stuart Armstrong (13.), 2-0 Cedric Soares
(20.), 1-2 Romelu Lukaku (33,), 2-2 Ander
Herrera (39.).
Chelsea - Fulham 2-0
1-0 Pedro (4.), 2-0 Ruben Loftus-Cheek (82.)
Arsenal - Tottenham 4-2
1-0 Pierre Emerick Aubameyang (vítaspyrna)
(10.), 1-1 Eric Dier (30.), 1-2 Harry Kane (34.),
2-2 Pierre Emerick Aubameyang (56.), 3-2
Alexandre Lacazette (75.), 4-2 Lucas Torreira
(77.). Rautt spjald Jan Verthongen (Totten-
ham) (85).
Liverpool - Everton 1-0
1-0 Divock Origi (90.)
Staðan
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man.City 14 12 2 0 43-6 38
Liverpool 14 11 3 0 27-5 36
Chelsea 14 9 4 1 30-11 31
Arsenal 14 9 3 2 32-18 30
Tottenham 14 10 0 4 25-15 30
Everton 14 6 4 4 20-16 22
Man.Utd 14 6 4 4 22-23 22
Leicester 14 6 3 5 20-17 21
B’mouth 14 6 2 6 23-21 20
Watford 14 6 2 6 17-19 20
Brighton 14 5 3 6 16-20 18
Wolves 14 4 4 6 13-17 16
West Ham 14 4 3 7 17-22 15
C.Palace 14 3 3 8 10-17 12
Newcastle 14 3 3 8 11-19 12
Cardiff 14 3 2 9 13-27 11
H’field 14 2 4 8 9-24 10
S´ton 14 1 6 7 12-26 9
Burnley 14 2 3 9 13-29 9
Fulham 14 2 2 10 14-35 8
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum himinlifandi þegar flautað var til leiksloka í leik liðsins gegn Everton á Anfield í gær. NoRdiCPHoToS/GETTy
Leikmaður helgarinnar
Javier Hernández, eða Chicharito eins og hann er jafnan kall-
aður, hefur ekki náð að stimpla sig inn í lið West Ham United
eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Bayer Leverkusen
fyrir síðasta keppnistímabil. Hann skoraði hins vegar tvö
marka liðsins í 3-0 sigri gegn Newcastle United.
Hann skoraði átta mörk í 28 deildarleikjum á síðustu
leiktíð sem er reyndar ágætis árangur, en mörkin
höfðu látið á sér standa það sem af er
þessari leiktíð. Eina deildar-
mark hans kom í sigri gegn
Jóhanni Berg Guðmundssyni
og samherjum hans hjá Burnley
í upphafi nóvembermánaðar.
Chicharito er þefvís á marktækifæri og klárar færi sín
oft vel þegar hann kemst í boltann inni í vítateig andstæð-
ingsins. Vonandi fyrir hann og West Ham United er stíflan
brostin hjá honum og mörkin munu hrannast upp í fram-
haldinu hjá þessum snaggaralega mexíkóska framherja.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Arsenal kom sér upp í fjórða sæti
deildarinnar með sigri á Totten-
ham Hotspur í nágrannaslag
liðanna á Emirates-leikvanginum.
Eftir að hafa lent 2-1 undir skor-
uðu Skytturnar þrjú mörk í seinni
hálfleik og tryggðu sér sigurinn.
Liðið er núna með jafn mörg stig
og nágrannarnir en er sæti ofar
þar sem liðið hefur hagstæðari
markatölu. Það stefnir í spenn-
andi baráttu milli erkifjendanna
um fjórða sætið sem veitir þátt-
tökurétt í Meistaradeild Evrópu á
næstu leiktíð.
Hvað kom á óvart?
Það kom skemmtilega á óvart
hver tók að sér hlutverk hetj-
unnar í leik Liverpool og Everton.
Divock Origi sem hefur ekki átt
sjö dagana sæla í herbúðum
Bítlaborgarliðsins kom inn á sem
varamaður og komst nær hjarta
stuðningsmanna Liverpool með
því að skalla boltann yfir línuna
á ögurstundu. Hann var að spila
sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið
á leiktíðinni, en hann lék síðustu
sex mínútur leiksins og lét heldur
betur til sín taka. Það er spurning
hvort þetta mark færi Belganum
fleiri mínútur inni á vellinum.
Mestu vonbrigðin
Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir
lærisveina José Mourinho hjá
Manchester United að ná ekki að
fara með þrjú stig af hólmi þegar
liðið sótti Southampton heim á
St. Mary’s. Liðin skildu jöfn 2-2 en
gestirnir frá Manchester komu til
baka eftir að hafa lent tveimur
mörkum undir í leiknum. Manc-
hester United er átta stigum frá
fjórða sæti deildarinnar.
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Var fjarri góðu gamni
vegna meiðsla þegar
Aston Villa lagði Middles-
brough sannfærandi að velli.
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Var tekinn af velli í upp-
bótartíma þegar Everton
laut í gras fyrir Liverpool á
sárgrætilegan hátt.
Reading
Jón daði Böðvarsson
Var ekki í leikmannahópi
Reading þegar liðið gerði
jafntefli við Stoke vegna
meiðsla sinna í baki.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Lék allan leikinn á
kantinum þegar Burnley
tapaði fyrir Crystal Palace
í fallbaráttuslag liðanna í London.
Fótbolti Stuðningsmenn Arsenal
og Liverpool munu verða háværir í
kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu
annars vegar glæsilegan og hins
vegar spennuþrunginn sigur þegar
þau fengu nágranna sína í heim-
sókn. Leikur Arsenal og Tottenham
Hotspur sem fram fór á Emirates
var ansi kaflaskiptur og endaði með
4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom
svo úr óvæntri átt þegar Liverpool
skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum
gegn Everton. Divock Origi sem
ekki hefur átt upp á pallborðið hjá
Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar
skoraði markið sem skildi liðin að á
lokaandartökum leiksins.
Enn og aftur er það öflug spila-
mennska Arsenal í seinni hálfleik
sem skilar liðinu stigunum þremur.
Liðið skoraði þrjú marka sinna í
síðari hálfleiknum og hefur þar af
leiðandi skorað 24 af 32 deildar-
mörkum sínum í þeim hálfleik. Það
er meira en nokkurt annað lið hefur
gert í deildinni til þessa. Ef mörk
liðanna í deildinni í seinni hálfleik
myndu einungis gilda væri Arsenal
í öðru sæti deildarinnar á eftir Man-
chester City sem myndi ekki hagg-
ast úr toppsætinu.
Tvær ástæður gætu legið að baki
þessum góða árangri hjá Arsenal
þegar líða tekur á leikina undir
stjórn Unay Emery sem tók við
London og Liverpool rauðar
Nágrannaslagir voru
þema helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu karla.
Chelsea hitaði upp með
sigri gegn Fulham. Mesta
fjörið var í leik Arsenal
og Tottenham Hotspur.
Dramatíkin var svo alls-
ráðandi þegar Liverpool
fékk Everton í heimsókn.
stjórnartaumunum hjá liðinu í
sumar. Annað er það að leikmenn
liðsins létu hafa það eftir sér í við-
tölum að meiri ákafi væri á æfingum
liðsins eftir að hinn spænski Emery
tók við og að gott líkamlegt form
veitti liðinu ákveðið forskot þegar
þreytan fer að síga í andstæðinginn.
Hitt er það að Emery hefur í
leikjum liðsins geymt ferska fætur í
framherjasveit liðsins á varamanna-
bekknum og sett leikmenn inn á
eftir um það bil klukkutíma leik
til þess að breyta gangi leikjanna.
Þannig hefur Alexandre Lacazette
verið þó nokkuð í því hlutverki að
koma inn af bekknum og sprengja
upp leikina líkt og hann gerð í sigr-
inum gegn Tottenham Hotspur. Þá
hefur Pierre Emerick-Aubameyang
gert slíkt hið saman í einstaka
leikjum.
Arsenal jafnaði Tottenham
Hotspur að stigum með þessum
sigri og komst raunar upp fyrir
nágrannaliðið, upp í fjórða sæti
deildarinnar, þar sem liðið hefur
hagstæðar markatölur. Það lítur allt
út fyrir æsispennandi baráttu milli
erkifjendanna um sæti á meðal fjög-
urra efstu liða deildarinnar og þar
með sæti í Meistaradeild Evrópu á
næstu leiktíð.
Liverpool heldur svo áfram elt-
ingarleik sínum við Manchester
City við topp deildarinnar, en áfram
munar tveimur stigum á liðunum
eftir þessa umferð.
hjorvaro@frettabladid.is
Arsenal hefur skorað
flest mörk í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu karla
í seinni hálfleik. Einungis
Manchester City hefur staðið
sig betur í síðari hálfleikjum
í deildinni á leiktíðinni.
3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m Á N U d A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
0
3
-1
2
-2
0
1
8
0
5
:0
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
9
C
-A
3
D
C
2
1
9
C
-A
2
A
0
2
1
9
C
-A
1
6
4
2
1
9
C
-A
0
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K